Faxi

Árgangur

Faxi - 01.05.1982, Blaðsíða 2

Faxi - 01.05.1982, Blaðsíða 2
Hver er vemd okkar Suðumesjamanna, eftil stríðsátaka kæmi? Á málfundi okkar Faxamanna haföi ég framsögu og valdi mér til umræöu hver væri vemd okkar hér á Suðurnesjum, ef til stríös- átaka kæmi. Ég las upp nokkur atriði úr lögum um almannavarnir, en þar segir: Almannavarnarnefndum er falin skipulagning og framkvæmd ráð- stafana innan umdæma þeirra, samkvæmt nánari reglum, er ráð- herra setur.: 1. Viðvörunarkerfi. 2. Skipulagning hjálparstarfs og hjálpar- liða, þjálfun þeirra og búnaður. Einkavarnir 15. gr Atvinnutyrirtækjum, sem hafa yfir 100 manns við störfá sama stað, erskyltsam- kvæmt fyrirmælum almannavamarnetnd- ar að gera öryggisráðstafanir á vinnustað, i því skyni að draga úr afleiðingum tjóns vegna hernaðaraðgerða. 17. gr. Húseigendum er skylt, hinu opinbera að kostnaðariausu, að hafa i húsum sinum nauðsynleg björgunar- og eldvamartæki, eftirþvisem almannavarnarnefnd ákveður nánar. 20. gr. Ef brýna nauðsyn ber til að fólk flytji af hættusvæði og komi sér fyrir á öruggari stöðum, getur rikisstjómin ákveðið brott- flutning. f þessari grein vil ég ekki fara nánar inn á skilgreiningu kjarn- orkusprengja eöa vetnissprengja, en beini því til þeirra sem áhuga hafa, aö fá fræðslurit um al- mannavarnir. Þaö fæst á skrifstofu Almannavarna í Reykjavík og lík- lega hér hjá almannavarnar- nefndum í Keflavík. Huxley Ólafsson. Til aö fá frekari upplýsingar fór ég á fund Guðjóns Petersen, framkvæmdastjóra almanna- varna. - Hann tók mér mjög vel, og í samtali okkar kom þettafram: Ég spurði: Hvað er hægt að gera fyrir Suðurnesjamenn, eftilstríðs- átaka kæmi? Guöjón sagði, að reiknað hefði verið út hvað kosta myndi að út- búa kjarnasprengjutryggð neðan- jarðarbyrgi fyrir Suðurnesin. - Svona byrgi kosta of fjár, en þó þau væru byggð væru þau ekki örugg í slíkum átökum. Eina ör- ugga leiðin væri að flytja alla íbúa Suðurnesja burt, t.d. norður fyrir hugsanlega línu dregna frá Borg- arnesi til Húsavíkur. Hvað gerist ef sprengja kemur allt i einu fyrirvaralaust á flugvöll- inn í Keflavík? Guðjón taldi það mjög óliklegt að sprengja kæmi alveg fyrirvara- laust. Njósnatækin eru nú orðin svo háþróuð. Þeir stríðsaðilar, sem þarna kæmu til greina (Rúss- ar og Bandaríkjamenn), sjá frá gerfitunglum sínum allt sem ger- ist, hvor hjá öðrum og ef annar hvor aðilinn ætlaði að gera árás, eða fara í stríð, fara fram svo mikl- ar hreyfingar og undirbúnings- framkvæmdir, að algjörlega er hægt að fylgjast með því úr gerfi- tunglunum. Sagði Guðjón að talið væri að ekki væri hægt að hefja stríð með minna en þriggja sólar- hringa fyrirvara. Ég sagði: Margir Suðurnesja- menn eiga sumarbústaði fyrir austan fjall. Er ekki nægilegt að flýja þangað, ef til átaka kæmi? Guðjón taldi að slíkir bústaðir gæfu ekki nægilega vöm. - Atom- sprengjur eru aðallega sprengdar á tvennan hátt. - Loftsprengjur eða jarðsprengjur. Loftsprengjur eru sprengdar í lofti, skammt frá yfirborði jarðar. Þær eru mjög geislavirkar á svæðinu þar sem sprengjan fer fram og gefa gífur- legan hita. - Jarðsprengjur mynda stóran gíg og mynda geislavirkt ryk, sem nær allt upp í 60.000 fet. - f þessari hæð er rykið komið upp í efri loftlögin, en þar eru nokkuð jafnir vindar eða stormar, sem dreifa rykinu yfir stór svæði. — Sunnan og SV vindar eru þarna ráðandi. Reykjavíkursvæðið væri -þarna í mikilli rykhættu, en hvað vömum þar viðkæmi taldi Guðjón þar vera það mikið af góðum kjöll- urum og auk þess nokkur stór hús, að afkomumöguleikar íbúa á Reykjavíkursvæðinu væru þó nokkrir. Ekki taldi hann ráðlegt fyrir fólk að fara út úr svona skýlum fyrr en eftir 3 sólarhringa. - Þetta ryk taldi hann það magnað, að sumarbúst- aðir gætu litla vernd veitt (t.d. í Árnessýslu). Hvaðan er helst að vænta kjarna- sprengja? Líklega yrðu það aðallega kaf- bátar, sem sendu sprengjurnar hingað, en á meginlandi er það auðvitað frá tilheyrandi sprengju- pöllum. Eru sprengjur mjög markhittnar? Sprengjur sem skotið er t.d. úr kafbátum, sem þurfa ekki að vera mjög langt í burtu eru mjög mark- vissar. - Eftir þvi sem skotið er lengra frá, minnkar markhæfnin. Hvaðan ermesta hættan? Hann vildi ekkert um það segja. Það væri mál ríkisstjórnar að segja til um það. Hvað um hermennina á Keflavik- urflugvelli, hafa þeir einhver skýli til að fara I, efárás yrði gerð? Hann taldi að þar væru engin skýli eða byrgi til að flýja í, ef af árás yrði. Hefur striðshættan eóa árás á okkur aukist við að stækka svæð- ið, með því að flytja olíubirgðir og bryggjurí Helguvík? Frá vefnaðarvörudeild SÆNGUR OG KODDAR Vefnaðarvörudeild hefur ávallt á lager sængur og kodda frá Sængurgerðinni Ylrúnu Sauðárkróki. Sængumar er hægt að fá með dralonkembu og ullarkembu. Stærðir: 90x110 til 140 x 200. Koddarnir eru fylltirmeð dralonkembu. Stærðir: 35 x 45 til 50 x 70. HANDKLÆÐI Við viljum vekja athygli ykkar á því að fyrirliggjandi ermikið úrval af handklæðum, bæði stór og lítil, einlit og munstruð. NÁTTFATNAÐUR Vefnaðarvörudeild hefur á boðstólum náttsloppa og náttkjóla frá Eiser. KAUPFÉLAG SUÐURNESJA Vefnaðarvörudeild FAXI - 74

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.