Faxi

Årgang

Faxi - 01.12.1963, Side 53

Faxi - 01.12.1963, Side 53
Hvassviðrið var hið sama, en nú var orð- ið bjart til lofts. Nú leið ekki á löngu, unz komið var allnærri togurunum, og vildu þá sumir af hásetum endilega leitast við að leggjast að einhverjum þeirra í þeirri von að bjarg- ast þar um borð og enda svo hina ægilegu S1glingu, sem nú stóð yfir. En formaður- mn, Sigurður Olafsson, kvaðst ekki vilja hætta á það, þar sem sjór var svo úfinn °g illur, að togararnir stungust nálega á endann, er þeir andæfðu móti veðrinu, en hins vegar sagðist hann treysta sér til að lenda í Kirkjuvogi í Höfnum, því að þar hafði hann róið áður á vertíðum og var því vel kunnugur lendingunni. Réð hann því af að sigla gegnum togaraþvöguna. Það sáu þeir félagar og heyrðu, að stéttar- bræður þeirra á togurunum höfðu orðið þeirra varir, því þeir sáu viðbúnað um borð til að taka á móti þeim, og einn tog- arinn tók sig upp og fylgdi þeim drjúgan spöl. Eftir skamma stund frá því, er þeir sigldu gegnum togaraflotann, lentu þeir heilu og höldnu í vörinni í Kirkjuvogi og yar þá mjög liðið að óttu. Voru þá liðnar 16 klukkustundir frá því er sett voru upp segl út við Eldey, og hafði alltaf verið ofsaveður nema í hinu stutta hléi, meðan skipti um áttir. Aldrei sleppti Sigurður Olafsson hendi sinni af Stýrinu, fyrr en skipið lenti. Guðjón í Landlist hafði boðið Sigurði að hvíla hann við stjórnina, en Sigurður yildi það eigi. Þá settist Guðjón á „bit- ann“ nálægt honum og kvað rímur öðru hverju. Er þeir voru að landi komnir, vildu há- setar setja skipið frá sjó og láta það ekki hrotna í flæðarmálinu, fyrst það kom heilt að landi, því að ekkert áfall hafði það kngið í ferðinni þrátt fyrir hamfarir storms og sjávar, og bar þar einkum tvennt til auk handleiðslu forsjónarinnar, 1 fyrsta lagi það, að ferð skipsins var svo oúkil, að það hljóp af sér hvern sjó, og í öðru lagi það, að snilld Sigurðar við stjórn skipsins var með þeim ágætum, að há- setar hans úr þessari ferð, þeir sem enn hfa, sumir nær áttræðir, segjast aldrei hafa reynt aðra eins á neinu skipi. En er há- setar ræddu um að setja upp skipið, sagði ^'gurður, að þeir skyldu fara heim til bæja 0g láta þá, sem í landi voru, bjarga skipinu. Gengu þeir frá því, þar sem það í fjörunni og fóru heim að Garðhúsum þar í hverfinu og vöktu upp hjá Hjalta lónssyni. Hann var þá ekki heima, en kona hans og heimilisfólk veitti hinum sjóhröktu mönnum ágætan beina. Meðan skipverjar voru að hressa sig eft- ir allt vosið og erfiðið, var þeim sagt, að búið væri að setja skip þeirra upp í naust. Höfðu Hafnamenn brugðið við skjótt, þótt hánótt væri, og bjargað skipinu frá sjó. Eftir dálitla hvíld í Garðhúsum voru þrír af skipshöfninni sendir af stað heim til að láta fólk þar vita, að skipið væri lent með allri áhöfn við góða líðan. Gengu þeir inn fyrir Osabotna, sem skerast inn milli Hafna og Miðness, og svo út eftir allri ströndinni. Voru þeir að líta eftir, hvort nokkuð sæist, sem bent gæti á afdrif skipsins, sem Páll Magnússon stýrði, en um það vissu þeir ekkert frá því að aflíð- andi nóni um daginn. Voru þeir mjög hræddir um, að það hefði farizt, þar sem það var fremur Htið skip. En þeir fundu ekkert, sem bent gæti til þess, enda var það ekki heldur von, því að það skip skilaði líka allri sinni áhöfn óskaddaðri, þótt ekki kæmi það heilt að landi. En það er önnur saga. Sendimenn komu inn í Hvalsneshverfi laust fyrir miðjan morgun. Var þá liðinn nálægt sólarhringur frá því, er skipin lögðu úr vör í þessa minnisstæðu Eldeyjarferð. Aðrir skipsmenn gengu heim til sín síðar þann sama dag, og urðu þar fagnaðar- fundir. Lýkur hér að segja frá ferð Sig- urðar Ólafssonar og manna hans. (Ofanrituð frásögn er skráð um 1940 eftir frásögnum manna þeirra er þá voru enn á lífi af skipshöfn Sigurðar Ólafssonar. Frásögn af hrakningum Páls Magnússonar í þessari sömu ferð, er að finna í Lesbók Morgunblaðs- ins 1948 (jólablaði) eftir Magnús Þórarinsson, er var einn af skipverjum Páls í þessari ferð). TIL JÓLAGJAFA MORGUNSLOPPAR UNDIRF ATN AÐUR PEYSUR . TÖSKUR KJÓLAR . HANZKAR DRENGJAFÖT DRENGJASKYRTUR DRENGJAVESKI BARNA-NÁTTFÖT UNGBARNAFATNAÐUR PEYSUR í MIKLU ÚRVALI HERRAFÖT OG FRAKKAR SKYRTUR . BINDI . SOKKAR HERRAVESTI . TREFLAR OLD SPICE GJAFAVÖRUR KVENKÁPUR BLÚSSUR FONS F A X I — 209

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.