Faxi - 01.12.1961, Page 55
F A X I
211
Æskuár mín í Grindavík
Ritstjóri Faxa hefir farið þess á leit við
mig, að ég léti blaðinu í té eitthvað frá
ævi minni á Suðurnesjum, en þar er ég
borin og barnfædd og átti þar æsku mína
og starfsár lengst af. Mér er ljúft að verða
við þessum óskum, og set nú á blað nokk-
ur minningabrot, sem efst eru í huga mín-
um.
Eg er fædd á Hópi í Grindavík 12.
ágúst 1883. Daginn eftir að ég fæddist,
bar að garði á Hópi séra Odd V. Gísla-
son, er þá var sóknarprestur í Grindavík,
og bjó á Stað. Erindi hans var að tilkynna
andlát föðursystur minnar, Margrétar
Guðmundsdóttur, er var húsfreyja á Húsa-
tóftum í Grindavík, gift Guðjóni Jónssyni.
Hún andaðist í Reykjavík, eftir uppskurð.
Séra Oddur hóf fréttina með þessum orð-
um: Kona horfin af sjónarsviðinu, og
önnur komin í staðinn". Átti hann þar
við mig, nýkomna í heiminn. Prestur var
á heimleið „austan úr hverfi“, er svo var
kallað, þ. e. Þorkötlustaðahverfi. Hafði
verið beðinn um að skíra þar barn, hvað
hann gerði, og hafði því hempu sína og
helgisiðabók meðferðis. Svo réðst, að ég
yrði skírð þá á stundinni, og gerði séra
Oddur það fast við rúm móður minnar,
og hlaut ég nafn hinnar nýlátnu föður-
systur. Séra Odds Gíslasonar á Stað hefur
að vonum verið minnst verðuglega sem
brautryðjanda. Eg var á tólfta ári, er hann
fluttist úr Grindavík með fjölskyldu sína
til Ameríku og man hann því vel. Hann
var fríður maður og föngulegur, vinur
allra minni máttar og barnavinur, en gat
verið harður af sér og ómyrkur í máli við
stórbokka, og þá helzt, er hann vissi, að
lagzt var á lítilmagnann. Hann var mjög
ástsæll og að verðleikum dáður af sóknar-
börnum sínum í Grindavík, og naut lengi
þeirra sérréttinda meðal þeirra, að vera
ávallt nefndur „presturinn".
Foreldrar mínir voru þau hjón á Hópi,
Guðrún Guðbrandsdóttir og Jón Guð-
mundsson. Þau áttu bæði ættir að rekja í
Rangárhéraði og þar bæði fædd, hann á
Stórólfshvoli, en hún á Eystri Geldinga-
læk. Við vorum 12, börnin þeirra. Dreng
misstu þau á fyrsta ári, er fæddist mislinga-
árið 1882. Hin öll komust til aldurs. Ég
er fjórða í röð systkina minna, af sjö
systrum. Margra glaðværra stunda er
Margrét Jónsdóttir.
vissulega að minnast með systkinahópn-
um frá bernskuárum. En snemma var
mikið lagt á ungar herðar. Lífsbaráttan
var hörð og ekki eftir gefið, að hver gerði
sem hann frekast gat. Foreldrar okkar
barnanna létu sitt ekki eftir liggja.
