Faxi

Volume

Faxi - 01.12.1963, Page 66

Faxi - 01.12.1963, Page 66
í Keflavíkurprestakalli um jól og óramót Sæmundur Tómasson: Keflavíkurkirkja: Aðfangadagur: Aftansöngur kl. 6.20. Jóladagur: Messa kl. 5. Annar jóladagur: Barnamessa kl. 11. Skírnarmessa kl. 5. Gamlárskvöld: Aftansöngur kl. 8.30. Nýársdagur: Messa kl. 5. Innri-Njarðvíkurkirkja: Aðfangadagur: Aftansöngur kl. 5. Jóladagur: Messa kl. 2. Sunnudagur. 29. des.: Barnamessa kl. 11. Gamlárskvöld: Aftansöngur kl. 6. Nýársdagur: Messa kl. 2. Ytri-Njarðvík: Jóladagur: Messa í nýja samkomuhúsinu kl. 3.30. Sunnudagur 29. desember: Barnamessa á sama stað kl. 1.30. Messur á elliheimilinu og sjúkrahúsinu aug- lýstar síðar. Sóknarprestur. Keflvíkingar Matarstell Kaffistell Stakir bollar margskonar. Kökudunka’ Stálhúðuð hnífapör Teskeiðar Desertskeiðar Kökugafflar Ostaskerarar Ryksugur Brauðristar Vöfflujárn Straujárn Baðvogir Hitakönnur Margskonar gjafavörur og leikföng o. fl. o. fl. Kaupfélag Suðurnesja Búsáhaldadeild ----------------------——+ ( Á æskuslóðum í Grindavík Hugrenningar S. T. er hann gengur um ótthagana á sjötugsafmœlinu, 25. júní 1958. Út meS sjó. Lít ég yfir liðna tíð, lífið ýmsu breytir. Þar andinn svífur ár og síð eru margir reitir mér sem kær var margur hver mína æskudaga, lifir enn í minni mér mörg ein hugljúf saga. Feta ég nú fjörugrjót, fornar treð því slóðir, þar sem áður fimum fót fóru drengir rjóðir. Þar sem fyrrum barnabrek bundu okkur saman æska lífs og unglingsþrek alltaf nóg var gaman. Út um lautir, upp um hraun, allt í líkum skorðum, sé ég því í sjón og raun, sem þar gerðist forðum. Tókum mosa — tíndum ber, tað í breiður dregið. Hljómar nú í huga mér hversu þrátt var hlegið. Við Dalinn (smátjörn). Oft á Dalinn öðuskel ýttum við frá landi. Ekki fór þó ætíð vel, ýmsar lentu í strandi. Þar við áttum þráfalt spor, þar var starfið hafið. Alltaf sumar, vetur vor var þar önnum kafið. Sæmundur Tómasson. Þegar fönnin fyllti skörð, fölnuð blóm og kalin, ís og kuldi yfir jörð, alltaf lagði Dalinn. Lékum þá með leggi og staf, lögðum út á svellin. Fórum hratt og fengum af fjári margan skellinn. Þá var oft hjá krökkum kátt, köll og allskyns gaman, hoppað, dansað, hlegið dátt, hópar léku saman. Nú er farið — flutt á burt flest, sem lék við Dalinn. Ymist verður uppi spurt eða lagzt í valinn. Stirðnar fótur, styttist leið, stöðvast tíminn eigi, örskjótt þrýtur æviskeið, óðum hallar degi. Gott er þá að hvíla hold, (hér skal enda róður), lagður niður, lágt í mold, hjá látnum æskubróður. S. T. Karl nokkur réri hér til fiskjar á árabáti og hafði með sér tvo unglings stráka. Eitt sinn er annar strákurinn hafði innbyrt fisk, sem hann var að draga, tók hann eftir að fiskurinn var mikið særður. Hann sýndi þá karlinum fiskinn og sagði um leið: — Hann er mikið særður þessi. Karlinn leit á fiskinn og sagði síðan við strákinn, með miklum alvörusvip: — Ójá, . . . væni minn. . . . Þarna geturðu nú séð, að það eru mörg mannameinin hjá fiskunum ekki síður en okkur mönnunum. 222 — FAXI

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.