Faxi - 01.12.1963, Blaðsíða 63
Kristinn Reyr:
SÖNGBOÐAR
I upphafi voru útsynningur,
austanvndur og norðan
ásamt með undirleik
öldu.
Þq sögðu menn: Verði kór,
og það varð
Karlakór Keflavíkur.
Og eftir œfingavetur
kom ofurnýtt vor.
Hvítur kollur á húfu,
svo hvítur,
og húfa við húfu
á Hafnargötu,
svo heilnótuhvítar
í heiðríkjunni.
En hjarta manns sló í spurn:
Var hátíð í vœndum,
himneskir söngvar í nánd?
Og tilveran gekk í takt
við tlhlökkun manns.
(Flutt í
v._______________________________
Nýjar bækur
frá Ægisúf-gáfunni
Út er komin hjá Ægisútgáfunni ný bók eftir
Stefán Jónsson fréttamann. Heiti bókarinnar
°r: „Þér að segja“ og er hér um að raeða ævi-
sögu Péturs Hoffmanns Salómonssonar. Er
Þetta þriðja bók Stefáns og stærst í sniðum.
í’rásögnin er hröð og skemmtileg eins og í
fyrri bókum Stefáns. Hispurslaus frásagnar-
Sleði samfara góðlátlegri kímni gerir bókina
lœsilega. Og ævintýri Péturs Hoffmanns
svíkja engan.
Bækur Stefáns, sem áður eru út komnar
®ru: Krossfiskar og Hrúðurkarlar, sem kom
ut 1961 og seldist upp á skömmum tíma, og
sama máli gegndi um bók Stefáns, „Mínir
menn“, sem út kom í fyrra. Hún hvarf einnig
Ur bókabúðum á fáum dögum. Ef þessi nýja
bók Stefáns „Þér að segja“ fær eins góðar
yiðtökur og fyrri bækur hans, og hver efast
Urtl að svo verði, þá þarf útgefandinn heldur
ekki að kvíða útkomunni.
®*á hefir hin mikilvirka Ægisútgáfa sent
Gaman að hafa gengið til œfinga
með gleði tónsins í huga.
Gaman að ganga
í guðmóði á svið
með veitula söngva í vitund.
Gaman að vera Guðmundur Norðdahl.
I upphafi voru útsynningur,
austanvindur og norðan
ásamt með undirleik
öldu.
Síðan áratugs söngur,
og sál manns á músísku plani.
Því segja menn: Lifi kór,
og það er
Karlakór Keflavíkur.
Auðgið enn mannlíf unaði söngsins.
Upp með tenorinn, niður með bassann.
Upp og niður með allar raddir,
út og suður með programið vorsins,
mosso, tempo di marcia, líka
maestoso da capo al fine.
Heillið sérhvern, er hefur eyru
að heyri og njóti, verði að meiri
unnandi Ijóða og œðri hljóma
ár og vordaga. Syngið heilir.
afmælishófi K. K. K., 30. nóvember 1963).
frá sér eftirtaldar bækur, sem að dómi þeirra,
sem hafa kynnt sér efni þeirra, eru hver um
sig likleg til að geta orðið metsölubók.
Fyrst skal þar nefna bókina „Töfrar íss og
auðna“ eftir Ebbe Munch. í bók þessari lýsir
höfundur ferðalögum ýmissa rannsóknar-
leiðangra um hinar hrikalegu og lítt könn-
uðu hálendisauðnir Grænlands. Bókin er í
senn spennandi og ævintýraleg.
Onnur bókin heitir „Undir fönn“ eftir Jónas
Árnason. Fjallar hún um gleði og sorgir
manna og dýra og um sambúð þeirra við
móður náttúru. Engum leiðist, sem velur sér
þá bók til lestrar, enda höfundurinn löngu
orðinn þjóðkunnur af fyrri verkum sínum.
Þriðja bók Ægisútgáfunnar nefnist „Hjúkr-
unarneminn" og segir frá ungri og metnaðar-
gjarnri forstöðukonu á sjúkrahúsi, sem er
leynilega trúlofuð yfirlækninum. Er þetta
mjög heillandi skáldsaga eftir Renée Shann.
