Faxi

Årgang

Faxi - 01.12.1963, Side 51

Faxi - 01.12.1963, Side 51
alls þessa var nú orðiS dimmt af nóttu, en enginn æSraSist samt, enda þótt útlitið væri allt annað en gott og allt í óvissu um það, hvernig ferð þessi mundi enda. Stundu fyrir náttmál lét SigurSur taka niður segl og mæla dýpið aftur, en það varð árangurslaust, því drekinn kenndi ekki grunns fremur en áður. Voru þá sett upp segl og siglt áfram í sömu átt, en eftir örskamma stund vildi það óhapp til, að klýfirinn slitnaði niður, og varS að taka niður siglutréð til að færa þetta í lag. Þeg- ar viðgerð þessari var lokið, var siglan reist að nýju og siglt ennþá í sömu átt. En er liðin var stutt stund frá óhappi þessu, lygndi skyndilega, og það svo, að segl urðu með öllu gagnslaus. Þau voru því tekin niður, en árar út lagðar og ferðinni haldið áfram í suður. Höfðu skipuverjar um daginn rætt um það, að vindur mundi sennilega snúast til suðvesturs, er veðrið lægði, og nú var komið logn. Áfram var nú haldið í þeirri góðu trú, að verið væri á leið til lands, en er róið hafði verið um stund, fór Júlíus Helgason að tala um það við Árna Eiríksson, þóftu- félaga sinn, að sér fyndist vera róið á móti öldunni. En svo var alda lítil þrátt fyrir nýafstaðið ofveður, að enginn skipverja hafði veitt henni athygli fyrr. Kallar Júlíus því til formanns og segir: „Við róum á móti öldunni og hljótum því að stefna til hafs.“ Anzar formaður og segir: „Það er ómögulegt, en athugið þið samt, hvort það geti verið.“ Var það nú gert, og varð sú raunin á, að athugun Júlíusar reyndist rétt. Var þá snúið alveg við og nú róið beint undan öldunni. Menn fara þá að ræða um veðrið, og segir Árni: „Mikið ætlar skaparinn að gera vel við okkur. Nú ætlar líklega að verða blíðuveður.“ Meðan þessar viðræður fóru fram milli skipverj,a kom örlítill andvari, og var bann á eftir. 'Glæddist nú sú von hjá þeim, að nú mundi stefnt í rétta átt, þar sem þeir töldu kaldann vera af suðvestri. Var hásetum sagt að setja upp framseglið, °g rétt á eftir voru sett upp öll segl og leyst úr öllum rifum, en ekki var kaldinn naeiri en það, að varla greiddist úr segl- unum. Nú var farið að birta til í lofti, svo að sást til tunglsins, og er skipverjar höfðu athugað afstöðu þess, sannfærðust þeir um, að nú loks myndu þeir vera á rettri leið. En hvað var nú langt til lands? Það gat enginn gizkað á. En hér fór sem oft endranær, að ekki er Engi til setu boðið á sjó, því að meðan skipverjar voru nú í ró og næði að ráða t" ráðum sínum um ferðalagið, heyrðu þeir allt í einu hvin mikinn fyrir aftan skipið, og í sömu andrá skall á ofsaveður úr þeirri átt eða af suðvestri, því að nú voru þeir orðnir vissir á áttunum. Var þá á svipstundu tekinn niður meiri hlutinn af seglunum, en þau rifuð, sem uppi voru látin vera. Þannig var siglt undan veðrinu, svo klukkustundum skipti. Má nærri geta, að óraleið hefir þar verið farin, þar sem bæði hafaldan og veðurofsinn knúðu skip- ið áfram með sínu tryllta heljarafli. Meðan þessu fór fram, töluðu skipverj- ar margt um það, sem yfir gekk, og varð þá að vonum sumum hugsað til þess í hvern enda þessi ferð rnundi fá. Heyrðist þá einhver tala um að þetta mundi á einn veg fara og sagði við þá er næstir voru: „Sjáið þið ekki feigðina í augunum á hon- um Sigurði.11 Guðni Jónsson fór þá afturí til Sigurðar og segir við hann: „Hvernig heldur þú að þetta endi hjá okkur, Sigurð- ur?“ Sigurður hló við glaðlega og svarar: „Þetta endar vel, ég á margt ógert heima ennþá.“ Þetta svar virtist gefið meira til hughreystingar en af rökvísi, en svo var þó ekki, því Sigurður taldi sig hafa gilda ástæðu til svarsins, sem þó ekki verður getið hér frekar. Loks eftir nokkurra stunda siglingu sást Ijósglampi á stjórnborða, og töldu menn víst, að það væri vitaljós. Leið svo nokkur stund, þar til er ljósið sást aftur. En vissu þeir hvaða viti þetta var? Þó að þeir væru öruggir á áttunum, vissu þeir ekki hvar á hafinu þeir voru staddir, en vonuðu þó, að þeir stefndu til lands einhvers staðar milli Reykjaness og Garðskaga og þeir hefðu séð Reykjanesvita. Var því stefna skipsins sveigð í áttina að ljósinu og hald- ið þannig nokkra stund. Skýrðist ljós- glampinn smám saman, unz vitablossarn- ir sáust stöðugt. Um morguninn, er skipin fóru út, var allmikið af togurum að veiðum á Hafna- leir, og vakti nú einn skipverja máls á því, að vart myndu allir togararnir vera farnir þaðan og ef þeir sæju ljósin á þeim, gætu þeir verið vissir um, að það væri Reykjanesviti, sem þeir sáu og þeir þá verið öruggir um að vera á réttri leið. Féllust allir á, að þetta myndi rétt vera. Að nokkurri stundu liðinni frá þessu samtali sáu skipverjar togaraljósin, sem voru að sjá frá skipinu sem upplýst, fljót- andi borg. Var þá stefna sveigð til bak- borða og haldið beint á ljósaþyrpinguna. + MOS AI K í fjölbreyttu úrvali. Gólfflísar og veggflísar ásamt tilheyrandi lími. Ka u p f é 1 a g Suðurnesj a Járn- og skipadeild. Sími 1505. Húsbyggjendur! Höfum fyrirliggjandi timbur í öllum algengum stærðum. Kaupfélag Suðurnesja Járn- og skipadeild. Sími 1505. Höfum fengið aftur ullargarnið Clarissa Nova. Verð kr. 21.50 hespan (50 gr.). ☆ Það borgar sig að kynna sér verðið á jólavörunum og leikföngunum hjá okkur. ☆ Verzlun Þorléks Benediktssonar Akurhúsum. — Sími 7104. F A X I — 207

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.