Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1961, Síða 41

Faxi - 01.12.1961, Síða 41
F A X I 197 Kristinn Reyr. Ný Ijóðabók MINNI O G MENN Ný ljóðabók, MINNI OG MENN, eftir Kristin Reyr, Keflavík hefir borizt Faxa. Bókin er safn tækifærisljóða frá liðnum ár- um og hafa mörg þeirra hvergi birzt áður. Og ekkert þessara ljóða er að finna í fyrri bók- um höfundar en þær eru: Suður með sjó 1942, Sólgull í skýjum 1950, Tumar við torg 1954 og Teningum kastað 1958. MINNI OG MENN er sex arkir, prentuð sem handrit í 300 tölusettum árituðum ein- tökum. Teikningu af höfundi gerði Hákon Sumarliðason. Káputeikningu gerði höfundur. Ails 28 ljóð, og meira en helmingur þeirra um Keflavík og Keflvíkinga. Ljóðin eru til orðin á árunum 1938—1960. I efnisyfirliti er gerð grein fyrir af hvaða tilefnum Ijóðin eru ort og flutt og hvenær; hefir það því út af fyrir sig nokkurn fróðleik að geyma varðandi ljóðin í heild, og verður því prentað hér á eftir til hægðarauka fyrir þá, sem vildu kynna sér hvað bókin hefir að geyma. RÖÐ: Frjálsa Island. — Til dómnefndar um „Frelsis- söng íslendinga“, vorið 1944. Aldastemnia Eilífs. — Formáli að Mjallhvítu móður, hátíðarsýningu, helgaðri 17. júní. Keflavík, 1945. Undir íslands merki. — Við Lýðveldisstöng Keflavikur, 1945. Fjallkonan ávarpar Keflvíkinga, þjóðhátíðar- daginn 1951 á Skrúðgarðssvæðinu. Mitt unga fólk. — Tileinkað Keflavíkurgöng- unni, 19. júní 1960. Rismál, við árslok 1960. Sumarkveðja til Keflavíkurskáta, er hófu byggingu skátaheimils 1944. Ungmennafélag Keflavíkur, fimmtán ára 29. september 1944. Kantata Verzlunarskólakandídata, 1935 — 30. apríl — 155. Sérprentun: Reykjavik 1955. Barnaskólaljóð. — Að vígslu barnaskólahúss Keflavíkur, 17. febrúar 1952. Sérprentun úr Faxa: Reykjavík 1952. Skátahvöt. — Til Heiðabúa, Keflavík, á sjötta afmælisdegi þeirra, 15. september 1943. Rótarýminni. — Á hátíðarftindi Rótaryklúbbs Keflavíkur, 26. febrúar 1955. Bræður í Faxa. — Málfunda- og blaðaútgáfu- félag í Keflavík, tvítugt, 10. október 1959. Mögru árin in mcmoriam, maí 1948: Motto: „Bakkus á borðum / birtist á ný, / skynsemi úr skorðum / og skál fyrir því“, eftir Ólaf Guðfinnsson. Einkamál í útilegu á Jónsmessu 1951, auð- kennt: Fuglinn-fótgangandi. Olafsóður Guðfinnssonar, húsgagnasmíða- meistara í Reykjavík, 28. maí 1938. Þakkarávarp í luktu bréfi, janúar 1952. Aufúsugestur, séra Valdimar J. Eylands, Winnipeg. Þjónaði Utskálaprestakalli 1947 —1948. Sigurbjörn í Vísi Þorkelsson, fyrrverandi kaupmaður. Hálfáttræður, 25. ágúst 1960. Afmælismyndir í átta seríum til Helga Sigur- geirs Jónssonar, 21. ágúst 1950. Þrjátíuogfimm línur hálffertugum hollvini, 23. nóvember 1951. Organtónar á fimmtugsafmæli Friðriks Fisch- ers Þorsteinssonar, 1. september 1950. Minnisblað bóksalans frá nóvemberdögum 1948. Aðför að Ingimundi Jónssyni, kaupmanni í Keflavík, sextugum, 3. febrúar 1947. Ferðafélagi, Sigurður Ingibergur Guðmunds- son, bóndi og sóknamefndarformaður, Þóru- koti í Njarðvík. Fimmtugur, 15. september 1949. Vorstef í minningu Kristjáns Helgasonar pí- anóleikara, Keflavík. Fæddur 25. febrúar 1917. Dáinn 14. júní 1954. Sérprentun: Reykjavík 1954. Frænka Kristólína Jónsdóttir, húsfrú í Vík, Grindavík. Fædd 16. júní 1880. Dáin 29. desember 1952. í Vinur minn góður, Sverrir Halldórsson frá Stykkishólmi, gullsmiður í Reykjavík. Fæddur 10. ágúst 1913. Dáinn 16. júní 1957. Já, hér er sem sé á ferðinni 5. bók Kristins og tvímælalaust sú bezta að dómi undirritaðs, en það þýðir, að Kristinn er vaxandi skáld, sem færist nú allur í aukana og lætur gamm- inn geysa, þegar andlegheitin leita útrásar. Ljóðabókin MINNI OG MENN er einmitt þannig til komin i þennan volaða heim, og ég óska vini mínum, Kristni Reyr, til hamingju með afkvæmið. — Mættum við svo fá meira að heyra? H. Th. B. -'•0#0#0#0#0*0#0#0*0#0#0«0#0#0#0#0#0#0#0#0#0i S? '0*0»0«0f0*0t0f0*0»0«0*0t0»0*0»0f0*( 8S •5 •o i :• Smíðum myndamót í einum og mörgum litum í blöð, bækur og tímarit. Prentmyndastofa Helga Guðmundssonor Tryggvagötu 28 — Sími 1 53 79 0*0*0*0«0*0*0*0*0f0< >o*o*o*o*o*o«o«o«o*o»o*o«o«o*o*o*o*o*o*o*o*o*o*o»o*o»o*o*o*o*o*c*o*o*o«o*o*o*o*o*o*o*oto*c*o*o«o*o«o*o*o*c*: :*o*o«o*o*o*o*o*o*o«o«o»o«o«o*o*o*o*o*o*o*o*o»o*o*o*o*o«o*o«c*c*-» •.•c«:«:*o*o*o*o»otc•c«c« •. •o*o«o*o«o»5: f> ■ við lestur góðra bóka •; BOKABUÐ KEFLAVIKUR :SSSSSSSSSS£SSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSjSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSS?£S£SSSSSSSSSSSSSSSSSSSS?£<:£SS! '•Cf0«0*0«0*0*0i

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.