Faxi

Volume

Faxi - 01.12.1961, Page 45

Faxi - 01.12.1961, Page 45
F A X I 201 dóttir og Einar Þorláksson, höfðu búið allan sinn búskap í Hvassahrauni og sýnt ferðafólki sömu góðvild og fyrirgreiðslu og þau Þórunn og Guðmundur. Þau giftust 7. júlí 1855 og tóku þá við búi þar, af Onnu Jónsdóttur, móður Ingibjargar, en Einar hafði það sama vor komið frá Neðra- dal í Biskupstungum, föðurleifð sinn. Frú Þórunn var fædd í Hvassahrauni 2. júní 1864. Var hún fimmta barn foreldra sinna, en ekki voru þá nema tvö systkini á á lífi: Guðríður Pálína f. 15. apr. 1856 og Þorlákur f. 8. des. 1857, en hann lézt 20. ág. 1865. Hin tvö voru meybarn, sem ekki hlaut skírn, f. 28. apr. 1860 og Gísli f. 1. júní 1862, lifði þrjá daga. Þau börn, sem bættust við, eftir Þór- unni, voru þessi: Anna Guðrún Thorlacía f. 13. febr. 1866, Halldóra Sigríður f. 18. jan. 1868, Einar Ingvar f. 17. júlí 1870, dáinn 25. júlí sama ár, og yngstur var Páll Einarsson f. 25. sept. 1871. Þau fimm börn, sem upp komust, ólust öll upp í foreldrahúsum við ágætt uppeldi og mikið starf. Nutu þau foreldra sinna fram á fullorðinsár, en innan fjölskyld- unnar var mikið ástríki og samheldni. Mun það hafa verið ættgengt í Hvassa- hraunsætt. Frú Þórunn var fimmti ættliður, sem sat að búi í Hvassahrauni, óslitið. Skal nú minnzt þeirra ættmenna. Þorbjörn Jónsson f. um 1739. Séð hef ég á gömlum blöðum, að Þorbjörn hafi búið í Krýsuvík. Ekki veit ég um sönnur á því, en á Vogsósum er Jón sonur hans fæddur 1776, svo að á þessum slóðum hefur Þor- björn verið. Að Hvassahrauni er Þorbjörn með vissu kominn 1786. Kona hans hét Anna Magnúsdóttir. Voru þau bæði á lífi manntalsárið 1801 og bjuggu þá búi sínu í Hvassahrauni. Þorbjörn var þá 62 ára og Anna 67. Hún lézt 1802. Börn þeirra, sem ég veit um, voru Sigríður f. 1770, kona Sigurðar Oddssonar, sem bjó í Hvassahrauni 1801, Þorvarður Þorbjörns- son var fermdur 1787, Jón Þorbjörnsson lengi bóndi í Hvassahrauni og Hallur var hjá foreldrum sínum 1801, talinn 23 ára. Ekki veit ég, hvað orðið hefur um þá bræð- ur, Þorvarð og Hall, en líklega hafa þeir báðir komizt til manndómsára, til þess benda ummæli um Jón Þorbjörnsson, er eg hefi séð á gömlu blaði: „var mesta mikilmenni og fjörmaður sem bræður hans“. Þorbjörn bóndi hefur líklega dáið á ár- unum 1805—1810. Þau ár vantar að mestu í prestsþjónustubók Kálfatjarnarsóknar, en dáinn er hann 1816. Jón, sonur þeirra Onnu og Þorbjörns, hefur byrjað búskap rétt fyrir aldamótin 1800 og stundaði þá aðallega fiskveiðar, hefur svo, eftir lát föður síns, tekið við jörðinni. Kona hans var Guðrún Gríms- dóttir bónda í Sviðholti á Álftanesi Gísla- sonar. Var hún fædd í Svðholti og skírð 7. nóv. 1771, dáin í Hvassahrauni 27. júní 1846. „Hafði verið góð kona og dugleg“. Þau Jón Þorbjörnsson og Guðrún áttu tólf börn, af þeim komust fjögur til fullorðins- ára, en ættir eru ekki, nema frá tveimur þeirra. Jón Þorbjörnsson lézt 13. ágúst 1833. Hann var hreppstjóri og talinn af samtíð sinni mikill merkismaður. Börn þeirra hjóna, sem upp komust, voru: Grímur Jónsson, bóndi í Hvassahrauni, átti Kristínu Grímsdóttur, eyfirzka að ætt. Dóttir þeirra var Ingibjörg, sem átti Kjartan Daníelsson, bjuggu þau á Vatns- leysu. Dóttir þeirra var Ingveldur, móðir Lúðvígs Guðmundssonar, skólastjóra Handíða- og myndlistarskólans í Reykja- vík. (Kennaratal, 457). Guðmundur Jónsson, bóndi í Hvassa- hraunskoti, átt