Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1963, Blaðsíða 3

Faxi - 01.12.1963, Blaðsíða 3
to ® 4§ & & Svar Frelsarans Jólahugleiðing eftir Asmund Guðmundsson fyrrv. biskup Þegar jólin koma, færist undursamlegur, Ijiífur helgiblær yfir himin og jörð. Bezt finna börnin til þess, en einnig vér, sem fullorðin erum. Vér lifum aftur í anda bernskujólin og sjáum fögnuð þeirra blika í barnsaugum. Vér gleðjumst með þeim af jólaboðskapnum. Það er eins og yfir oss sé blakað ósýnilegum vængjum og englaraddir kalli á það, sem vér eig- um hreinast og fegurst, bjartast og bezt. Fyrir hugarsjónum vorum blasir Betlehemsbarnið uppi við móðurbarminn. Og frá því leggur geislastaf yfir mannheim allan, ófölnandi, því að um eiltfð alla er þetta barn lífið og Ijós mannanna — Frels- arinn. Hvernig má það verða? Hann er orð Guðs, hann er allt það, sem Guð þarf að segja oss til sáluhjálpar. Án Frelsarans værum vér munaðarlaus í myrkri. En hann er svar við mestu vandaspurningum lífsins, svo að hjartað fær frið. * Vér spyrjum Frelsarann: Hvaðau er líf vort runnið? Virðum fyrir oss ævi hans, allt frá jötunni og til upprisu- dýrðar hans. Til hvílíkrar blessunar varð þetta barn. Hveitikornið, sem féll í jörðina og dó, bar mikinn ávöxt. Og af upprisu Frels- arans spratt meiður kristninnar. Hvaðan kom Kristur? Við því er aðeins eitt svar. Hann kom frá Guði. Hann sagði það ber- um orðum. Hann sýndi það og sannaði: Hann var sonur Guðs. Jafnframt ncfndi hann mennina börn Guðs, bræður sína og systur. Þeir eru einnig frá Guði komnir og eiga hann að föður. Við birtu jólanna sést, að þar er cnginn undan skil- inn — ekki einu sinni sá, sem aumastur er og fáráðastur á jörðu. Mennimir mega biðja, allir, allir: Faðir vor, þú, scm ert á himnum. Guð faðir er upphaf Itfs vors í Frelsarans Jesú nafni. Ást hans og friður sýnir oss föðurinn. Þrátt fyrir eigin- girni vora og veikleika — já, allar syndir, elskar Guð oss óumræðilega lieitt. Lífið er ævarandi kærleiksgjöf hans til vor. Vér spyrjum Frelsarann einnig: Hvert er hlutverk lífs vors? Það er æðra en virðist vera af skelfingum þeim og bræðra- vígum, er yfir jörðina dynja. Hann, sem fæddist í Betlehem, sýnir oss það. Hann nefndi sjálfan sig Manns-son, meðan hann dvaldist hór á jörð, því að hann cr æðsla hugsjón mannanna, fyrirmyndin, svo að vér fetum í fótspor hans. Sá er bezt krist- inn, sem er líkastur Kristi, sól heimsins, er leggur smyrsl á lífsins sár og læknar mein og þerrar tár. Kristur boðar Guðs ríki á svo einföldu máli, að hvert barn megi skilja. Fylgd við boðorð hans að elska Guð af öllu hjarta og náungann eins og sjálfan sig myndi stöðva allar styrjaldir til endimarka jarðar. Kristur er lifandi kærleikur Guðs á jörð- inni. Kærleikurinn á að sigra. Fyrir hann kemur Guðs ríki meðal mannanna, og einkum til minnstu bræðranna, sem þarfnast hans mest. Hlutverk vort er því það að stofna og efla Guðs ríki á jörðu — ríki kærleikans, þar sem vilji hans ræður. Sönn jól, þar sem hver um sig leitast við að verða öðrum góður, bregða Ijóma yfir heimilin, svo að Guð er þar sjálfur gestur og heimilið gróðurlundur í ríki hans. Þannig er unnt að eignast forsmekk þeirrar sælu, er Frelsarinn veitir. * Og vér spyrjum: Hvað bíður vor framundan? Hvert leiðir Guð líf vort að lokum? I dýrð jólanna sjáum vér eilífðarbirtu fyrir stafni. Hann, sem þá fæddist, sagði stðar: í húsi föðtir míns eru mörg htbýli. Eg fer burt að búa yður stað. Þar sem eg er þar skuluð þér og vera. Eg fer til föðurins. Eg er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Eins og hann kom frá Guði, þannig fer hann aftur til Guðs. Svo er um líf vort. Það leiðir oss til Guðs að lokum, til fullkomnunar í kærleika með honum. Fyrir því bauð Frelsar- inn: Verið miskunnsamir, eins og faðir yðar á himnum er miskunnsamur. Það er eiltfðar takmark vort. Frá Guði, fyrir hann og til hans eru allir hlutir. Já, heimþrá vor til Guðs er lífsins kjarni. Jólaboðskapur Guðs um Frelsara hljómar. Þegar svar hans birtist, munum vér verða honum líkir, því að vér munum sjá hann, eins og hann er. * Yður er Frelsari fæddur, hann sem veitir svar við dýpstu spurningum lífsins, boðar oss það, er Guð vill birta oss og gefur hjartanu fögttuð og ró — Orðið sem var í upphafi hjá Guði — kærleikurinn. Dýrð sé Guði í npphæðum og friður í sálum manna. Gleðileg jól í Jcsú nafni. (9 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.