Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.1983, Blaðsíða 26

Faxi - 01.02.1983, Blaðsíða 26
Kafli um Ketil í Kotvogi úr nýútkominni bók séra Jóns Thorarensen Þá er komið að fósturföður mínum, þeim manni, sem ég stend í ævilangri þakkarskuld við, fyrir forsjón lians og föður- lega umhyggju við mig fyrr og síðar. Hann var elztur barna Ketils og Vilborgar, sem lifðu. Hann var fæddur 15. janúar 1860 að Hvalsnesi og tók við búskap í Kotvogi eftir lát föðursíns 1902. Ketill kvæntist Hildi Jónsdótt- ur Thorarensen, föðursystur minni, 10. október 1907, en fyrri maður Hildar (10. sept. 1898) var Eiríkur Sverrisson, Sigurðssonar sýslumanns í Bæ í Hrútafirði (f. 23. des. 1867, d. 13. maí 1904). Hildur var fædd 22. ágúst 1871 í Stórholti í Saurbæ í Dalasýslu. Hún var dóttir Jóns prests Thor- arensen í Stórholti, Bjarnasonar skálds og amtmanns Thoraren- sen. Móðir Hildar var Steinunn Jakobína Jónsdóttir, prests í Saurbæjarþingum Halldórsson- ar. Hún var mikill búforkur og orðlögð atgerviskona. Hildur útskrifaðiast úr Kvennaskóla Reykjavíkur 1891. Hún var kennari við Kvenna- skólann í Reykjavík 1892-95. Hún var bæði vel menntuð og vön öllum bústörfum frá móður sinni í Stórholti. Vilborg, tengdamóðir hennar í Kotvogi, sagði eitt sinn við hana, er Hildur var búin að vera stuttan tíma í Kotvogi: „Þú kannt öll verk smá og stór, og snilldarbragð er á öll- um húsfreyjustörfum þínum. Þetta er góð byrjun hjá ykkur nýgiftum hjónum og mikill sig- ur.“ Hildur var frekar há kona, grannvaxin og orðlögð fyrir fagr- an vöxt, og fyrirmannleg í fram- komu allri. Þau hjónin Hildur og Ketill tóku mig 5 ára að Kotvogi. Hjá þeim ólst ég upp. Þau settu mig í skóla. í Kotvogi var ég skrifaður heimilismaður til 1930. Eg man það, þegar ég kom fyrst að Kotvogi, þá náðu punt- stráin fyrir framan bæinn mér í buxnastreng. Ég grét sárt, þegar ég fór frá móður minni, Elínu Elísabetu Thorarensen í Reykja- vík, ég grét líka þegar ég kom að Kotvogi, en föðursystir mín stakk mér undir vanga sinn, svo var þetta búið. Ég var hugfanginn af öllu, sem ég sá þarna og heyrði. Ég varð strax bundinn við þennan stað, og það svo mjög, að enn í dag er og verður Kotvogur ætíð í huga mínum. Þegar ég kom þangað fyrst, var heimilið enn í öllu veldi sínu, bæði til lands og sjávar. Ketill fósturfaðir minn var hærri meðalmaður á vöxt og á allan hátt vel á sig kominn. Hann var vel vaxinn, hvar sem á hann var litið, en minnistætt er mér, hve hann hafði fallegar hendur. Andlit hans var frekar smágert og reglulegt að undanteknu nef- inu, sem var frekar hátt og beint. En nefið var einkenni þeirra Kotvogsfeðga. Hann hafði þykkt yfirskegg, en annars rakaður vel. Hann var hreinlátur maður í öllu dagfari og mikill reglumaður í öllu, notaði aðeins neftóbak. Hann fór vel með allt lifandi og dautt. Hann fór vel með föt sín, var strangur með, að farið væri vel með allan mat, öll hey, allt sjófang, skip og veiðarfæri. Hann brýndi allt þetta fyrir mér. Snentma kenndi hann mér að fara vel með skinnklæði og hlífð- arföt. Hann sagði mér að það væri gaman og nauðsynlegt að eiga góð spariföt, en ef maður hugsar um þau mörgu störf, sem vinna þarf og sjálft höfuðstarfið, sjómennskuna, þá verða hlífðar- fötin enn dýrmætari. Hann gaf mér fallega sauðskinnsbrók. þegar ég var 16 ára. Það var mikil og skemmtileg gjöf, og hann kenndi mér um leið að hreinsa hana, lýsisbera og þurrka hana alltaf á milli þess ég notaði hana, þegar skinnklæðaþerrir var. ,,Af skinnklæðum sést hver sjómaður er“, sagði hann við mig. Hann kenndi mér skipahreins- un, beituöflun, fiskvöskun og fiskþurrkun. Hann brýndi snemma fyrir mér að fara vel með mat og borða roð af góð- fiski, bæði nýjum og hertum. Það er eins langt að sækja roðið og fiskinn. Ég hef ætíð síðan haft þá trú, og vissu að slíkt sé hollt og heilsubót að borða roð. Hann sagði mér, að einu sinni endur fyrir löngu hefði Kotvogsheimil- ið orðið bjargarlaust í Skaftár- eldunum vegna fjölda förufólks, sem þangað streymdi. Þá hefði bóndinn í Kotvogi, sem þá var Vilhjálmur Hákonarson, skotið 7 seli inni í Ósum. Þeir voru soönir og étnir til beinabruðn- ings. Svo margt var fólkiö og hungrið mikið. Eldgos og hallæri geta aftur komið á landi hér. Ég man alltaf eftir þessu. Ketill var ágætlega ritfær mað- ur, ef hann tók sér penna í hönd. Hann hafði fallega frásagnargáfu, eins og sagan sem hann sagði mér ber ljóst dæmi um. Sagan er í Rauðskinnu og heitir: Stúlkan á Hafnaheiði. Ketill var jafnlynd- ur, rólegur og friðsamur maður, einhver andlegur styrkur fylgdi öllu dagfari hans, svo traustvekj- andi var framkoma hans. Hann var dýravinur, fór vel með allar Atvinnu- ||l rekendur- Launþegar Vinnumiölun Keflavíkur hefur milligöngu um vinnuráöningu. Þeir sem þurfa á vinnuafli aö halda eöa eru at- vinnulausir geta snúiö sér til vinnumiðlunarinnar og fengið upplýsingar. Leitast veröur viö aö miðla upplýsingum milli aöila vinnumarkaðarins um öll störf kvenna og karla. Vinnumiölunin er í Félagsmálaskrifstofu Kefla- víkurbæjar, Hafnargötu 32. III. hæð, sími 1555. Féiagsmálafulltrúi STEINDÓR SIGURÐSSON Sérleyfis- og hópferðabílar Njarðvik - Pósthóll 108 - Simi 2840-3550. Grindvíkingar Annar gjalddagi útsvara 1983 er 1. mars. n.k. Skilið gjöldum á réttum gjalddög- um svo komist verði hjá óþægi- legum innheimtuaðgerðum. Bæjarritari. 54 - FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.