Guðríði Ingjaldsdóttur, barnlaus. Þorbjörn Jónsson dó um tvítugsaldur og Anna Jónsdóttir f. 12. jan. 1807 .Hún giftist um 1830 Páli Jónssyni, sem fæddur var 23. jan 1799 í Flekkuvík, sonur hjón- anna Jóns Guðmundssonar og Halldóru Pálsdóttur bónda á Þorbjarnarstöðum í Hraunum Þorlákssonar. Þau bjuggu á Stóru-Vatnsleysu 1801 og voru foreldrar Jóns einnig þar, þau Guðmundur Jónsson, 65 ára og Anna Stefánsdóttir, 70 ára. Þau Jón og Halldóra eru komin að Hvassa- hraunskoti 1817 og bjuggu þar upp frá því. Halldóra lézt 21. marz 1833 „Vönduð, góð og valinkunn kona“, en Jón, maður hennar, lézt í Hvassa'hraunskoti 15. okt. 1840 „af upptekinni æð eftir blóðtöku á ferðareisu“. Þau Páll og Anna bjuggu í Hvassa- hrauni allan sinn búskap, en Páll andaðist 3. des. 1848, bjó Anna eftir það búi sínu þar til þau Ingibjörg dóttir hennar og Einar tengdasonur hennar tóku við jörð- inni 1855. Börn þeirra Onnu og Páls í Hvassa- hrauni, sem upp komust, voru: 1. Ingibjörg Pálsdóttir f. 6. febr. 1831, átti Einar Þorláksson, sem fyrr getur. Hún var afburða dugleg kona og bjó yfir mik- illi stillingu og sálarró. Ingibjörg andaðist í Reykjavík 26. júní 1920. 2. Halldóra Pálsdóttir f. 31. jan. 1835. Hún giftist Hannesi bónda á Guðlaugs- stöðum í Blöndudal Guðmundssyni. Sonur þeirra var Guðmundur læknir og prófessor. (Læknatal bls. 123). 3. Stefán Pálsson f. 5. febr. 1838, stór- bóndi á Stóru-Vatnsleysu (Faxi, okt. 1961). 4. Hallur Pálsson f. 6. nóv. 1840, bóndi í Hvassahraunskoti, átti Solveigu Jónsdótt- ur frá Vatnsleysu. Synir þeirra voru: Jón, Hallur og Hafliði. Niðjar eru frá Jóni og Hafliða, en ekki kann ég skil á þeim. 5. Anna Pálsdóttir f. 6. júni 1843, kona Guðmundar Guðmundssonar óðalsbónda á Auðnum á Vatnsleysuströnd. Einkadóttir þeirra var Kristín, fyrri kona Páls Briems amtmanns (Lögfræðingatal bls. 289). Fjög- ur börn þeirra Onnu og Páls dóu ung. Síðasta húsfreyjan, af ætt þessari, sem bjó í Hvassahrauni, var Þórunn Einars- dóttir. Hún giftist 1. nóv. 1884, frænda sín- um Guðmundi Stefánssyni, sem fæddur var 30. júní 1861 í Neðradal í Biskupstung- um, sonur hjónanna þar Stefáns Þorláks- sonar, sem var albróðir Einars í Hvassa- hrauni, og Vigdísar Pálsdóttur í Múla, Bisk. Stefánssonar (Sýsl. IV. bls. 233— 234). Sést á þessu, að þau hjónin í Hvassa- hrauni voru bræðrabörn. Allar þrjár systur Þórunnar giftust frændum sínum frá Neðradal. Guðrún Pálína giftist Stefáni bróður Guðmundar, Anna Guðrún giftist Bjargmundi Sigurðssyni, systursyni Einars í Hvassahrauni og Halldóra Sigríður gift- ist Helga hónda í Kópavogi bróður Bjarg- mundar. (S. H. Arnesingaþættr bls. 141— 146). Kona Helga í Kópavogi er þar rang- lega nefnd Helga. Páll Einarsson var yngstur og eini bróðirinn, sem lifði, var bátasmiður og vélamaður á ísafirði og Reykjavík, d. 1914. Fyrri kona Guðbjörg Sgríður, f. 17. febr. 1873 Jónsdóttir í Njarð- vík Gunnlaugssonar á Ásláksstöðum, Vatnsleysuströnd, Jónssonar. Dóttir þeirra er Þórunn Ingibjörg fósturdóttir Hvassa- hraunshjónanna. Einar blikksm. eigandi Nýju blikksmiðjunnar í Reykjavík og Jóhanna Pálsdóttir, gift í Hafnarfirði. Síðari kona Páls var Pálína Jónsdóttir, f. 11. okt. 1872 á Minni-Vatnsleysu. Dætur þeirra, sjá B. M. Guðfræðingatal bls. 40 og 172. Börn Þórunnar og Guðmundar í Hvassa- hrauni voru þrjú: 1. Kristín Guðmundsdóttir f. 29. júlí

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.