Faxi - 01.12.1963, Side 23
3. Hökull af rauðu flöjeli með hvítum
krossi og sirsfóðri, gefinn af sama, 4.
Altarispípur af messing (frá sama) ljósa-
söx fylgja, 5. Kaleikur af silfri með patínu,
gylltur innan með útpríklaðri bryggju
uppundir barmi, krotaðri að utan, og
annarri á stéttinni. Þessi gersemi er og
gefin af kaupm. Th. Jakobæus, 6. Klukka,
gefin af sama, hún er á rambaldi í klukkna-
portinu, 7. Korpóralklútur úr flöjeli með
silkifóðri er brýzt upp á dúkinn, hann er
með rós bróderaðri í miðju, lagður utan
með vírsnúrum samt ásettum gulldopp-
um, gefinn af bóndanum Mr. Erlendi á
Stafnesi.
Sá reikningur, sem bóndinn á Hvals-
nesi, Mr. Tómas, er staðið hefur fyrir
kirkjunnar byggingu, afleggur er þessi:
Til undirgrindar af rekaviði 202
áln .......................... 194—36
Eftir framlögðum reikningi sé
önnur byggingarefni.......... 463—80
Fyrir sögun viðarins .......... 7—80
I kost og kaup til smiðsins 180—80
845—20
Af þessari summu eftirgefur Mr.
Tómas nú strax rekaviðarverðið
af kostnaði .................. 194—36
Hefur fengið af sóknarmönnum 10—64
Af utansóknarmönnum gjafir:
1. Frá Brandi hreppstjóra í
Kirkjuvogi ................ 8—64
2. Frá Jóni Snorrasyni í Njarð-
vík .......................... 5—64
3. Af öðrum, hinum og þessum 10—64
228—04
Stendur því til kirkjunnar skuld nú 617d
16sk. Þess ber að geta að kirkjan hefur
hingað til engar sínar tekjur fengið, því
orsakast þar af að ekki er uppgjörður
reikningur þeirrar fyrri kirkju, þó haldið
se að skuld hennar sé rúmlega borguð.
Prófasturinn hefur í áformi að spyrja
stiftið að hreint allir bæir, sem -að lágu
undri Hvalsneskirkju skuli tilheyra þess-
ari nýju, þó allir bæir hafi ei sókt um
leyfi til að byggja þá nýju, sömuleiðis með
hvaða rétti þessi kirkja skuli framvegis
svara, hvort með þeim sama og hin elldri
kirkja.
Ut supra.
Á. Helgason.
S. Einarsson. Tómas Jónsson.“
Tómas sá, sem stóð fyrir þessari kirkju-
byggingu, var kallaður hinn ríki, og er
sagt að hann hafi þá verið eigandi að
Hvalsnesi. Eins og sagt er hér að framan,
er kirkjuklukka meðal þeirra muna, sem
Keflavíkur kaupmaður, 'hr. Jakobsen hafi
gefið. Sú klukka er enn í turni þeirrar
kirkju, sem við minnumst hér í dag og
er nafn Tómasar Jónssonar letrað á hana
ásamt heimilisfangi og ártali sem er 1820.
Er það næsta einkennilegt að gefandi
skuli hafa látið skrá nafn annars manns
á þennan grip, gæti vel verið hér um
vangá að ræða í skráningu vísitasíunnar
og Tómas sé hinn rétti gefandi, en kaup-
maðurinn haft milligöngu um útvegun
klukkunnar og satt að segja hefi ég til-
hneigingu til að álíta það, en bókstafur-
inn „blífur" oftast.
Af öðrum gripum, sem þessari nýju
kirkju voru gefnir eru enn til kaleikur-
inn, korpóralklúturinn og skírnarfontur,
sem var gefinn skömmu síðar.
Þessi kirkja, sem var timburkirkja eins
og áður segir, stóð til 1864. Þá eru orðin
eigendaskipti að Hvalsnestorfunni og er
nú Ketill Ketilsson í Kotvogi í Höfnum,
orðinn eigandi jarðarinnar og árið 1864
lætur hann hefja hér byggingu nýrrar
kirkju á sinn kostnað. Var kirkja sú hin
fyrri af tveim, sem Ketill lét reisa að
Hvalsnesi. Munu þess fá dæmi að einn
og sami maður safi sýnt slíkan stórhug og
rausn og aðeins vegna þess að hann var
eigandi kirkjujarðarinnar, þótt honum að
öðru leyti væri enginn vandi á höndum
viðkomandi söfnuðinum. Árið 1865 gerir
prófastur yfirlit um hina nýbyggðu kirkju
og muni hennar og fer það hér á eftir:
„Ár 1865 þann 2. september, var prófast-
urinn í Kjalarnesþingi staddur á Hvalsnesi
til að aðgæta ástand kirkjunnar. Hún er
alveg ný, byggð á næstliðnum vetri, veg-
legt timburhús sett á staðgóðum grunni.
Hið ytra þak kirkjunnar er af „Skifer“.
Byggingu hennar er hagað þannig:
Aðalkirkjan (miðhlutinn) er 14 álnir á
lengd og 10 á breidd, öll með hvelfingu
yfir, yfir fremri hluta hennar er loft með
4 bitum og 4 stólpum undir, fyrir loft-
inu að innanverðu er grindverk af rennd-
um pílárum póleruðum. Á þessum hluta
‘hússins eru hvers-vegar 9 stólpar með
bakslám, innar af stólunum eru um kring
fastir bekkir og samtals 4 lausabekkir.
Hæð undir hvelfingu á þessum hluta húss-
ins er sem næst 9 álnir. Innar af þessum
hluta hússins er kór upphækkaður um 2
tröppur, 5 álnir á lengd og 6 á breidd með
hvelfingu yfir. 1 honum er eitt gluggafag
hvers-vegar, þar eru grátur af renndum
pilárum með knéfalli allt um kring, altari
og altaristafla er enn nú hið gamla, sem
var í eldri kirkjunni en er pantað nýtt.
Fram af aðalkirkjunni er forkirkja, innan
þilja 3/i alin á hvern veg (enn nú ekki
alþiljuð innan) og upp af henni turn, sem
endar í áttstrendu „spíir“ með sinkþaki á,
hæðin af grunni upp á turninn er 17 álnir.
Framan á turninum er eitt gluggafag með
16 rúðum og þar upp af dyr með vængja-
hurðum fyrir.
Stigar ganga úr forkirkjunni upp á
loftið og þaðan upp í turninn. Hurð fyrir
kirkjunni er enn né hin eldri en önnur
ný er í smíðum. Milli forkirkju og aðal-
kirkju er þil og á því miðju opnar dyr
með boga uppaf, milli kórs og aðalkirkju
eru hliðarstafir fóðraðir og þar uppaf bogi.
Ornamenta eru, auk áður talins: Pré-
dikunarstóll með tröppum uppí, innst að
sunnanverðu í aðalkirkjunni, hann er sá
F A X I — 179