Faxi - 01.12.1961, Page 33
F A X I
189
Þjóðsaga frá Ástralíunegrum:
Hvernig sólin varð til
I fyrndinni var engin sól á himni, aðeins
máni og stiörnur. Þetta var áður en líf
manna hófst og voru þá aðeins til fuglar
himinsins og ófreskjur, sem allar voru
miklu stærri en dýr jarðar eru nú.
Dag nokkurn deildu strúturinn Dænev-
an og hegrinn Brodlja á sléttu nokkurri
nálægt Murrumbidjí og í reiði sinni þreif
hegrinn eitt egg úr hreiðri strútsins og
þeytti þvi af öllu afli upp i himininn. Þar
brotnaði það á stórum viðarkesti andanna,
og varð hann þegar alelda, þegar eggja-
rauðan breiddist yfir hann. Eldurinn lýsti
upp jörðina fyrir neðan og dýr jarðar urðu
furðu lostin, því þau höfðu til þessa van-
izt hálfrökkri og undruðust þvi slíka birtu.
Góður andi, sem bjó á himnum, sá hve
jörðin varð björt og fögur, uppljómuð á
þennan hátt, og síðan hefir hann kveikt
slíkan eld daglega. Allar nætur safnar hann
og aðrir góðir andar viði í nýja bálkesti
og þegar hver köstur er orðinn nógu stór,
sendir hann morgunstjörnuna á loft til að
tilkynna jarðardýrum að eldurinn verði
brátt tendraður.
Hinum góðu öndum fannst þó brátt
nauðsynlegt að framkalla einhvern hávaða
við dagmál þvi þau dýr, sem sváfu, urðu
ekki morgunstjörnunnar vör. Lengi vel
gátu þeir þó ekki ákveðið, liver skyldi hafa
það verk með höndum. Þá var það morgun
einn, að þeir heyrðu hlátur hláturfuglsins
Gú-gor-ga-ga kljúfa loftið.
„Þetta er sá hávaði, sem við þörfnumst"
sögðu þeir, og jafnframt sögðu þeir hlátur-
fuglinum, að þegar morgunstjarnan föln-
aði og dagsbrún risi, ætti hann morgun
hvern að lilæja svo hátt sem hann gæti,
svo hlátur hans vekti alla þá, er svæfu,
fyrir sólarupprás. Ef hann samþykkti ekki
að gera þetta, þá kveiktu þeir sólareldinn
ekki oftar og létu jörðina vera að nýju í
hálfrökkri tungls og stjörnuskins, og hlát-
urfuglinn bjargaði ljósinu fyrir jarðarbúa.
Hann samþykkti að hlæja svo hátt sem
hann gæti við hver dagmál og það hefur
hann gert alltaf síðan, látið loftið klingja
af hlátrasköllum, gú-gor-ga-ga, gú-gor-ga-
ga, gú-gor-ga-ga.
Þegar andarnir tendra eldinn á morgn-
ana, yljar hann jörðina ekki mikið, en um
Mynd þessi fylgdi áströlsku þjóðsögunni, sem
hér birtist, og sýnir persónur hennar: Góða
andann, strútinn, hegrann og eggið. Er þetta
frumstæð teikning eftir ómenntaðan Astralíu-
negra og mundi mörgum finnast hún lítið gefa
eftir sumum þeirra nútíma-málverka, sem nú
eru efst á baugi í hinum menntaða heimi.
miðjan dag, þegar kösturinn er alelda, er
hitinn mjög mikill. Eftir það fer hann
minnkandi smámsaman, þar til aðeins
logar í glæðum um náttmál út við sjón-
deildarhring, og þær deyja síðan út, nema
örlítið sindur, sem andarnir þekja skýjum
og geyma til að tendra bálið næsta dag.
Börnin mega ekki herma eftir hlátur-
fuglinum, því ef hann heyrir það, kann
svo að fara, að hann hætti hlátri sínum
við dagmál. En ef börnin hlæja samt sem
áður, vex aukatönn fyrir ofan augntönn-
ina á þeim, svo þau beri háðsmerkið í
hegningarskyni, því hinir góðu andar hafa
ákveðið, að ef hláturfuglinn hættir að
boða sólarkomo með hlátri sínum, þá skuli
rökkur aftur ráða ríkjum á jörðunni.
Ó. S. þýddi.
Danival Danivalsson.
Hinsta kveðja til afa frá Áslaugu
Sturlaugsdóttir.
Hví falla tár af mínum heita hvarmi
og hjartað slær svo ört í brjósti mér?
Því ég er svipt svo traustum afa armi.
En ástkær minning hjá mér vernduð er.
Ég þakka allar unaðslegar stundir
er áttum saman bæði, vinur minn.
Og sælir verða okkar endurfundir
minn afi kær, þó skiljumst nú um sinn.
Á.
Leiðrétting.
I minningargrein um Danival Danivalsson í
síðasta tbl. Faxa, þar sem sagt var frá skóla-
vist hans á Hvítárbakkaskóla, slæddist inn í
greinina sú missögn, að þá hafi þar verið
skólastjóri Lúðvík Guðmundsson, en átti að
vera Sigurður Þórólfsson. Eru aðstandendur
og aðrir lesendur blaðsins beðnir velvirðing-
ar á þessum mistökum.
ÁR AMÓTIN
Nú árið er farið —
horfið.
Á dyr þínar er barið —
er það kannski maðurinn með orfið?
Ekki í kvöld — heldur seinna
kemur svarið.
Við fengum okkur öll
Nýárs baðið.
Hefir þú kynnt þér Hemmingwei,
„Gamla manninn og hafið“?
Nú árið er liðið —
horfið.
Nýtt komið á sviðið.
Það sem var í gær,
er ekki í dag.
Þó er himininn heiður og blár.
Hvar ertu — gamla ár?
Þú ert dáið og grafið,
en mynd þín er greypt
í hjarta hvers manns
Annó 19 61,
ég býð þér í dans!
B. D.