Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1961, Síða 39

Faxi - 01.12.1961, Síða 39
F A X I 195 fyrst og fremst var einkennandi fyrir hana var hjálpsemi og kærleikur til allra þeirra, sem á einhvern hátt áttu bágt. Og sá kær- leikur og umhyggja náði ekki aðeins til manna heldur einnig til málleysingjanna. Þess voru meira að segja dæmi, að hún færi á fætur að næturlagi til þess að gefa og hlynna að útigangshestum í illviðri. Hjónaband þeirra hjónanna var hið ást- ríkasta, farsælasta og bezta, enda var það grundvallað á traustum hornsteinum trúar og sameiginlegra hugðarefna. Börn sín annaðist Sigríður af miklu ástríki og vildi miðla þeim af mikilli reynslu sinni og trúarstyrk; mun það hafa verið gott vega- nesti, er hún þannig fékk þeim í hendur út á lífsbrautina. Hún uppskar þá einnig endurgjald og gleði þeirrar viðleitni sinnar í gjöf góðra og mannvænlegra barna. Og nú á kveðjustund eru þakkir fluttar. Aldurhniginn eiginmaður þakkar af hjarta sínum trausta og ástríka lífsförunaut öll samvistarárin í sorg og í gleði. Börnin þakka ástríkri móður sinni kærleika henn- ar og umhyggjusemi þeim til handa allar stundir og hve mikill styrkur hún var þeim í raunum lífsins. Tengdabörnin og barnabörnin þakka ástríkri tengdamóður og ömmu. Og sérstakar þakkir flyt ég hér frá ungum dætrum Sigríðar, dóttur henn- ar, fyri það athvarf og skjól, er þær jafnan áttu hjá ömmu sinni og allt er hún fyrir þær gerði. Innilega þakkir eru fluttar frá bróðursyninum, sem hin látna annaðist í æsku og kveðja og þakkir frá stjúpsyn- inum, sem ekki getur verið hér í dag. Systirin þakkar af hjarta látinni systur sinni fyrir tryggð og vináttu allar stundir. Vinir og samferðamenn kveðja hina látnu og þakka vináttu hennar, tryggð og traust- leika og þann kærleik er í hjarta hennar bjó og birtist í verkum hennar. Nú hefur þessi lífsreynda kona hlotið hvíld frá erfiði og þrautum jarðlífsins. Og það sé vort gleði- og þakkarefni, nú á kveðjustund, að í sál sinni átti hún þá dyr- mætu hluti, sem vara, þegar annað hlýtur að líða undir lok. Og með þessa dýrmætu, varanlegu eign er hún nú — eftir að hafa kvatt forgengilegt jarðlíf — inn gengin til friðar og fagnaðar þess lífs, er um eilífð varir. Tvo lítil ljóð. Eg hryggur stend á ströndu hér. og stari á hafið reitt. Það hefir margan hringaver til heljar tíðum leitt. Þó björg það færi búi og þjóð, og bæti margra hag, það syngur ýmsum sorgarljóð um svæsinn stormadag. Fagurt er sumar, sólin skær nú sveipar grund og haf. Hún öllum mönnum unað ljær sitt eilíft geislatraf. Því yndi ljómar allt um kring, það er hans mikla verk. Þar stjórnar öllum alheimshring Guðs alvöld höndin sterk. Sigurður Magnússon, Valbraut. "7 HURÐIR Innihurðir Undir málningu Spónalagðar með Eik Spónlagðar með Teak Spónl. með Maghony Verð frá 475,75 490,00 Verð frá 737,90 760,00 Verð frá 835,00 860,00 Verð frá 606,80 625,00 Einnig innihurðir í körmum járnaðar. Útilurðir Teak spónlagðar plasteinangraðar stærðir 90 x 206 cm — stærðir 81 x 206 cm Verð frá kr. 2,670,00 án söluskatts Verð frá kr. 2,750,00 með söluskatti Rúðulistar, Gólflistar, Geirrefti. Gerið pantanir, stuttur afgreiðslufrestur. Kaupfélag Suðurnesja Kaupfélag Arnesinga. Sími 1505

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.