Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.1983, Blaðsíða 16

Faxi - 01.02.1983, Blaðsíða 16
Skýrsla skálabyggingamefndar St. Georgs gildisins í Keflavtk —flutt á gildisfundi 6. október 1982 Það hefur ekki farið framhjá mér, að ýmsir hafa rekið upp stór augu, vegna tilkynningar í starfs- skrá gildisins um, að jólafundur- inn verði haldinn í nýbyggðum skála þess á Hvalsnesi. En ég hygg að þeir, sem lagt hafa leið sína þangað úteftir, efist tæpast lengur um, að unnt verði að standa við það loforð. Við höfum verið svo lánsamir í skálabyggingamefnd að hafa á okkar snærum fagmann, sem lætur verkin tala. Hann er einn af þeim fágætu mönnum, sem framkvanna, á meðan aðrir bollaleggja. Hefði hans fulltingis ekki notið við, vær- um við eflaust enn í sömu sporum - að velta fyrir okkur möguleikum á skáiabyggingu og mikla fyrir okkur erfiðleikana. Fyrsta skóflutstungan var tekin af einum stofnanda Heiðabúa, Helga Jónssyni ffá Stapakoti, hinn 25. ágúst síðastliðinn, en síðustu helgi ágústmánaðar hófst vinna við undirstöðuroggólf. 18.september var svo hafist handa við að reisa skálann, og um síðustu helgi, eða 3. október, var lokið við ein- angrun og klæðningu að utan, þannig að aðeins er eftir lokafrá- gangur kringum glugga og á hom- um. Er því svo komið, að hægt er að fara að snúa sér óskipt að inn- réttingu skálans. Skálinn stendur á allstórri spildu úr landi Smiðshúsa, sem em í eigu Halls Guðmundssonar. Liggur 18. september 1982. f-----------------------------------\ HinnS. desember 1982 varhald- inn fyrsli fundurinn í skálanum, jólafundur. Kl. 16.30 höfðu safn- ast saman milli 40 og 50 manns í Hvalsneskirkju, en jxtr hafði sókn- arpresturinn, séra Guðmundur Guðmundsson á Útskálum, stutta helgistund. Frá kirkju var gengin blysför til skála í einhverju fegursta veðri vetrarins. Það biðu gesta hlaðin veisluborð, og skemmtu menn sér við át, söng og gamanmál langt fram eftir kvöldi. Leitað hafði verið eftir tillögum að nafni á skálann. 44 tillögur bár- ust, og voru fundarmenn sammála um að velja skálanum nafnið Tjarnarsel, en séra Guðmundur blessaði nafnið og skálann og þá starfsemi, sem jxtr á eftir að fara fram. ________________________________/ spildan beint niður af Hvalsnesi við svonefnda Tangatjörn. Hefur Hallur heimilað gildinu full og ótakmörkuð afnot af landinu, án nokkurra kvaða eða fjárhags- skuldbindinga. Skálinn er að grunnfleti um 45 fermetrar, byggður á stólpum, gólf úr vatnsvörðum spónaplötum, en veggir og þak úr krossviðarklædd- um steypumótaflekum, sem Jakob Amason hefur gefið. Er krossvið- urinn látinn snúa inn, en einangr- að undir klæðningu að utan með 4” glemll og 1” plasti. Til að bera uppi þakfleka er notaður mænisás mikill úr gömlum götuljósastaur. Að innan verður skálinn allur klæddur þunnum viðarlíkisplöt- um. Er þegar búið að kaupa meg- inhluta veggklæðningar. Inngangur í skálann er á þeirri hlið hans, er að Hvalsnesi snýr. Verður þar sæmilega rúmt anddyri með fatahengi, en til hliðar við það snyrtiherbergi, sem gengið verður í utanfrá. Vatn verður væntanlega leitt í skálann úr brunni skammt frá, en hann er í eigu Hákonar í Nýlendu. í þeim enda skálans, er að Sand- gerði snýr, verður tvö rúmgóð svefnherbergi, en framan þeirra eldhússkrókur og stofa þar fram af og þvert yfir hinn enda skálans. Gluggar em á öllum útveggjum stofunnar og útsýnisgluggar góðir í átt til sjávar og Snæfellsness. Fáist til þess fjárveiting, er ráð- gert, að á næsta sumri verði reistar svalir við tvær hliðar skálans, í átt að Hvalsnesi og Stafnesi með út- sýn til sjávar. Enda þótt gott geti verið að eiga góðar svalir og geta stundað þar sólböð, þá hefur það aldrei megn- að að veita mér nema takmarkaða fullnægju að liggja klukkustund- um saman með tæmar og nefið upp í loftið - jafnvel þótt meðal hálfnakinna kvenna sé! í þeirri von, að ég sé ekki undantekning, sem staðfestir regluna, heldur sé fleirum Iíkt farið, vil ég hvetja til þess, að við skálann verði komið upp aðstöðu til leikja, sem freistað geti jafnt ungra sem aldinna. Vil ég þar til að mynda benda á Mini-golf sem æskilegan valkost. Ekki er ráðgert að leggja akfær- an veg að skálanum, heldur róm- Formaður byggingarnefndar, Jakob Amason, segir byggingarsögu skálans. Frá vinstri: Kristín Bárðardóttir, Hafsteinn Hannesson, bankastjóri í Grindavík, Guðmundur meðhjálpari Guðmundsson á Bala, og séra Guðmundur Guðmunds- son á Útskálum. 44-FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.