Faxi - 01.12.1963, Blaðsíða 37
aður 2. nóv. 1945. Til þessa hátíðafundar, sem
haldinn var í Aðalveri, komu auk Rótarý-
félaga úr Keflavík og kvenna þeirra, um-
dæmisstjórinn Steingrímur Jónsson og kona
hans, 17 Rótarýfélagar úr Kópavogi og konur
þeirra, Kári Faaberg Rótarýfélagi frá Sel-
fossi og kona hans. Forseti Rótarýklúbbs
Keflavíkur, Jón Tómasson, mælti til gestanna
og fagnaði . komu þeirra. Sérstaklega bauð
hann velkomna Guðnýju Asberg, ekkju E.
O. Asberg, sem var einn af fyrstu félögum í
klúbbnum.
Steingrímur Jónsson, umdæmisstjóri, flutti
minni Rótarý, en Lára Arnadóttir kona hans
minni Suðurnesja. Valtýr Guðjónsson, fyrrv.
bæjarstj. flutti minni kvenna og séra Björn
Jónsson minni Islands.
Gísli Þorkelsson, verkfræðingur, varafor-
seti Rótarýklúbbs Kópavogs flutti einnig ræðu
og hvatti til aukinna kynna milli þessara
byggðarlaga.
Góður rómur var gerður að ræðum þeirra
og undirtektir staðfestar með söng.
Eftir að borð voru upp tekin, sá afmælis-
nefndin um nokkur skemmtiatriði, síðan stíg-
inn dans. Stallari klúbbsins, Kristján Guð-
laugsson, hafði valið með sér til starfa í af-
mælisnefnd þá Helga S. Jónsson og Kristján
Höiriis og leystu þeir ágætlega sitt hlutverk.
Eitt af stórmerkjum aldarinnar.
Að morgni þess 14. nóv. s.l. hófst gífurlegt
neðonsjávargos um 3 sjómílur suðvestur af
Geirfuglaskeri við Vestmannaeyjar á 120 m
djúpu vatni. Hefir gosmökkurinn risið í 6—8
km hæð, enda hefir til hans sézt víðs vegar
að af landinu. Gosið hefir staðið linnulaust
síðan það hófst og er nú risin þarna allmikil
eyja, yfir 120 metra há og um 890 metrar á
lengd. I þessum mikla gosmekki sjást annað
veifið miklar eldglæringar og nokkurt ösku-
fall hefir orðið í Eyjum af völdum gossins,
en jarðskjálfta hefir ekki orðið vart. Að sögn
þeirra er gerst þekkja, er þetta talið vera
5. gosið í hafi hér við land, sem er vitað og
eru nú liðin 67 ár frá því síðasta sambæri-
lega gosið átti sér stað. Telja fróðir menn
fremur ólíklegt, að eyja þessi fái staðist átök
úthafsöldunnar, nema skamma hríð, fremur
en aðrar stöllur hennar frá liðnum tímum.
Byggðasafn Keflavíkur
var stofnað 17. júní 1944 á vegum Ung-
mennafélagsins, sem kaus þá og jafnan síð-
an sérstaka byggðasafnsnefnd úr sínum hópi
til þess að vinna að tilorðningu safnsins.
Engir sjóðir eða styrkir fylgdu byggðasafns-
nefnd úr hlaði. En velvilji og skilningur bæj-
arbúa á söfnunarstarfi nefndarmanna hefur
mörgum góðum og fátækum grip bjargað frá
glötun, eins og páskasýningin í glugga Bóka-
búðarinnar í fyrra bar ljóslega vott um.
Á yfirstandandi ári veitti bæjarstjórn
Keflavíkur 50.000,00 króna styrk til safnsins
og er sá skilningur á gildi safnsins þakkar-
verður. Að ósk byggðasafnsnefndar hefur
bæjarstjórn ennfremur tilnefnt tvo menn í
nefndina. Geymsluhúsnæði er þegar fengið,
upptökutæki á næstu grösum og sýning fyrir-
huguð á næsta ári.
Nefndin óskar enn sem fyrr, og þó í ríkara
mæli en áður samstarfs við bæjarbúa um
varðveizlu eða afhendingu gamalla bóka,
mynda og muna.
Kastið ekki gömlum grip. Brennið ekki
gamlan grip. Hafið heldur samband við
Byggðasafnsnefnd. Munið, að margt smátt
gerir eitt stórt.
Verum samtaka um að auka við muni
safnsins. I byggðasafnsnefnd eru:
Helgi S. Jónsson, form., Skafti Friðfinnsson,
Olafur A. Þorsteinsson, Guðleifur Sigurjóns-
son og Kristinn Reyr.
Aðalstöðin h.f. 15 ára.
Tíminn brunar áfram. Fyrir réttum 15
árum stofnuðu 12 bifreiðastjórar í Keflavík
Aðalstöðina h.f.. Smátt var af stað farið. Húsa-
kynnin lítil og hitað upp með einum olíu-
ofni. Stöðin hóf starfsemi sína fyrst á Hafn-
argötu 13, þar sem nú er eitt af útibúum
félagsins, en aðal bækistöðin er nú á Hafnar-
götu 86 og útibú á Keflavíkurflugvelli. Aðal-
stöðvarbílar voru í fyrstu 12 en eru nú 51
og af þeim eru 38 með talstöðvar, sem er
mikil öryggisbót og skapar viðskiptavinum
stöðvarinnar mikil þæigndi.
I fyrstu hafði stöðin aðeins 2 stúlkur í
vinnu, en nú er starfsliðið fyrir utan bifreiða-
stjóra um 20 manns.
Fyrsta árið eru greidd vinnulaun um kr.
40 þúsund, en árið 1963 greiðir fyrirtækið
starfsfólki sínu um 2 milljónir. Bensínsala á
fyrsta starfsárinu var sem svarar til þess er
félagið selur nú á 15—20 dögum.
Ýmsir hafa verið í stjórn stöðvarinnar frá
fyrstu tíð, en formaður félagsstjórnar hefir
frá upphafi verið Haukur H. Magnússon, sem
segja má að hafi ætíð verið hinn knýjandi
kraftur þessa félagsskapar, enda sýnir hin
langa stjórnarforusta hans, að félagsmenn
hafa æ borið til hans mikið og verðskuldað
traust. Með Konum í stjórn eru nú eftirtaldir
menn: Ketill Jónsson, varaform., Leifur S.
Einarsson, ritari, Einar Júlíusson og Gunnar
Kristjánsson meðstjórnendur.
Hin nýja eyja suðurvestur af
Geirfuglaskeri. Gosið liggur
mðri þessa stundina og gíg-
urinn sést gi’einilega.
F A X I — 193