Faxi - 01.05.1982, Blaðsíða 22
mam
wmnt:
m ; pi :á{
. , mJá
Fyrstu handknattleiksstúlkurnar í Keflavík með þjálfara sínum Guðjóni Guðjónssyni. Myndin tekin undir húsi UMFK „Skildi” sem siðarbrann.
IÞROTTAVELLIR í KEFLAVIK
Á árunum frá 1955 til 1960 voru
frjálsíþróttamenn úr Keflavík og
Njarðvík vel þekktir. í því sam-
bandi nægir að nefna nöfn eins og
Hörður Guðmundsson, Einar Ingi-
mundar, Björn Jóhannsson, Þór-
hall Guðjónsson, Halldór Pálsson,
Jóhann Benediktsson, Halldór
Halldórsson, Þorvarð Arinbjarnar-
son. Marga fleiri mætti nefna en
látum þetta duga. Athafnasvæðið
var túnið, þar sem skrúðgarður
Keflavíkur er núna. Lítið var það
og aðstæður frumstæðar, en
áhuga íþróttamannanna vantaði
ekki. Á þessum árum var knatt-
spyrna ekk farin að laða til sin iðk-
endur í jafn miklum mæli og síðar
varð, þannig að efnilegt íþróttafólk
lagði stund á frjálsar íþróttir. Bæj-
arkeppni var háð við ýmsa bæi og
héðan voru þátttakendur í mótum í
Reykjavík og víðar.
Nokkrum árum síðar hefur allt
gjörbreyst. Kominn er nýr íþrótta-
völlur og skrúðgarður í mótun.
Pyrsti leikurinn á grasvellinum fer
fram árið 1967. Eftir þetta fer lítið
fyrir frjálsum íþróttum í bænum en
í stað þess gera knattspyrnumenn
ofn
stiííar
f y rí rlíggjandí
KAUPÉLAG SUÐURNESJA
Járn & Skip
Sími 2616 - 1505
garðinn frægann með sigrum á
landsvísu. Ávallt hefur staðið til að
fullgera frjálsíþróttaaðstöðuna á
íþróttavellinum og nú sér vissu-
lega hilla undir það. íþróttanefnd
og nú fþróttaráði hefur verið mjög
áfram um að þetta verði gert, og
nú hefur verkið verið hafið. Bæjar-
stjórn Keflavíkur hefur skuldbund-
ið sig til þess, að fyrir Landsmót
UMFÍ árið 1984, sem haldið verð-
ur sameiginlega af UMFK og
UMFN, verði búið að ganga að
fullu frá frjálsíþróttaaðstöðunni á
íþróttavellinum. Eru þetta mikil
gleðitíðindi fyrir bæði íþróttafólk
og einnig allan almenning í bæn-
um. Það hefurætíð verið reynslan,
þegar slíkum verkum lýkur, að
þátttaka almennings í íþróttum
eykst að mun.
I sumar er einnig áætlað að
gera lítinn grasvöll á íþróttavallar-
svæðinu. Kemur hann fyrir aftan
syðra markið á malarvellinum.
Einnig verða malbikaðir körfu-
boltavellir við barnaskólann.
Nýr grasvöllur hefur verið
byggður ofan við Iðavelli. Var völl-
urinn þakinn torfi á síðasta sumri,
Frá
ALMANNATRYGGING-
UNUM í GRINDAVÍK
Fulltrúar tryggingaumboösins í Keflavík
munu framvegis verða til viðtals í skrif-
stofu bæjarfógetans í Grindavík þriðja
mánudag í hverjum mánuði kl. 2 til 4
e.h.
Ðæjarfógetinn í Grindavík.
FAXI - 94