Faxi

Árgangur

Faxi - 01.03.1983, Blaðsíða 13

Faxi - 01.03.1983, Blaðsíða 13
átti tvær dætur þama í Flensborg. Þetta var ákaflega ljúf kona. Hafði þannig umgengni að maður fann ekki til neinnar feimni á þessum árum, þó maður væri heima hjá henni. Þar var virðulegt heimili ntjög, og dætur hennar sérstaklega elskulegar. Nú dvaldist okkur þarna ein- hvern tíma um kvöldið, þannig að búið var að loka heimavistinni, en það voru nú ekki háir veggir á gömlu Flensborg og maöur átti vini innan veggja. Þeir opnuðu fyrir okkur glugga þegar við kom- um, og við fórum þar inn. Þetta voru gamaldags gluggar og voru opnuð heil fög uppúr og niðurúr, svoleiðis að þetta var mjög auð- velt. Ogmundur bjó uppi yfir heimavistinni, og kom stundum á kvöldin niður til eftirlits og það hafði hitst þannig á að þetta kvöld hafði hann komið niður. A Flens- borgarhúsinu voru tvennar dyr. Aðrar voru inngangur í heimavist- ina, hitt voru dyr upp í íbúð Ogmundar, skólastjóra. Úr þeim gangi var innangengt í heimavist- ina, svo hann gat nú alltaf komið mönnum að óvörum. Morguninn eftir að þetta var þá hittist svo á, að þegar að ég er að koma út úr heimavistinni þá kemur Ögmund- ur út um sínar dyr. Hann staldrar við þegar ég kem á móts við hann, tekur þéttingsfast yfir herðarnar á ntér og segir: ,,Já, já, gríma þýðir nótt og Grímur sá sem lengi er úti á kvöldin.“ Ég veit að þó hann hefði eitthvað farið að finna að við mig þarna, þá held ég að mér hefði ekki orðið þetta neitt sérstaklega minnisstætt, en af því hann fór svona að því, þá hef ég alltaf ntun- að eftir þessu. Annað skiptið man ég eftir að við hittumst svona svipað. Ég var að koma út úr heimavistinni, og hann að koma út frá sér og hafði þykkan bunka af stílabókum. Hann réttir mér þetta og segir: , ,,Taktu við þessu og haltu á þessu út í skóla, því að: Byrði betri berrat maðr brautu at en sé mann- vit mikit.“ Mig minnir að þtí hafir stundum rifjad upp einhverjar vísur, sem var kastað fram við kennarana afnem- endum. Jú, það voru hagyrðingar þarna. Sérstaklega voru þarna Guðni Jónsson, magister sem seinna varð. Hann var í þriðja bekk, þeg- ar ég var í fyrsta bekk. Hann gerði nokkuð mikið af því að yrkja. Séra Sigurjón Guðjónsson frá Saurbæ, hann gerði nokkuð mikið af því að yrkja líka. Það var gefið út þarna skólablað, og menn skrifuðu í það og birtu kvæði eftir ýmsa. Kanntu eitthvað af þessu? Ég kann nú lítið af því. Það er nú ein hálfgerð háðvísa, sem höfð var eftir Guðna sem var nú á gangi hjá okkur, sem okkur þótti leiðinlegt að fara með. Það var nú Sigurður Guðjónsson sem margir kannast við, indæll maður, sem gekk nú lengi undir nafninu Sigurður lærer, og margir kannast við því hann kenndi lengi við Verslunar- skólann eftir að hann hætti kennslu í Flensborg, mætur maður mjög og vildi mönnum vel á allan hátt. Hann þótti nokkuð sérkenni- legur að því leyti að hann hafði orðatiltæki á annan hátt en ýmsir. T.d. við okkur nýliða í 1 . bekk þegar hann ekki ntundi nöfn, þá gat hann átt til að segja: ,,Þarna þér, fyrir aftan yður viljið þér“, þegar hann var að taka okkur upp. Eitt sinn hafði hann verið á skaut- um, því hann var góður skauta- maður að talið var, og þá hafði hann dottið og legið illa á eftir og hafði orð á því að það væri einhver leiðinda verkur sem væri í lærinu á sér eftir þetta, en á loft kom þessi vísa á