Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.12.1961, Qupperneq 41

Faxi - 01.12.1961, Qupperneq 41
F A X I 197 Kristinn Reyr. Ný Ijóðabók MINNI O G MENN Ný ljóðabók, MINNI OG MENN, eftir Kristin Reyr, Keflavík hefir borizt Faxa. Bókin er safn tækifærisljóða frá liðnum ár- um og hafa mörg þeirra hvergi birzt áður. Og ekkert þessara ljóða er að finna í fyrri bók- um höfundar en þær eru: Suður með sjó 1942, Sólgull í skýjum 1950, Tumar við torg 1954 og Teningum kastað 1958. MINNI OG MENN er sex arkir, prentuð sem handrit í 300 tölusettum árituðum ein- tökum. Teikningu af höfundi gerði Hákon Sumarliðason. Káputeikningu gerði höfundur. Ails 28 ljóð, og meira en helmingur þeirra um Keflavík og Keflvíkinga. Ljóðin eru til orðin á árunum 1938—1960. I efnisyfirliti er gerð grein fyrir af hvaða tilefnum Ijóðin eru ort og flutt og hvenær; hefir það því út af fyrir sig nokkurn fróðleik að geyma varðandi ljóðin í heild, og verður því prentað hér á eftir til hægðarauka fyrir þá, sem vildu kynna sér hvað bókin hefir að geyma. RÖÐ: Frjálsa Island. — Til dómnefndar um „Frelsis- söng íslendinga“, vorið 1944. Aldastemnia Eilífs. — Formáli að Mjallhvítu móður, hátíðarsýningu, helgaðri 17. júní. Keflavík, 1945. Undir íslands merki. — Við Lýðveldisstöng Keflavikur, 1945. Fjallkonan ávarpar Keflvíkinga, þjóðhátíðar- daginn 1951 á Skrúðgarðssvæðinu. Mitt unga fólk. — Tileinkað Keflavíkurgöng- unni, 19. júní 1960. Rismál, við árslok 1960. Sumarkveðja til Keflavíkurskáta, er hófu byggingu skátaheimils 1944. Ungmennafélag Keflavíkur, fimmtán ára 29. september 1944. Kantata Verzlunarskólakandídata, 1935 — 30. apríl — 155. Sérprentun: Reykjavik 1955. Barnaskólaljóð. — Að vígslu barnaskólahúss Keflavíkur, 17. febrúar 1952. Sérprentun úr Faxa: Reykjavík 1952. Skátahvöt. — Til Heiðabúa, Keflavík, á sjötta afmælisdegi þeirra, 15. september 1943. Rótarýminni. — Á hátíðarftindi Rótaryklúbbs Keflavíkur, 26. febrúar 1955. Bræður í Faxa. — Málfunda- og blaðaútgáfu- félag í Keflavík, tvítugt, 10. október 1959. Mögru árin in mcmoriam, maí 1948: Motto: „Bakkus á borðum / birtist á ný, / skynsemi úr skorðum / og skál fyrir því“, eftir Ólaf Guðfinnsson. Einkamál í útilegu á Jónsmessu 1951, auð- kennt: Fuglinn-fótgangandi. Olafsóður Guðfinnssonar, húsgagnasmíða- meistara í Reykjavík, 28. maí 1938. Þakkarávarp í luktu bréfi, janúar 1952. Aufúsugestur, séra Valdimar J. Eylands, Winnipeg. Þjónaði Utskálaprestakalli 1947 —1948. Sigurbjörn í Vísi Þorkelsson, fyrrverandi kaupmaður. Hálfáttræður, 25. ágúst 1960. Afmælismyndir í átta seríum til Helga Sigur- geirs Jónssonar, 21. ágúst 1950. Þrjátíuogfimm línur hálffertugum hollvini, 23. nóvember 1951. Organtónar á fimmtugsafmæli Friðriks Fisch- ers Þorsteinssonar, 1. september 1950. Minnisblað bóksalans frá nóvemberdögum 1948. Aðför að Ingimundi Jónssyni, kaupmanni í Keflavík, sextugum, 3. febrúar 1947. Ferðafélagi, Sigurður Ingibergur Guðmunds- son, bóndi og sóknamefndarformaður, Þóru- koti í Njarðvík. Fimmtugur, 15. september 1949. Vorstef í minningu Kristjáns Helgasonar pí- anóleikara, Keflavík. Fæddur 25. febrúar 1917. Dáinn 14. júní 1954. Sérprentun: Reykjavík 1954. Frænka Kristólína Jónsdóttir, húsfrú í Vík, Grindavík. Fædd 16. júní 1880. Dáin 29. desember 1952. í Vinur minn góður, Sverrir Halldórsson frá Stykkishólmi, gullsmiður í Reykjavík. Fæddur 10. ágúst 1913. Dáinn 16. júní 1957. Já, hér er sem sé á ferðinni 5. bók Kristins og tvímælalaust sú bezta að dómi undirritaðs, en það þýðir, að Kristinn er vaxandi skáld, sem færist nú allur í aukana og lætur gamm- inn geysa, þegar andlegheitin leita útrásar. Ljóðabókin MINNI OG MENN er einmitt þannig til komin i þennan volaða heim, og ég óska vini mínum, Kristni Reyr, til hamingju með afkvæmið. — Mættum við svo fá meira að heyra? H. Th. B. -'•0#0#0#0#0*0#0#0*0#0#0«0#0#0#0#0#0#0#0#0#0i S? '0*0»0«0f0*0t0f0*0»0«0*0t0»0*0»0f0*( 8S •5 •o i :• Smíðum myndamót í einum og mörgum litum í blöð, bækur og tímarit. Prentmyndastofa Helga Guðmundssonor Tryggvagötu 28 — Sími 1 53 79 0*0*0*0«0*0*0*0*0f0< >o*o*o*o*o*o«o«o«o*o»o*o«o«o*o*o*o*o*o*o*o*o*o*o»o*o»o*o*o*o*o*c*o*o*o«o*o*o*o*o*o*o*oto*c*o*o«o*o«o*o*o*c*: :*o*o«o*o*o*o*o*o*o«o«o»o«o«o*o*o*o*o*o*o*o*o»o*o*o*o*o«o*o«c*c*-» •.•c«:«:*o*o*o*o»otc•c«c« •. •o*o«o*o«o»5: f> ■ við lestur góðra bóka •; BOKABUÐ KEFLAVIKUR :SSSSSSSSSS£SSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSjSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSS?£S£SSSSSSSSSSSSSSSSSSSS?£<:£SS! '•Cf0«0*0«0*0*0i
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.