Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.1983, Blaðsíða 6

Faxi - 01.02.1983, Blaðsíða 6
Alnabœr vid Síðumúlu í Reykjavík. Alnabœrí Keflavík. Fyrir nokkrum árum keyptu þau hjónin Magni Sigurhansson og Guðrún Hrönn Kristinsdóttir álnavöruverslunina Álnabæ í Keflavík, sem var þá til húsa í leiguhúsnæði vestur á Túngötu 12. Þau hafa sérhæft sig í gardínu- efnum og eru með mjög vandað og gott úrval í þessari vöruteg- und. Það hefur komið í ljós að þau hafa fært út kvíamar með hliðar fyrirtækjum, m.a. opnað útibú Álnabæjar í Reykjavík, en það er fátítt að fyrirtæki héðan af Suðumesjum sé með útibú í Reykjavík. Þar sem orð fer af því að Álnabær sé með mjög góða vöm, og veiti góða þjónustu, fyr- irtækið sé starfrækt af dugnaði og sé í þróttmiklum vexti, taldi ég rétt að lesendur Faxa fengju að kynnast því nánar. I því skyni fékk ég stutt viðtal við hjónin en þau em aðaleigendur þess og lagði fyrir þau nokkrar spum- ingar. Hvenær stofnuðuð þið fyrirtækið Alnabœ? Við keyptum Álnabæ h/f af Sig- urði Jónssyni og konu hans frú Elínrósu Eyjólfsdóttur í október 1975 og tókum við rekstrinum í janúar 1976, sem þá var vestur á Túngötu 12, en það má segja að Álnabær sé arftaki Versl. Sigríðar Skúladóttur, en hún hafði rekið álnavöruverslun á þeim stað um 30 ára skeið, þannig að verslunin var ekki nýgræðingur á markaðnum. Hverjireru nú eigendur að Alna- bœ? Fyrirtækið Álnabær h/f var stofnað í nóvember 1975 og aðal- eigendur þess erum við hjónin Guðrún Hrönn Kristinsdóttir og Magni Sigurhansson. Og þœr vörutegundir sem þið verslið með, hverjar eru þœr? í fyrsta lagi er það álnavara al- mennt til sauma ásamt smávöru er ÁLNABÆR BLÓMSTRAR því tilheyrir, baðmottusett og ýms- ar vörur sem eru til heimilisprýði, síðan fórum við að leggja höfuð áherslu á gardínuefni, gardínu- brautirog allt fyrir glugga. Viðfór- um hægt af stað og vorum þá að- eins með þrjár konur í starfi og Guðrún var verslunarstjóri. Já. Pá voruð þið aðeins með verslun hér í Keflavík, en hvernig þróaðist svo fyrirtœkið? Fyrstu mánuðina vorum við í fyrrgreindu húsnæði en um vorið, í maí 1976, keyptum við verslunar- hæð að Tjarnargötu 17 og fluttum verslun okkar þangað. Fljótlega urðum við vör við mikla sam- keppni frá Reykjavíkursvæðinu og augljóst var að við yrðum að hefja sókn ef við ættum að halda velli. Þá hófum við innflutning á gardínu- efnum, fyrst með fyrirgreiðslu heildsala í Reykjavík en komumst brátt að því að hagkvæmara væri að flytja inn beint frá framleið- anda auk þess sem við höfðum þá breiðari grundvöll til vöruúrvals í því sem við lögðum megin áherslu á. Viðskiptavinir okkar gera mikl- ar kröfur til þessarar vöru og við viljum geta mætt óskum þeirra. Pið hafið lagt ykkur fram um að vera með gott vöruúrval - en þið gerið meira en að hafa efni á boð- stólum? Já. Við viljum veita alla þá þjón- ustu sem þessari sérgrein fylgir. Við gerðum okkur ljóst að öll sú þjónusta þyrfti að haldast í hend- ur. Eg hóf því smíði gardínubrauta heima í bílskúr. Þeirri iðju var haldið áfram í bílskúrnum þar til efri hæðin að Tjarnargötu 17 var keypt 1980, þá var verkstæðið flutt þangað. A saumastofu Alnabæjar. Tvær saumakonur að starfi, Arnína Sigmundsdóttir og Helga Frímannsdóttir. Það kom fljótlega í ljós að hag- kvæmara var að gera nokkuð stór innkaup, stærri en hentuðu okkar markaði á Suðurnesjum. Lager- myndun varð meiri en hagkvæmt var, þess vegna opnuðum við verslun að Síðumúla 22 í Reykja- vík í ágúst 1979. Þar er eingöngu verslað með gardínur, gardínu- brautir og allt því tilheyrandi en ekki með aðra álnavöru - ein- göngu þá vöru sem við flytjum inn og viljum leggja áherslu á. Var svo smíðaverkstœðið næsti áfangi? Gardínubrautirnar voru að verða nokkurt áhyggjuefni. Ég flutti þær úr bílskúrnum heima, á loftið yfir Tjarnargötubúðinni, eins og fyrr segir, en þar urðu þær fljótlega fyrir saumastofunni, sem fór ört stækkandi. Auk þess áttum við undir högg að sækja um efni í þær, við gripum því tækifærið þeg- ar fyrirtækið Zetugardínubrautir, sem er á Skemmuvegi 10, Kópa- vogi, var á boðstólum og keyptum það með vélum og öllum umboð- um er því fylgdu, en það var fyrsta fyrirtæki á íslandi er flutti inn gardínubrautir og erum við því arf- takar þeirra í þessari grein. Er mikil framleiðsla í jressum brautum? Já. Við vinnum allt fyrir verslan- ir okkar og seljum einum heildsala unnið efni í brautirnar, sem full- vinnur það og dreifir síðan. Hjá okkur vinnur einn smiður við gerð brauta í okkar búðir, sem við keyr- um svo á milli þeirra. Hvað vinna margar stúlkur í verslununum? 34-FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.