Faxi

Árgangur

Faxi - 01.05.1982, Blaðsíða 26

Faxi - 01.05.1982, Blaðsíða 26
Framboð til sveitarstjórnarkosninga í Miðneshreppi þann 22. maí 1982 D. Listi Sjálfstæðisflokks 1. Jón H. Júliusson, vigtarmaður, 2. GunnarJ. Sigtryggsson, húsasmíðam., 3. Sigurður Þ. Jóhannsson, fiskmatsm., 4. Sigurður Bjamason, hafnarvörður, 5. Jón F. Friðriksson, verkstjóri, 6. Reynir Sveinsson, rafvirki, 7. Páiína J. Guðmundsdóttir, skrífstofustúlka, 8. Guðjón Þ. Ólafsson, sjómaður, 9. Erlingur Jónsson, verkstjóri, 10. Þórarinn Reynisson, skrifstofumaður, 11. Þorbjörg Tómasdóttir, verkakona, 12. Sæunn Sigurbjömsdóttir, verslunarkona, 13. Jón E. Clausen, verkamaður, 14. Svanbjörg Eiríksdóttir, verkakona. í sýslunefnd: Aðalmaður: Jón H. Júlíusson, vigtarmaður, Varamaður: Kári Sæbjömsson, rafvirkjameistari. H. Listi frjálslindra kjósenda 1. Magnús Sigfússon, húsasmíðameistari, 2. Elsa Krístjánsdóttir, gjaldkeri, 3. Jón Þórðarson, verkamaður, 4. Ómar Bjarnþórsson, kennari, 5. Unnur Guðjónsdóttir, húsmóðir, 6. Helga Karlsdóttir, kennari, 7. Kristján Gunnarsson, húsasmíðameistari, 8. Guðrún E. Guðnadóttir, húsmóðir, 9. Óskar Guðjónsson, málarameistari, 10. Steinunn B. Heiðmundsdóttir, húsmóðir, 11. Gunnnar Sigfússon, verkstjórí, 12. Sigurður Margeirsson, form. VSFM, 13. Gylfi Gunnlaugsson, gjaldkeri, 14. Sveinbjörn Berentsson, bifreiðastjóri. í sýslunefnd: Aðalmaður: Jón Ásmundsson, verkstjóri. Varamaður: Gylfi Gunnlaugsson, gjaldkeri. K. Listi Óháðra borgara og Alþýðuflokks 1. Jón Norðfjörð, framkvæmdastjóri, 2. Sigurður Friðriksson, rafvirki, 3. Jóhann G. Jónsson, skrifstofustjóri, 4. Grétar MarJónsson, skipstjóri, 5. Egill Ólafsson, skökkviliðsmaður, 6. Jórunn Guðmundsdóttir, húsmóðir, 7. Kristinn Lárusson, verkamaður, 8. Kolbrún Leifsdóttir, húsmóðir, 9. Brynjar Pétursson, verkstjóri, 10. Hörður Kristinsson, verkamaður, 11. Óskar Gunnarsson, húsasmiður, 12. Gunnar Guðbjörnsson, húsasmiður, 13. Elías Guðmundsson, verkamaður, 14. Sigríður Arnadóttir, húsmóðir. í sýslunefnd: Aðalmaður: Bergur Sigurðsson, verkstjóri. Varamaður: Ólafur Gunnlaugsson, húsasmiður. Kjörfundur í Miðneshreppi hefst kl. 10.00. Kjörstjórn Miðnesshrepps: Jón Frímannsson, Halldóra Ingibjömsdóttir, Brynjar Pétursson. Hrefna Traustadóttir, Ingibjörg Guðnadóttir, Hjördís Ámadóttir og Helga Gunn- ólfsdóttir i hlutverkum sínum I Saumastofunni. LEIKFÉLAG KEFLAVÍKUR: SAUMASTOFAN Höfundur: Kjartan Ragnarsson Leikstjóri: Þórir S teingrímsson Leikfélag Keflavíkur frumsýndi Saumastofuna föstudaginn 2. apríl sl. í Félagshúsinu í Keflavík. Leikurinn gerist á Saumastofunni BAX. Þar vinna 6 saumakonur í akkorði, einn meistari - afar kven- legur karlfugl, sendill með mótor- hjóladellu og svo auðvitað for- stjórinn, ungur og óharðnaður pen- ingafursti. Saumakonumar eru frá táningsaldri að sjötugu. Sigga gamla - leikin af Helgu Gunnólfs- dóttur hafði einmitt átt sjötugsaf- mæli daginn áður. Færri höfðu heimsótt hana en hún hafði vænst. Hún brá á það ráð að taka með sér í vinnuna dálitla „brjóst- birtu’” sem eftir var. Forstjórinn ætlaði til Akureyrar í sölutúr. Til- valið tækifæri til að viðra veraldleg vandræði og andlega sút. Allar féllust þær á tiltækið og lyftu glasi til heiðurs afmælisbarninu. En eins og jafnan var bætt í glösin þar til áhrifin voru auðsæ. Tungutakið örvaðist og nokkrar smellnar smá- sögur voru sagðar, sem yfirleitt komust vel til skila. Síðan opnuðust flóðgáttir tilfinninga lífsins og út streymdu leyndarmálin hvert af öðru. Dramatískar frásagnir úr einkalífinu. Lilla - táningur, leikin af Unni Þórhallsdóttur, var ófrísk- áður hafði hún látið framkvæma hrottalega fóstureyðingu, og sá þá fóstrið í vaskarfati. I bæði skiptin hafði drykkja komið í veg fyrir að hún vissi hver mótparturinn var. Kvöl hennar var mikil. Hún átti erfitt með að hugsa sér aðra fóstureyð- ingu. Þá kom sendillinn Himmi - leikinn af Óskari Nikulássyni, til sögunnar og lofaði að gangast við faðerninu. - Já, Himmi var besti strákur þó að mótorhjólið ætti bæði hug hans og hjarta. Didda 34 ára einstæð móðir - leikin af Ingi- björgu Guðnadóttur, var svo ólán- söm að hafa búið í óvígðri sam- búð. Karlinn hafði allar eigumar á sínu nafni og þegar hann fann sér aðra konu stóð hún eftir slipp og snauð, með tvo krakka - og sæmi- legt rúm, sem hægt var að bjóða uppí, ef buxurnar héngu ekki upp um heimfylgdina úr partíinu. Magga verkstjóri var leikin af Hrefnu Traustadóttur. Hún var að því leyti betur(??) sett að hún átti mann, sem hélt sig við heimilið. Hann hafði að vísu sólundað öll- um eigum þeirra í drykkju og aum- ingjaskap. Hún, sem áður var pískuð í fínu hjónabandi var nú útþrælkuð akkorðssaumakona og vann fyrir manni og bömum. Ásu lék Marta Haraldsdóttir. Hún taldi sig hamingjusamlega gifta - en kröfur þeirratil lífsgæðavoru mikl- ar og kostnaðarsamar. Skulda- súpan var beisk og brennivínið átti að vera bragðbætir en kostaði timburmenn og ólund, auk þess gat staðfast hjarta hennar bráðn- að fyrir gulli í höndum örláts for- stjóra ef svo bar undir. Gunnu lék Hjördís Ámadóttir. Hennar örlög voru ömurlegust. Hennar ógæfa var að eignast mongolíta, sem hún taldi sér trú um að hafa orðið að bana í fylleríi. Hún varð drykkjusjúklingur með heimilis- fang á Kleppi. Þegar Sigga gamla var orðin drukkin kom saga hennar um sjö- FAXI - 98

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.