Faxi - 01.12.1963, Qupperneq 57
vík, og þau eru í sama bókasafnshverfi.
Framkvæmdastjórar sveitarfélaganna,
Sveinn Jónsson bæjarstjóri og Jón Asgeirs-
son sveitarstjóri, telja þó, að samstarfið
gæti verið víðtækara, sérstaklega um allt
það, sem til stórra átaka þarf. Tilfinnan-
legur skortur á vinnuafli háir verklegum
framkvæmdum, en samstarf um kaup og
notkun þungavinnuvéla með sameiginleg-
um vinnuflokkum gæti orðið til hagræðis.
I sumar verður malbikuð 700—800 metra
löng braut á Vatnsnesvegi í Keflavík og
hafa Islenzkir aðalverktakar tekið að sér
það verk. Forráðamenn kaupstaðarins hafa
hug á að ráða bæjarverkfræðing og telja,
að störf hans mundu nýtast betur, ef
Njarðvíkurhreppur stæði einnig að ráðn
ingu hans. Skipulagsstjóri ríkisins hefur
gert heildaruppdrátt að hafnarsvæðinu og
nágrenni, en skipulagsmál og byggingar-
eftirlit sveitarfélaganna hefur verið aðskil-
ið.
Sú skoðun virðist útbreidd, að margvís-
leg málefni eigi að vera sameiginleg til
frambúðar, og þá sérstaklega með það fyr-
ir augum að stuðla að hagkvæmari fjár-
festingu en ella mundi verða. Myndarlegt
félagsheimili er nærri fullgert í Njarðvík,
en fyrirhugað er að reisa annað í Kefla-
vík. Það hefur verið teiknað og því valinn
staður í minna en kílómeters fjarlægð frá
því fyrrnefnda. Ibúar Keflavíkur hafa af-
not af mjög góðum íþróttaleikvangi í
Njarðvík, en annar er í byggingu í Kefla-
vík. A hinn bóginn nota Njarðvíkurbúar
stóra sundhöll í Keflavík. Þessi mannvirki
hvert á sínu sviði munu geta fullnægt
þörfum allra íbúanna á næstu árum. —
Barnaskólar eru eðlilega aðskildir, en
unglingar úr Njarðvíkum stunda nám í
efstu bekkjum gagnfræðaskólans í Kefla-
vík, sem nú hefur fengið ný og fullkomin
húsakynni. Keflavíkurbær hefur nýlega
fest kaup á tveggja hæða húsi, sem er ætlað
sem tómstundaheimili fyrir starfsemi
æskulýðsráðs, fyrir karlakór, fyrir lúðra-
sveit og tónlistarskóla. I ráði er að reisa
hús fyrir slökkviliðsáhöld og verður það
staðsett með tilliti til sameiginlegra nota,
og reyndar er það kallað til starfa um öll
Suðurnes, þegar með þarf.
Hvað landrými snertir, þá er nú svo
komið, að Keflavík hefur ekki til umráða
oema takmarkað byggingarsvæði og á ekki
landið, sem kaupstaðurinn stendur á.
Njarðvíkurhreppur og landshafnarstjórn
hafa hins vegar til umráða landrými og
^rist það í vöxt, að menn búsettir í Kefla-
vík, reki fyrirtæki staðsett í Njarðvíkur-
hreppi. Enda þótt álagningarreglur og út-
svarsstigar hafi verið samræmdir í sveitar-
félögunum, veldur þessi þróun mála tals-
verðum kvíða, einkum þó stjórnendum
Keflavíkurkaupstaðar.
Landfræðilega séð eru Keflavík og Ytri-
Njarðvík eitt byggðarlag. Hins vegar
stendur Innri-Njarðvík með 240 íbúum
nokkuð frá. Hvort þetta byggðarlag á að
vera eitt eða tvö sveitarfélög, er á valdi
íbúanna, viðkomandi sveitarstjórna og Al-
þingis. Astæðan til aðskilnaðarins á árinu
1942 var sú, að íbúum Njarðvíkur þótti að
byggðin þar væri hornreka um fram-
kvæmdir og afskipt um þjónustu, og er
þetta sama ástæðan og ráðið hefur mestu
um skiptingu margra sveitarfélaga á liðn-
um árum.
Svo virðist sem flestir geri ráð fyrir, að
byggðin umhverfis landshöfnina verði eitt
sveitarfélag í framtíðinni. Það væri ekki
óeðlilegt. Ef menn telja æskilegt, að sam-
eining sveitarfélaganna eigi sér stað, væri
rétt að taka til athugunar, hvort ekki
mundi heppilegra að það yrði heldur fyrr
en síðar. Sé talið of langt gengið með al-
gerri sameiningu, væri þá ekki þörf á að
finna skipulegt form fyrir náið samstarf
á ýmsum sviðum milli sveitarfélaganna?
Engar ákveðnar tillögur eru þó á lofti í
þessum efnum, en nauðsynlegt er, að menn
geri sér grein fyrir því, hvernig farsælast
sé að haga framkvæmdastjórn byggðarinn-
ar á hverjum tíma og að vinnubrögð dags-
ins í dag séu einnig miðuð við þarfir fram-
tíðarinnar. En þetta er hluti af stærra við-
fangsefni, sem ekki verður lengra farið
út í að sinni, en það er hin æskilega stærð
sveitarstjórnarumdæmisins, en það er þó
málefni, sem hollt er að hugleiða hverjum
þeim, sem framkvæmdastjórn sveitarfélag-
anna annast.
Unnar Stefánsson.
Slétthreppingar.
Þegar jólin nálgast og menn taka að búa
sig undir að senda kveðjur til vina og vanda-
manna, er gott að muna eftir hinum fal-
legu kortum, sem átthagafélag Sléttuhrepps
gaf út til styrktar Söguskráningu sveitar-
innar. Er þar um mikið og kostnaðarsamt
verk að ræða og því nauðsynlegt að leggja því
til nokkurn tekjustofn, enda sá tilgangur-
inn einn með útgáfu fyrrnefndra jólakorta.
Kortin eru hin smekklsgustu, skreytt
myndum úr hinu tignarlega og ægifagra
landslagi Hornstranda, — héraðsins, sem nú
er að leggjast í auðn. Kort þessi eru til sölu
í Kaupfélagi Suðurnesja og heima hjá Sig-
urði Sturlusyni, Faxabraut 41D Keflavík.
*
Matarlegt og
jólalegt í
FAXABORG
I
i
Hveiti í 25 kg. sekkjum
og allt til bökunar.
★
Allar hreinlætisvörur.
★
Dilkakjöt I. og II. flokks
í sk’ökkum og pörtum.
Norðlenzkt hangikjöt.
Gott saltkjöt.
★
Niðursoðnir ávextir.
Allar tegundir. — Lágt verð.
Þurrkaðir áveðtir í lausu.
Sveskjur og Rúsínur
með tollalækkun.
j Delecios epli og Appelsínur
með tollalækkun.
★
Jólakerti . Jólapappír
Allskonar jólasælgæti.
Konfektkassar til jólagjafa. !
★ !
Japanskir Bangsa', stórir I
Japanskir bangsar, stórir og
myndarlegir, mjög ódýrir.
★
Verzlið tímanlega og pantið tíman-
lega fyrir jólin. Vörusendingar um
allan bæinn og nágrenni. Sérstakar
jólasendingar verða sunnud. 22. des.
FAXARORG
Sími 1826.
JAKOB SMÁRATÚNI
i------------------
F A X I — 213