Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1963, Blaðsíða 17

Faxi - 01.12.1963, Blaðsíða 17
að lána mér ekki viljuga hesta — enda nuin ég hafa beðið um það — því að ég vildi lifa — þótt mér væri að vísu kunnugt um, að foringja skal fremur hafa til frægð- ar en langlífis, en ég var þá formaður kennarafélagsins — og svo hitt, að Grind- vikmgar vildu ekki missa sinn ágæta skólastjóra, fyrr en Einar vinur minn Einarsson hefði lokið kennaraprófi. Fund- irnir voru alltaf haldnir í Keflavík. Þeir voru yfirleitt vel sóttir, þótt samgöngur væru ekki eins greiðar og nú. Félagslíf var ágætt og mörg merk mál rædd og tekin til meðferðar. — Félagið gerði m. a. tilraun með nýja aðferð til að prófa radd- lestur. Tókst hún svo vel, að aðferðin var tekin upp við fyrsta landspróf í radd- lestri vorið 1930, og hefur verið notuð síð- an lítið eða ekkert breytt við öll landspróf ! þessari grein, og ég held reyndar líka öll raddlestrarpróf, sem einstakir skólar kafa staðið að. Mundi ég því eiga talsvert tnni, ef höfundarréttur prófaðferðar væri slíkur sem annar höfundarréttur. Það er ekki tími til að nefna fleiri mál, sem félagið hafði með höndum, enda veit eg ekki um þau öll, því eftir að ég flutti af félagssvæðinu haustið 1929, fylgdist ég lítið með störfum og lífi félagsins. En ég saknaði þessa félagsskapar, eftir að ég varð kennari við Hafnarfjarðarskóla, og beitti mér fyrir stofnun kennarafélags þar. Seinna reyndi ég að hafa uppi á fundar- gerðarbók félagsins. En mér hefur ekki tekizt það. En viti nokkurt ykkar til nennar, vona ég að henni verði haldið til haga. Eitt tel ég mig þó vita með vissu, að felagið sé dautt og hafi verið það, þegar þetta félag var stofnað. Tel ég því ekki of mælt, að segja mikið afrek að láta þetta felag lifa og dafna í 25 ár, jafn ágætir tnenn sem stóðu að stofnun og störfum hinna kennarafélaganna. Þá vík ég aftur að þriðja þættinum — þakkarorðunum, sem ég frestaði um stund. Vil ég ekki láta þetta tækifæri úr hendi sleppa til þess að þakka félaginu frábær- lega fagra og höfðinglega afmælisgjöf, sem það sendi mér 1961. — Má því segja, að það sé nokkuð langt um liðið frá því að ég þáði gjöfina og þar til ég flyt félaginu þakkir mínar. Hef ég að sjálfsögðu þakk- að hana einstökum félagsmönnum — og rninnzt á hana í Faxa, en ekki haft tæki- feri til að vera á fundi með félaginu einu saman fyrr en nú — og veldur þar nokkru um hin nýja aðild félagsins að fjölmenn- ari kennarasamtökum. En gjöfin gleymist ekki, þótt stundir líði. Hún er þess eðlis og þannig úr garði gerð, að hún fyrnist ekki. Hún er mér eins ný í dag og þegar ég tók á móti henni og þó enn kærari. Þess vegna flyt ég félaginu þakkir mínar í kvöld af eins miklum innileik, og þótt ég hefði fengið fyrr tækifæri til þess. En gjöf- in er eins og þið vitið, myndskreyttur borðlampi, forkunnarfagurt listaverk, lík- lega ein mesta gersemi í borðlampa, sem snillingurinn Ríkarður Jónsson hefur gert, enda mun listamaðurinn sjálfur líta þann- ig á. Og sé það satt — sem ég efa ekki — að hver sé sínum gjöfum líkastur, þá er vitnisburður þessarar höfðinglegu gjafar um þetta félag fagur og tvímælalaus. — Hitt er svo annað mál, að ég er ekki mak- legur þessarar höfðinglegu góðvildar. En líklega finnst mönnum mest um þá góð- vild, sem þeir finna með sjálfum sér, að þeir hafa ekki unnið til — en hefðu þó svo hjartans fegnir vilja gera það. Kannske er lampi eitt táknrænasta merki kennara og kennarafélags. Manna, sem reyna að tendra ljós þekkingar og mann- dóms í huga æskunnar — ljós, sem á að lýsa ævibraut einstaklingsins — og verða hverri kynslóð þjóðarinnar leiðarljós um margbreytta vegu. A lampanum mínum er útskorin mynd af forkunnarfagurri konu með leitarljós, sem hún ber í styrkri hendi. Hún stendur djarfleg, einbeitt og spyrjandi á svip fyrir framan hásæti krýndrar gyðju. Og erindið er skráð á grunn salarins, með norrænum rúnum, og er einn stafur á hverjum steini. En það er dálítið erfitt að stauta sig fram úr þessu þjóðlega letri, enda ekki ætlað til prófs í leshraða. En það tekst samt að tengja þessa stafi saman í atkvæði, orð og setningu. Steinarnir fá mál og spyrja: Hvar er lífsins lind? Setningin er tekin úr Alfa- gulli og myndin reyndar líka, þótt hún sé ekki af neinu sérstöku atviki úr sögunni — heldur grundvallarhugmynd, útfærð af snillingi á myndrænan hátt. En hún minn- ir jafnframt á hina sífelldu leit mannsins að sannleika, göfgi og hamingju, að sönn- um lifandi manni. Allir kannast við söguna um gríska spekinginn, sem gekk með logandi ljós um sólbjarta daga um fjölförnustu stræti Aþenuborgar til þess að leita að manni. Sé sú leit fremur hlutverk einnar stéttar en annarrar, þá er hún hlutverk kennara- stéttarinnar, leitin að sönnum manni í hverjum nemanda, vekja hann til dáða, göfgi og góðra starfa. Eg hef minnzt hér á þessa mynd — til að vekja forvitni þeirra á lampanum, sem ekki hafa séð hann, í von um að þeir líti þá fremur inn, ef þeir eiga leið hjá. Þakkir mínar til félagsins eru seint á ferð. En það er líka táknrænt fyrir kenn- ara. Þeim eru yfirleitt seint þökkuð mikil verk og góðar gjafir. Fræjum, sem sáð er í hugi ungra nemenda eru sein að koma upp og langt að bíða uppskerunnar, og því koma þakkirnar oft svo seint — og stundum gleymist líka sáðmaðurinn. Og ljósin, sem tendruð eru í hugum og hjörtum barna, eru lengi að glæðast svo að þau beri verulega birtu. Þau geta líka orð- ið að björtum loga í helgum lundi, sem brennir ekki, en lýsir og yljar umhverfið. Hvort sem það er fjölmennt þjóðfélag eða fámennt stéttarfélag — víðlent ríki eða þröng kennslustofa, heimili eða hugskot einstaklings — þjóðhöfðingja eða um- komuleysingja — öldungs eða vaxandi barns. Að svo mæltu færi ég ykkur í einu orði dýpstu þakkir fyrir öll kynni og sam- skipti og árna félaginu allra heilla, mik- illa starfa og langra og bjartra lífdaga. % eáiLeg 5j óL við lestur q ó ð r a bókc? Bókabúð Keflavíkur F A X I — 173
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.