Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1963, Blaðsíða 55

Faxi - 01.12.1963, Blaðsíða 55
Keflavíkurkaupstaður og N j arð víkurhreppur Sveitarfélög í hnotskurn Meðal þeirra sveitarfélaga, sem örast hafa vaxið að íbúafjölda á umliðnum tveimur áratugum, eru Keflavíkurkaupstaður og Njarðvíkurhreppur. Ibúatalan í Keflavík hefur meira en þrefaldazt frá árinu 1942 og ef litið er á sveitarfélögin sem heild, hefur íbúatalan 1 þeim fjórfaldazt síðan í stríðsbyrjun. Keflavíkurkauptún var á árinu 1908 greint frá Rosmhvalaneshreppi og sam- einað Njarðvíkurhreppi og hét síðan Keflavíkurhreppur, og það ár kom fyrsti vélbáturinn í plássið. Byggðin óx síðan upp kringum sjósókn og vélbátaútgerð fram að stríðsbyrjun. A árinu 1940 er íbúa- talan 1338. Með byggingu flugvallar flutt- ist margt verkafólk til Keflavíkur og ná- grennis. Njarðvíkur urðu sérstakt sveitar- félag með lögum, sem tóku gildi hinn 1. janúar 1942. Við skiptinguna voru 1444 tbúar í Keflavíkurhreppi en 278 í Njarð- víkurhreppi. Tíu árum síðar, hinn. 1. des. 1952, voru búar Keflavíkur 2630 og Njarð- víkur 644. Keflavík hlaut kaupstaðarrétt- indi 1. apríl 1949 og er nú fimmti stærsti kaupstaðurinn á landinu með 4819 íhúa hinn 1. des. 1962. Og þá voru í Njarð- víkurhreppi 1320 íbúar, svo samanlögð íbúatala sveitarfélaganna er því 6139. Enda þótt varnarliðsframkvæmdir hefðu dregið til sín nokkuð vinnuafl á árunum 1953 og 1954, hefur vélbátaútgerðin þó um- fram annað stuðlað að vexti byggðarinn- ar. Keflvíkingar eiga nú 55 fiskibáta. Eru flestir þeirra nýlegir og margir alveg nýir. Líður vart sá mánuður, að ekki bætist við bátur í þennan myndarlega fiskiskipaflota. Eru þeir allt að 200 tonn að stærð. A vetr- arvertíðum eru einnig gerðir út nokkrir aðkomubátar, en hafnarskilyrði hafa tor- veldað sjósókn. A þessu er nú að verða gjörbreyting. Alþingi hefur samþykkt lán- tökuheimild fyrir landshöfnina í Njarð- vík og Keflavík, og framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir, að unnið sé á þessu ári fyrir 7 milljónir króna við hafnargerðina. Heildarkostnaður er áætl- aður 35 milljónir króna, og á henni að verða lokið á árinu 1965. I fyrsta áfanga verður gerð bátakví í Njarðvík, en síðar munu hafnargarðarnir þar ásamt bryggj- unum á Vatnsnesi í Keflavík mynda lands- höfnina. Munu þá geta rúmazt þar á ann- að hundrað fiskibátar. Akvæðin um landshöfn í Njarðvík byggjast á lögum frá árinu 1946. Samkv. þeim keypti ríkissjóður þáverandi hafnar- mannvirki og aðliggjandi land fyrir at- hafnasvæði hafnarinnar. Hafnarstjórnina skipa 5 menn, þar af eru þrír kjörnir af Alþingi, en tveir af sveitarstjórnunum í Keflavík og Njarðvík. Ráðherra skipar hafnarstjóra. A landshafnarsvæðinu eru nú í bygg- ingu mörg fiskverkunarhús, svo hvorki virðist vanta veiðitæki né verkunaraðstöðu á landi til að unnt sé að hagnýta sem bezt þá bættu aðstöðu, sem hafnarmannvirkin skapa. Hafnargarðarnir eru byggðir út frá tveimur sveitarfélögum, en þeir verða tengdir með breiðvegi á hafnarbakkanum. Með byggingu fiskiðjuvera á hafnarsvæð- inu tengist byggðin saman og verður ó- slitin. Þetta má skilja bókstaflega. Þannig er Fiskiðjan h.f. að reisa stórt mjölgeymslu- liús, sem stendur að hálfu í Keflavík og að hálfu í Njarðvíkurhreppi. Sameining byggðarinnar hefur þó ekki hingað til leitt af sér nein teljandi vand- kvæði í sambúð sveitarstjórnanna. Milli þeirra er ágætt samstarf á ýmsum sviðum, til dæmis um sorphreinsun og rafveitu- framkvæmdir. Þau eru í sama læknishér- aði, standa ásamt öðrum hreppum á Reykjanesi að rekstri sjúkrahúss í Kefla- Þessi grein birtist í tímaritinu Sveitar- stjórnarmál á s. 1. sumri. Þótt hún sé skrifuð af utanhéraðsmanni, er hún hin athyglisverðasta og vel þess verð að koma fyrir almenningssjónir í þess- 11 m hyggðarlögum. enda er þar fjallað um málefni, sem vert er að taka til athugunar fyiæ en seinna, þ. e. sam- ciningu eða náið samstarf milli Njarð- víkur og Keflavíkur, sem að margra aliti yrði háðum þessum hyggðum fyr- *r beztu. Mcð þctta í huga hef ég feng- >8 Ieyfi greinarhöfundar til að birta hér í Faxa þessa ritsmíð. — Ritstj. Myndin sýnir stórhýsi, sem risið hafa a landaskilum Keflavíkur og Njarðvík- Ur- Keflavíkurhöfn blasir við, hún verður senn hluti af stærri höfn, lands- böfn. F AXI — 211
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.