Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1961, Síða 34

Faxi - 01.12.1961, Síða 34
190 F A X I Framleiði holsteina úr bruna til húsbygginga. Hefi einnig til sölu notaðan trjávið, gólfborð, panel og fleira. Steinasteypan á Nónvörðuhœð Guðni Bjarnason Sími 1582 '■---------------------------------------------------------------------------------------------------\ FA "Y I Ritstjóri og afgreiðslumaður: HAULiGR. TH. BJÖRNSSON. Blað- A A I stjóm: HALLGRÍMUR TH. BJÖRNSSON, MARGEIR JÓNSSON, KRISTINN REYR. — Gjaldkeri: GUÐNI MAGNÚSSON. — Auglýsingastjóri: GUNNAR SVEINSSON. Verð blaðsins í lausasölu kr. 18,00. — Alþýðuprentsm. h.f. Fræðslu- og- kynningarfundur Myndin er af Kútter Keflavík frá 1920, en þá var þar skipstjóri Símon Svein- bjarnarson frá Akranesi. Símon var ætt- aður af Vesturlandi, dugmikill og happa- sæll sjómaður. Mánudaginn 27. nóv. s.l. var á vegum Kaupfélags Suðurnesja haldinn fræðslu- og kynningarfundur í Aðalveri, Keflavík, og var til hans boðið afgreiðslukonum úr búðum kaupfélagsins og skrifstofusúlkum þess, einnig konum verzlunarmanna fé- lagsins, aðalfundarfulltrúa, stjórnar og endurskoðenda. Gestir á fundinum voru erindreki Sam- bands íslenzkra samvinnufélaga, Páll H. Jónsson kennari, kona hans Rannveig Kristjánsdóttir og Gunnsteinn Karlsson sölustjóri. Formaður félagsstjórnar, Hallgrímur Th. Björnsson, setti fundinn með stuttri ræðu, lýsti tilgangi hans og tilhögun og bauð gesti velkomna. Þá ræddi erindrekinn um Samvinnu- stefnuna, sögu hennar og áhrif á vaxandi velmegun þjóða og einstaklinga. Ræddi hann einnig sérstaklega þátt konunnar í verzlunarmálum kaupfélaganna. Síðar á fundinum sýndi hann stutta kvikmynd, las úr ljóðum Davíðs Stefánssonar og stjórnaði almennum söng á milli atriða. Undir dagskrárliðnum: Orðið gefið frjálst, tóku til máls Gunnar Sveinsson kaupfélagsstjóri, er gaf stutt yfirlit um ástand og horfur í verzlunarmálunum almennt og ræddi um nokkur fram- kvæmdaratriði ,sem kaupfélagið hefir nú á döfinni, og frú Aðalbjörg Guðmunds- dóttir, sem talaði um málefni kaupfélags- ins frá sjónarmiði húsfreyjunnar, þakkaði það sem vel væri gert, en fann að öðru, sem betur mætti fara. Var þá gengið til kaffidrykkju í boði fé- lagsins og tekið upp léttara hjal. Að lok- um sleit svo formaður fundinum, þakkaði gestunum komuna og góða og gagnlega fundarsetu. Höfundur greinarinnar hér í .blaðinu, Æskuár mín í Grindavík, er frú Margrét Jónsdóttir, móðir sr. Jóns Guð- jónssonar prests á Akranesi. Varð hún góð- fúslega við tilmælum mínum um að segja hér í blaðinu frá æsku sinni og uppvexti á Suðurnesjum og birtist hér upphaf þeirrar frásagnar. Ritstj.

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.