Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.12.1963, Qupperneq 4

Faxi - 01.12.1963, Qupperneq 4
Marta Valgerður Jónsdóttir: Minningar frá Kefiayík Jörðin Stóra-Vatnsnes liggur innan við Keflavíkurkauptún á nesi því, sem skagar fram sunnan við gömlu Keflavíkurhöfn- ina. Klettabelti, nokkuð hátt, rís meðfram sjónum kringum nesið, en víkur og skor- ur teygjast inn í klettana hér og þar, var víða mikil tilbreytni í landslaginu með- fram sjónum. Klettarnir voru ósnortnir af mannaverkum á unglingsárum mínum og sumir ægifagrir fægðir af öldum hafs- ins í hin ólíkustu form. Var Gatklettur- inn með þeim fegurstu og sérkennileg- ustu. Það var gaman að fara „inn í kletta" í góðu veðri og njóta þar sumarsólar og sjávarlofts, alltaf var eitthvað nýtt að skoða, hafið iðandi af lífi að ógleymdum sjófuglunum, sem margt þurftu að yfir- líta en aldan síung og margbreytileg i formi og hljóðfalli laðaði og seiddi. Það var æfintýri líkast að sitja á einhverri klöppinni með hamravegginn að baki sér og hlusta á öldusogið langt inn í hellana, sem víða leyndust, en framundan blikandi hafið svo langt sem augað eygði. Básinn var stærsta víkin sem skarst inn í kletta- beltið að norðanverðu á nesinu. Þar var hin bezta lending í öllum áttum nema norðanátt, en þá var þar ólendandi. Vinstra megin í Básnum, er inn var komið, lá aflangur furðu mikill klettur meðfram hamraveggnum, tilvalin bryggja. Hvort þessi bryggja hefur nokkuð verið löguð af mannahöndum skal ég ósagt látið, en sjálfsagt hefur Ægir gamli átt drýgstan þátt í að fægja klettinn svo vel sem raun var á, en þarna var hin bezta bátabryggja. Að sunnanverðu við nesið var önnur vík sem teygðist inn á milli hamraveggja Gatklettur við Vatnsnes. Guðni Jónsson, Jóhann Guðnason og Helga Vigfúsdóttir. og meiri en Básinn. Við þessa vík var byggð hafskipabryggja árið 1932. Svo sem kunnugt er var Oskar Halldórsson út- gerðarmaður í Reykjavík frumkvöðull þessa verks og kostnaðarmaður. Var þarna lagður grundvöllurinn að þeirri hafskipa- höfn sem nú er. En Vatnsnesklettar hafa látið á sjá vegna þeirra miklu fram- kvæmda, sem að sjálfsögðu fylgir haf- skipahöfn. Túnið á Vatnsnesi lá í halla mót suðri, en íbúðarhús, peningshús og önnur úti- hús báru hátt ofarlega í brekkunni. Var staðarlegt heim að líta. Þá var ekkert hús og engin bygging nærlendis nema Litla- Vatnsnes ofan við víkina sem hafskipa- bryggjan var síðar byggð við. Næstu hús voru svo Framnes og Hæðarendi. En nú er nærri öll Vatnsnestorfan komin undir götur og hús. A Stóra-Vatnsnesi bjuggu um og fyrir síðustu aldamót og lengi síðan þau Guðni Jónsson og kona hans Helga Vigfúsdóttir, bæði valinkunn sæmdarhjón. Þarna var búið góðu búi, sem bæði var til sjávar og sveita. Þó mun sjávaraflinn hafa verið aðal tekjulind búsins. Heimili þeirra Helgu og Guðna var eitt af þessum fornu, traustu búum þar sem öll störf húsbænda og hjúa féllu hvort að öðru og mynduðu eina samfellda heild, en hreinlæti og myndarbragur úti sem inni einkenndu heimilið. Þau hjón byrjuðu búskap í Bakkakoti í Leiru strax eftir giftingu 7. júní 1878, höfðu leiðir þeirra legið saman er þau voru hjú í Hrúðurnesi í Leiru, en þangað hafði Helga flutzt 1874 frá föðurhúsum, Geirmundarstöðum í Skagafirði. Þau Guðni og Helga bjuggu í Bakkakoti þar til að þau fluttu að Stóra-Vatnsnesi 1891. 1 Leirunni var á þessum árum mikil ver- stöð. Var Guðni fengsæll formaður og efnaðist brátt, höfðu þau strax margt hjúa og var heimili þeirra alltaf mannmargt, var oftast á vist með þeim eitthvað af ná- skyldu fólki þeirra hjóna, og mörg börn ó!u þau upp ýmist að nokkru eða öllu leyti. Var sótt eftir að koma þangað börn- um og unglingum. Helga var greind kona og skapföst, orð- heldni, í smáu sem stóru, var henni heil- agt mál og óregla öll og víndrykkja var henni þvert um geð. Þóttu þetta góðir eðliskostir til að ala upp börn. Guðni var glaðlyndur í sinn hóp, sagði þá gjarnan frá ýmsum viðburðum úr lífi sínu, en ekkert af því hefur verið fest á b!að, svo margur fróðleikur hefur farið þar forgörðum. Guðni bóndi á Vatnsnesi var fæddur 14. nóv. 1852 á Hvammi í Mýrdal, en þar bjuggu foreldrar hans nokkur ár, þau Jón Þorsteinsson og kona hans Maren Guðnadóttir frá Merkinesi í Höfnum, dóttir Guðna bónda þar og hreppstjóra um skcið, Olafssonar og konu hans Krist- ínar Sæmundsdóttur bónda á Kalmanns- tjörn, f. 1765, d. 5. júlí 1834, Eyjólfssonar bónda á Sandhól við Kirkjuvog, Egils- sonar. Kona Sæmundar var Marín eða Maren Jónsdóttir frá Vatnahjáleigu í Landeyjum, hún andaðist á Kalmanns- tjörn 16. apríl 1836. Foreldrar Marenar bjuggu góðu búi í Merkinesi, var Guðni talinn ríkur dugn- aðarmaður. Hann skildi við Kristínu konu sína „þar hún brjálaðist“ og giftist konu er Elín Þórarinsdóttir hét en lrún hafði áður verið gift bróður Kristínar, Hans Sæmundssyni, bónda á Kalmannstjörn, en hann hafði orðið bráðkvaddur 17. des. 160 — FAXI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.