Faxi

Árgangur

Faxi - 01.05.1982, Blaðsíða 15

Faxi - 01.05.1982, Blaðsíða 15
Stóru-Vogaskóli. Að veita barnaskóla þeim er í sumar var byggður í Norðurkoti hér í hrepp styrk (Heimild: Bréf sr. Árna hjá Ólafi Þ. Kristjánssyni). Kennslutæki skólanna tveggja, þ.e. Norðurkots og Brunnastaðaskóla I skólaskýrslu eftir veturinn 1895 er skráð að eftirtalin áhöld séu í eigu skólans: Harmonium nýtt, virt á 120 krón- ur, nýr uppdráttur af íslandi, virtur á 6 krónur, geografiskeanskuels- istabeller (landakort) ný, virtar á 6 krónur, Evrópukort, nýtt, virt á 12 krónur, tellurium (jarðlíkan) nýtt virt á 16 krónur, kynflokkamynd, ný, virt á 2 krónur og smærri landabréf. (Heimild: Skólaskýrsla hjá Ólafi Þ- Kristjánssyni). Framangreint ár höfðu verið 37 börn í skólunum 10-14 ára og kenndu þeir Sigurjón Jónsson og Jón Breiðfjörð. Þetta sama ár hafði verið komið fyrir á bæjunum í grennd við Brunnastaði þremur krökkum úr Njarðvíkum. í tíð séra Árna var starfandi sérstök skóla- nefnd, en hann mun samt sem áð- ur hafa ráðið mestu um hvað gera ætti. Veturinn 1876-77 eru kennslu- greinarnar þannig: Lestur 5 stund- ir á viku, skrift 5 stundir á viku, laerdómsbók (kverið) 6 stundir á viku, biblíusögur 4 stundir á viku, reikningur 4 stundir á viku. Þar að auki var 6 börnum kenndur söngur daglega í sambandi við bænir sem þau voru látin fara með. í þá daga var hver kennslustund 60 mínútur en ekki 40 mínútur eins og nú er. I skólunum voru að vanda bæði haldin miðsvetrarþróf og vorpróf. Á miðsvetrarprófi 1876 var hæsta einkunn í skólunum 5,17 og lökust 3,45. Við vorpróf var hæsta eink- unn 5,19 og lægsta 4,00. Vatnsleysuskóli Um þennan skóla er mjög lítið vitað og hefur undirritaður ekki fengið upplýsingar um hver byggði hann (líklega þó hreppur- inn) og ekki hvenær hann tók til starfa né heldur hvenær hann lagðist niður. Það mun líklega hafa verið rétt fyrir stríðsbyrjun. Viktoría Guðmundsdóttir sem var kennari og skólastjóri við Brunnastaðaskóla kenndi á Vatnsleysu í tvo mánuði og voru börnum í Brunnastaðaskóla sett fyrir verkefni á meðan. [ skóla þennan gengu börn frá Hvassa- hrauni, Stóru- og Minni-Vatns- leysu og Flekkuvík. Kennarar við skólann voru m.a. Kristmann Run- ólfsson, Guðmundur Magnússon frá Dysjum og Skúli Guðmunds- son. Rústir þessa skólahúss standa enn. Það mun hafa verið notað fyrir fjárhús á seinni árum en nýttist ekki til neins eftir að þak þess hrundi. Brunnastaðaskóli hinn nýrri Byrjað var á grunninum að þeim skóla 1940 eða þar um bil. Smíð- inni var lokið 1942. Jón G. Ben- ediktsson þáverandi oddviti stjórnaði byggingu skólans. í skól- anum eru þrjár kennslustofur og ein stofa til afnota fyrir kennara. Húsið kostaði lítiö og var enginn íburður í því, vegna þess hve knapþur fjárhagur hreþpsins var. Engir styrkir fengust til byggingar skólans frá ríkinu. Öll lán sem tek- in voru til byggingarinnar voru lán- uð til ársins 1942. Lán sem tekið var hjá Landsbanka íslands nægði rétt til efniskaupa. Engin borð, stólar eða aðrir hlutir voru nýtanlegir úr gamla skólanum og því þurfti að kaupa alla innanstokksmuni til skólans, svo og kennslutæki. Húsið var hlaðið úr steini og var það Tré- smíðafélagið Akur úr Reykjavík sem framleiddi steininn. Seinna kom í Ijós að húsið var hriplekt og var lekinn mestur í austurgafli hússins ofan við gluggana. Nokkr- um árum síðar var sett plast eða álklæðning utan um allt húsið. Nú er þessi skóli aðallega notaður fyrir handavinnukennslu. Stóru-Vogaskóli Undirbúningur að byggingu skólans var hafinn 1974. Teikn- ingar að húsinu voru samþykktar 1975. Verklegar framkvæmdir hófust 5. maí með því að Jón H. Kristjánsson kennari og fyrrum skólastjóri við Brunnastaðaskóla tók fyrstu skóflustunguna. Sama ár voru sökklar steyptir og grunnur fylltur. Gólfplatan og útveggirvoru steyptir 1977. Húsið var gert fok- helt árið 1978. Skólinn er 620 ferm. og er hann byggður með það fyrir augum að seinna verði kleift að byggja aðra álmu til austurs. I skólanum eru fimm kennslustofur, sú minnsta 40 ferm. en sú stærsta 70 ferm., hún er notuð fyrir sérkennslustofu í efnafræði og náttúrufræði. í skól- anum er einnig bókasafn, fjölrit- unar- og vinnuherbergi kennara og skrifstofa skólastjóra svo og kennarastofa. Nafn skólans er komið til af því að hann er byggður á svokölluðu Stóru-Vogatúni. Skólastjóri er Hreinn Ásgrímsson. Sigurður Hallmann Isleifsson Hér á eftir fer fram upptalning á nokkrum kennurum sem hafa kennt við Brunnastaðaskóla. 1. Oddgeir Guðmundsson 1872-1873 2. Þórður Grímsson 1873-1875 3. Stefán M. Jónsson 1875-1876 4. Ólafur Rosenkrans 1876-1877 5. Pétur Pétursson 1877-1883 Brunnastaðaskóli. Kennsluhúsnæði hreppsins frá 1943-1979. Notað til handmenntakennslu ídag. FAXI - 87

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.