Faxi

Volume

Faxi - 01.12.1963, Page 5

Faxi - 01.12.1963, Page 5
1830 34 ára. Fyrr um haustið, þann 12. sept. 1830 varð Maren systir Hans ung stúlka einnig bráðkvdd. Kristín Sæmundsdóttir móðir Marenar í Merkinesi andaðist 20. des. 1842 og Guðni Glafsson er fyrr hafði verið maður Krist- ínar lézt úr mislingum 19. júní 1846. Það sama vor fermdist Maren, f. 9. jan. 1831. Var efnileg, kunni rétt vel, las vel. Hún yar einkabarn foreldra sinna. Næstu þrjú ar var Maren í Merkinesi, en er hún var 18 ára giftist hún skaftfellskum manni, Joni Guðmundssyni frá Götum í Mýrdal °g fluttu þau þá þegar austur í Mýrdal til foreldra Jóns. En hjónaband þeirra varð skammvinnt, því Jón hrapaði til bana þar eystra 26. maí 1851. Voru þau ekki full tvö ár í hjónabandi. Maren gekk þá með annað barn þeirra. Fyrsta barnið var Kristín f. 27. júní 1850, dáin 5. júlí sama ár. Annað barn þeirra var Jón fædd- ur eftir dauða föðurins 8. júlí 1851. Hinn 24. október 1851 giftist Maren í annað sinn Jóni Þorsteinssyni frá Hvammi í Mýrdal, f. 13. jan. 1829 á Hellum í Mýrdal, sonur Þorsteins Jónssonar er síðar bjó í Hvammi °g konu hans Guðríðar Jónsdóttur, sett- ust þau ungu hjónin þá að í Hvammi. 1860 fluttust þau hjónin Maren og Jón Þorsteinsson frá Engigarði í Mýrdal alla letð suður að Garðhúsum í Leiru með fjögur börn sín, Guðna, Þorstein, Jón og Guðríði, og Jón son Marenar. Hefur það verið mikil ferð og örðug, að flytja þessa löngu leið með fimm börn, hið elzta níu ara og hið yngsta á fyrsta ári, yfir þær tuörgu stórár, sem allar voru óbrúaðar. Fyrsta haustið sem þau hjón bjuggu í Garðhúsum ól Maren son, er skírður var Olafur. Tveim árum síðar fæddist þeim kjónum dóttir, 20. október 1862, er skírð vJr Maren, hún andaðist 18. jan. 1863. Vorið 1863, þann 7. maí, andaðist Jón Þorsteinsson maður Marenar „úr yfir- gangandi taksótt“. Það sama ár fóru þeir Þorsteinn og Jón yngri austur í Mýrdal °g Guðni fór einnig austur 1865, voru þeir allir fermdir þar eystra. Maren bjó áfram 1 Garðhúsum og hafði hjá sér yngstu börnin, Ólaf og Guðríði. Til hennar réðst þá maður að nafni Gísli Jónsson, var hann fyrst nefndur vinnumaður en síðar fyrirvinna. Þau Maren og Gísli áttu sam- an tvo sonu: Jón Gíslason f. 28. jan. 1865 °g Hallgrím Gíslason f. 11. maí 1867. 1868 og 69 búa þau Maren og Gísli á Stóra-Hólmi en 1870 eru þau farin að búa i Kötluhól í Leiru, eru þeir Guðni og Jón yngri þá komnir til móður sinnar; Þor- steinn ílentist eystra og varð bóndi og kaupmaður í Norður-Vík í Mýrdal, nafn- kenndur maður. En 1871 hafa auðsæilega gerzt váleg tíð- indi í Kötluhól. Það ár hverfur Maren og öll hjónabandsbörn hennar frá Kötlu- hól en eftir situr Gisli og býr þar áfram með sonum þeirra Marenar. Mér hefur ekki tekist að rekja slóð Mar- enar lengra, en auðséð er á þessu litla yfirliti að hún hefur verið sorgarbarn. Þrjá syni sína verður hún að láta frá sér, er hún missir síðara mann sinn og er hún hverfur frá Kötluhól 1871 fara tvö yngstu börn hennar til vandalausra sitt á hvern bæ, Guðríður að Vesturkoti í Leiru og Ólafur að Krókskoti á Miðnesi og þaðan fermdust þau. Það hafa sjálfsagt ekki verið mikil efni eftir af Merkinesauðnum í liöndum Mar- enar, er hér var komið. Þá hefur stjúpa hennar Elín Þórarins- Hjónin á Vatnsnesi: Bjarnfríður Sigurðar- dóttir og Jóhann Guðnason. dóttir geymt betur sinn hlut. Séra Sig- urður B. Sivertsen ritar svo um hana, er hann færir andlát hennar í prestsþjónustu- bók Utskála. „ . . . ráðdeildarkona, táp- mikil, reglusöm, samhaldssöm, eftirlét miklar eigur einkasyni sínum (óegta) bú- andi á Galmatjörn". Elín lézt 29. apríl 1859. Einkasonur Elínar var Stefán Sveinsson, hann kvæntist Ráðhildi Jóns- dóttur, ekkju eftir Einar Sæmundsson bónda á Kalmannstjörn, en Einar var bróðir Hans fyrra manns Elínar og Krist- ínar móður Marenar. Jón var einnig bróð- ir þeirra, hann varð bóndi á Húsatóftum í Grindavík og afi dr. Bjarna Sæmunds- sonar fiskifræðings. Voru þeir dr. Bjarni og Guðni á Vatnsnesi því þremenningar að frændsemi. Helga Vigfúsdóttir kona Guðna var fædd 13. sept. 1845 á Kjartansstöðum í Skagafirði. Voru foreldrar hennar Vigfús Vigfússon bóndi þar, borgfirðingur að ætt og kona hans María Jónsdóttir. Síðar bjuggu þau á Auðnum i Skagafirði og þar andaðist María 13. febr. 1863, talin 60 ára að aldri. Vigfús fluttist árið eftir að Geirmundarstöðum í Reynistaðasókn með börn sín Elínu, Helgu og Jóakim. Á Geir- mundarstöðum bjó Vigfús síðan. Síðari kona hans var Steinunn Jóhannesdóttir, voru börn þeirra Sigfús, Ragnheiður, Bjarnveig, Guðrún Jóhanna, Ingveldur og Guðný. Bjarnveig fluttist ung til Helgu hálfsystur sinnar að Bakkakoti og þaðan fermdist hún 1886. Bjarnveig var mikil myndarstúlka og rómuð fvrir mannkosti og háttprýði. Hún dvaldist með þeim Vatnsneshjónum þar til hún giftist Árna Grímssyni sjómanni ! Njarðvík. Verður hennar þar getið. Guðný yngsta systir Helgu fluttist einnig suður að Vatnsnesi ung að árum og frá þeim Vatnsneshjónum giftist hún Þorsteini Árnasyni smið og bónda í Gerð- um í Garði. Guðný var mæt ágætiskona F A X I — 161

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.