eftir, og var nú ekkert annað heldur en þessir talshættir Sigurð- ar, sem þar komu, og var Guðna eignuð vísan. Leiður verkur lærið sker langar yður viljið þér. Hvaða slúður allt svo er, eruð þér að hlæja að mér? Frá dvöl Þorgríms í Kaupmannahöfn Að loknu námi í Flensborgar- skóla og verslunarstörfum stóð hugur Þorgríms til frekari mennt- unar. Þó að dvöl mín í Kaupmanna- höfn væri ekki löng, þá er hún kannski einn sá þáttur í lífi mínu sem mér er eftirminnilegastur. Eftir að ég lauk námi í Flensborg, þá var ég hér við verslunarstörf heima. Raunverulega hafði ég hugsað til frekara nánts, og ein- hvern veginn kitlaði mig alla tíð að nema eitthvað meira heldur en þetta, og hugði nú á tímabili eins og flestir af mínum árgangi til lang- skólanáms eftir að ég var í Flens- borg, en úr því varð nú ekkert. Það mun hafa verið árið 1926, þá sátum við heima að snæðingi fóstri minn, Þorgrímur læknir Þórðarson og ég, þá sagði ég við hann: ,,Ég er nú að hugsa um að fara til Kaupmannahafnar.“ ,,Nú, nú og hvað ætlar þú að gera þar,“ sagði hann. ,,Ég ætla að fara á verslunarskóla," sagði ég. „Hefur þú tekið ákvöröun?" ,,Já, ég hef ákveðið það,“ sagði ég. „Fyrstsvo er þá skulum við breyta um starfs- hætti. Þú hefur verið hérna. Þú hefur borgað með þér heim. Nú skalt þú hætta því og safna þér fýrir námi þínu þama úti.“ Úr þessu varð svo um haustið 1926, að ég fór til Kaupmannahafnar. Bjöm Bjarnason, magister, sem nú er kominn á efri aldur, við erum jafn- aldrar, hann var þá kominn til náms í Kaupmannahöfn, og ég setti mig í samband við hann, eða fjölskylda mín öllu heldur. Það varð úr, að hann ætlaði að greiða götu mína þegar til Kaupmanna- hafnar kæmi. Ég fór með Botníu út. Við hrepptum slæmt veður sérstaklega í Norðursjónum. Mér er minnisstætt, að það vom fáir, sem voru á rölti þar, en ég var nú einn af þeim, sem uppi stóð. Ég var á öðm plássi, en þeir, sem vom á 1. plássi, voru flestir lagstir fyrir þegar að stormasamt fór að verða. Mér er minnisstæður einn sem var í þessum hópi. Það var Ami Böðvarsson sem þá var rakari í Vestmannaeyjum, seinna útgerð- armaður og vel þekktur maður, nýlátinn nú. Einhverra hluta vegna urðum við, þó aldursmunur væri nokkur á okkur, félagar og ræddumst nokkuð við í þessari ferð. Þegar til Læith kom, þá tók hann mig með, upp í borgina. Ég hafði aldrei stigið á erlenda grund. Þetta var maður sem var nokkuð stórhuga, og var þá í bátakaups- hugleiðingum. Ég man, að hann tók mig með sér til smábæjar þarna í nágrenni við Leith , var þar að skoða báta, og við urðum mjög málkunnugir í ferðinni. Þegar til Kaupmannahafnar kom þá fór Ami að spyrja mig hvert mín leið lægi, og ég sagði honum að ég hefði adressu Bjöms Bjarnasonar. Við skulum þá verða santferða upp í borgina. Ég hef verið hér áður. Ég skal bara keyra þig þang- að. Og það gerði hann. Hann skildi við mig þar við dyrnar. Ég hringdi þar, og þeir voru þar heima við, Björn og Bjami Guð- jónsson, frændi hans. Þar dvaldi ég hjá þeim um stund. Þeir voru þar í mötuneyti þannig að þeir höfðu ekki tækifæri til þess að taka mig inn þarna, en komu mér á hótel um nóttina. Þar var ég svo næstu tvær nætur meðan ég var að leita fyrir mér. Bjarni Guðjóns- son, frændi Björns, var þarna þá, og atvikin höguðu því þannig, að Framhald á bls. 82 FAXI - 69

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.