Fjórða bókin er einnig skáldsaga og ber
nafnið „Ást og örlög“. Höfundur nefnir sig
Jón Magnússon, sem er dulnefni. Það sem
einkum er nýstárlegt við þessa bók er, að
síðar verður e. t. v. stofnað til getraunar um
hvert sé hið rétta nafn höfundar og svo mikið
má víst segja, að hann er meðal þekktari ísl.
rithöfunda. — Söguefnið er í slenzkt og spenn-
andi.
Undir Garðskagavita.
Bókinni er skipt í tvo meginhluta. Hinn fyrri
nefnist: Liðnar aldir líða hjá. I honum er
rakin saga héraðsins, þ. e. hins forna Rosm-
hvalaneshrepps og síðar Garðsins og Leir-
unnar, allt frá Landnámstíð til vorra daga.
Mun ekki vera margt eftir, er markvert get-
ur talizt, úr þeirri byggðarsögu. Þar er rak-
inn ferill margra manna, sagt frá sjávar-
útvegi, verzlunarháttum og verzlunaránauð,
Bessastaðavaldinu, „kóngsþrælnum“, 35 Út-
skálaklerkum, vermannalífi, Kirkjubóls-
brennu, drápi Kristjáns skrifara, ofviðrinu,
þegar Bátsendakaupstaður sópaðist burt, frá
vopnaburði Garðverja, hjáleigufólki, fjöl-
kynngi, Skagagarðinum fræga, þjóðhátíðinni
á Skagatá 1874, mönnum og atburðum á 19.
öldinni, svo að nokkuð sé nefnt.
Síðari hlutinn nefnist: Meðal samtíðar-
manna. Hann er að mestu í samtalsformi. Höf-
undur hefur hitt fjölda manna að máli á
sögusviði bókarinnar, lýsir fólkinu, sem hann
ræðir við, rekur atburði úr sögu einstakra
manna og héraðsins í heild. Segir þar frá
hinni miklu uppeldisstöð skipstjóra, sjósókn-
ara og aflamanna, glímu þerira við Ægi,
hrakningum, háskalegum minningum, veiði-
þjófnaði, fyrstu landvörnum á íslandi, en þær
hófu Garðverjar, fyrstir íslendinga. Þar er
langt og ýtarlegt samtal við Eggert á Sigur-
páli og sagt frá aflabrögðum hans, einnig
rakinn skipstjórnarferill hans. Viðtöl eru þar
við Guðmund á Rafnkelsstöðum, Halldór í
Vörum, Jóhannes á Gauksstöðum, Gísla á
sólbakka, Þorvald Þorvaldsson frá Kothús-
um, Árna Boga, en þann kafla las höf. í út-
varp fyrir nokkru, Sigurberg vitavörð og fjöl-
marga aðra. Þar er kafli, sem nefnist: Kveðið
á Skaga. Þar eru talin upp skáldin á Skaga,
allt frá latínuskáldinu, séra Þorsteini hinum
fjölkunnuga, til skáldkonunnar í vitanum,
einnig birt margt af vísum og ljóðum.
Bókin er á 4. hundrað blaðsiður að stærð,
en myndir um 70 alls, margar þeirra fáséðar.
Bókin er rituð að tilhlutan nokkurra Garð-
verja, en Guðmundur Jakobsson, — Ægis-
útgáfan, — gefur bókina út. Er vel til útgáf-
unnar vandað, eins og allt, sem þaðan kemur.
Þetta er sérstæð, lífleg og læsileg bók og
ekki ólíklegt að Suðurnesjamenn geri hana
að sinni jólabók, svo mjög er hún fyrir þá
skrifuð. Höfundur bókarinnar er hinn þjóð-
kunni rithöfundur, Gunnar M. Magnúss.
Einu sinni var það í Grindavík, fyrir all-
mörgum árum, að húsmóðir nokkur er Mar-
grét hét, bað vinnukonu sína að skreppa upp
að Krosshúsum og fá lánað nautið handa
kúnni, það mætti ekki draga það lengur.
Þegar vinnukonan kom að Krosshúsum og
hafði fundið bóndann, bar hún upp erindið
á þessa leið:
— Ég átti að fá lánað nautið handa henni
Margréti, hún er búin að liggja niðri í þrjár
vikur.
FAXI — 219