A þessum árum var lífsbjargarinnar von
í sjónum. Og þá knúðu Grindvíkingar
sín stóru skip, á þeirra tíma vísu, út á
miðin með árunum. Faðir okkar gerði út
skip og var formaður á því. Hann var hár
vexti og þrekmaður, talinn traustur og að-
gætinn sjómaður. Flestir á skipi hans voru
að jafnaði aðkomumenn, ýmist útgerðar-
menn, svo nefndir, eða hlutamenn, sem
var algengara, margir úr fjarlægum sveit-
um. Margur var þar knár í þcirra hópi og
um suma geymast þær minningar hug-
ljúfra kynna og góðvildar, sem aldrei
gleymast. Meðan föður okkar naut við,
sé ég bernsku mína og systkina minna í
ljóma öryggis og samfelldrar gleði. Hann
var okkur blíður faðir og umhyggjusam-
ur. En við nutum hans ekki lengi. A
vetrarvertíð árið 1894 geysaði illkynja sótt
um Suðurnes. Faðir okkar lagðist í rúmið,
fékk lungnabólgu og dó úr henni eftir
fáa daga. Vertíðarmaður, aðkominn, dó
líka á heimilinu úr lungnabólgu. Fráfall
föður okkar, en hann var þá 44 ára, olli
mikilli breytingu. Þá voru ekki styrkir
til að styðjast við til að seðja svanga
munna. Móðir okkar kaus þann kostinn
að reyna að halda hópnum saman og
berjast því meir, sem þörfin var stærri.
Það þurfti kjark til að bjóða þeim aðstæð-
um byrginn, sem þá voru.
Mér er dánardagur föður míns minnis-
stæður, en þá var ég á ellefta ári, og senni-
lega frekast af einu. A Hópi var tvíbýli,
austur og vesturbær, og áttum við heima
í austurbænum. Eg var stödd í vestur-
bænum. Einhver sagði gáleysislega frá
andláti hans, og ég kenndi mikils sárs-
auka. Eg beygði af, en reyndi þó að dylja
tár mín. Vermaður á bænum, Guðjón frá
Moldnúpi undir Eyjafjöllum, var nær-
staddur, sá hvað mér leið og fann til með
mér. Seildist hann ofan í verskrínu sína
og rétti mér flatköku með smjöri og kæfu
á og klappaði á kollinn á mér. Tárin
hættu að renna og hjarta mitt fylltist
þakklæti. Þetta atvik hefur aldrei liðið mér
úr minni. Og enn sé ég inn í augu þessa
vinar míns, á þeirri stund, er hann strauk
burt sorgartárin af kinn lítillar stúlku. Svo
djúp og varanleg geta spor samúðar og
ástúðar verið. Það vissi ég um Guðjón
frá Moldnúpi, að hann fluttist til Vest-
mannaeyja og var búsettur þar.
Þegar faðir okkar féll frá, var elztur
okkar systkina Guðmundur, 18 ára, 10
innan fermingar og yngst Dagbjört, miss-
erisgömul. Tveir bræðranna, Pétur og
Guðmundur (yngri) fóru í fóstur til föður-
bræðra okkar í Grindavík. Ekki var móð-
ur okkar það sársaukalaust að senda þá
frá sér, þó að svo yrði að vera. Við hin
vorum í skjóli hennar heima á Hópi. Lagð-
ist nú þungur vandi á herðar elzta bróður
að fylla skarð pabba. Að sjálfsögðu var
það ekki unnt til fulls. En hafi nokkur
bróðir fórnað sér til hins ýtrasta fyrir syst-
kini sín, gerði hann það. Nú settist hann
í hið auða sæti föður síns á skipi hans og
stýrði því farsællega í mörg ár. Þessum
góða bróður var það eitt í huga, að forða
heimili sínu, móður og systkinum, frá
þeirri vá, sem margir fátækir máttu þola
á þessum tíma, að því yrði skipt upp á
hreppinn, með þeim afleiðingum, sem því
fylgdi æði oft. Hann hafði ekki skapgerð
til að lúta því hlutskipti fyrir systkini
sín, á öllu sínu skyldi hann fyrr taka.
Guðmundur yfirgaf ekki móður sína og
heimili okkar á Hópi fyrr en öllu var
borgið, við systkinin orðin sjálfbjarga og
flest stofnað sín eigin heimili. Þakklætis-
skuld okkar við hann er stór, og verður
aldrei greidd. Guðmundur var þrekmaður,
árrisull og kappsfullur. En þungi róður-
inn framan af ævi hans sagði til sín síðar.