Faxi

Árgangur

Faxi - 01.05.1982, Blaðsíða 14

Faxi - 01.05.1982, Blaðsíða 14
Ágrip afskólasögu Vatnsleysustrarxdarhrepps 1872-1982 HÖFUNDUR SIGURÐUR HALLMANN ÍSLEIFSSON Saga Brunnastaðaskóla Brunnastaðaskóli var settur á laggirnar 1. október 1872. Hann var byggður á Suðurkotslandi í Brunnastaðahverfi og átti þar hálf- lenduna. Tildrög að því að skólinn var byggður á Suðurkotslandi voru þau að uppboð var haldið á svokallaðri Brunnastaðatorfu og voru kaupendur þrír: Guðmundur ívarsson sem keypti helming og Egill Hallgrímsson og Jón Breið- fjörð sinn fjórðung hvor. Hálflend- una gáfu þeir skólanum. Séra Stefán Thorarensen prestur á Kálfatjörn var aðalhvata- maður að stofnun skólans. Hann stóð að samskotum til byggingar hans og einnig var haldin hluta- velta. Þó fór svo að samskotin nægðu ekki alveg og þá var tekið það ráð að fá lán úr svonefndum Thorcillissjóði, sem var stofnaður eftir lát Jóns Þorkelssonar fyrrum Skálholtsrektors 1759. Sjóðurinn hafði það markmið að kosta fræðslu fátækra og munaöarleys- ingja í átthögum Jóns. Brunna- staðaskóli hlaut árlegan styrk úr sjóðnum. Maðurinn sem byggði skólann hét Stefán og var hann kallaður snikkari, þá bóndi í Minni-Vogum, Vogum. Það var mikið verk og erfitt, kaupið var 2-3 krónur á dag. Verkið hófst í júní og lauk sama ár eða 1. október 1872. Allt timbur var aðkomið frá Reykjavík. Skóla- húsið var hin myndarlegasta bygging í þá daga. Það var byggt úr timbri, 16 álnir á lengd og 14 álnir á breidd og var það loftbyggt. [ norðurenda þess á neðri hæð var kennt í stórri stofu. Fyrsti kennari skólans var Oddgeir Guðmund- sen lengst af prestur í Vest- mannaeyjum. Skólinn var einskonar miðstöð sveitarinnar, þangað var t.d. sendur allur póstur svo börn gætu farið heim til sín með hann. Thorcillissjóður greiddi aðeins skólagjald fyrir þau börn sem komu frá fátækustu heimilunum. Kennsla byrjaði 1. október með 29 börnum. Skólinn starfaði alla virka daga til síðasta dags í mars. Kennari varð að fæða og klæða sig en hafði ókeypis hús og hita, hann lagði sér einnig til Ijós. Hann hafði alla umsjón með skólanum, fjár- mál og niðurröðun á kennslu. Þar var kennt: lestur, skrift, kver, biblíusögur og tvo seinustu vet- urna fengu þeir bestu tilsögn í landafræði, sögu og einnig dönsku. Kennsla byrjaði klukkan tíu ár- degis og stóð til kl. 2 alla virka daga. Börnin þurftu að ganga í og úr skóla og var það langur gangur því sveitin var strjálbýl. Kennari gekk mjög stranglega eftir því að börnin kæmu daglega í skólann og var vont veður ef börnin létu sig vanta í skólann. Séra Stefán geðri allt sem hann gat til að skólinn næði tilgangi sín- um og vandaði vel til kennara. Á lofti skólans bjuggu hjón sem sáu um að hirða skólastofuna og leggja í ofninn sem var staðsettur í miðri stofunni, fyrir það fengu þau ókeypis húsvist. Flest voru böm í skólanum 39 og kennari oftast einn, þó hjálpaði Daníel Grímsson sem bjó á efri hæð hússins honum með kennslu í reikningi en hann kenndi þeim sem voru á byrjunar- stigi. í þá daga var siður að læra allt utan bókar og höfðu börnin mikinn ótta af kennurum ef þau lærðu ekki allt. Norðurkotsskóli Árið 1903 eða þar um bil var byggt í Norðurkoti á Vatnsleysu- strönd skólahús sem stendurenn, það er allstæðilegt þó ekki hafi það verið notað lengi. Það stendur milli Kálfatjarnar og Þórustaða. Húsið er járnklætt timburhús með hvítmáluðum veggjum, portbyggt með svörtu þaki og snýr gafli að veginum. Ætlunin var að íbúð yrði uppi í risinu en kennsluhúsnæði niðri og þannig var það fáeina vet- ur. Fyrsti kennari var þar gamall maður er Sigurgeir hét. Síðan tók Hjörtur Fjeldsted við en hvorugur kenndi þar lengi. Síöast kenndi í skólanum prestur, sem sat að Kálfatjörn, séraÁrni Þorsteinsson. 1. sept. 1902 segir séra Ámi í bréfi til stiftsyfirvaldanna: Hinn gamli barnaskóli þarfmikill- ar viðgerðar við áður en kennsla getur hafist í haust og mun sú við- gerð kosta töluvert fé, einnig þurf- um við að byggja barnaskóla á inn-ströndinni. Því að stofa sú er kennt var i i fyrra fæst nú eigi leigð. Við höfum því ráðist i að taka allt að 600 kr. lán til þessarar skóla- byggingar sem við álitum afar nauðsynlega þar sem hér eru um 20 börn sem myndu annars fara á mis við skólakennslu og eru flest þeirra á heimilum sem ónóga, litla eða jafnvelsvo að segja enga tilsögn geta veitt börnunum. (Heimild: Bréf sr. Árna hjá Ólafi Þ. Kristjánssyni). 10. júlí 1903 sendir séra Árni aftur bréf til yfirvaldanna, þar biðúr hann þau um: Suðurkotsskóli í Brunnastaðahverfi. Notaður til ársins 1943. (Stækkaður 1907-1908). FAXI - 86

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.