Faxi


Faxi - 01.03.1983, Blaðsíða 25

Faxi - 01.03.1983, Blaðsíða 25
mipolom Þriggja mánaða starfslaun Fyrir nokkru lauk stjóm Launasjóðs rithöfunda störfum vð úthlutun starfs- launa á þessu ári. Hilmar Jónsson bókavörður í Kefla- vík hlaut að þessu sinni starfslaun í 3 mánuði. Hann vinnur nú að gerð leik- rits sem byggt er á ævi séra Jóns Stein- grímssonar, eldklerks. Hann mun nú hafa fengið þriggja mánaða launalaust frí frá bókasafninu til að vinna að þessu leikverki. Þá er rétt að leiðrétta í æviminningum Þorgríms St. Eyjólfssonar að Tómas sá er kenndi honum í bamaskóla var ekki Tómas- son, heldur Snorrason. Hann flutti 1919 að Jámgerðarstööum í Grindavík og bjó þar í nær 30 ár, en flutti síðan aftur til Keflavíkur. Einnig telur Þor- grímur byggingarmeistarann að húsi sínu hafa heitið Skúla Kára Högnason. Sonur Skúla, Jón Skúlason póst- og símamálastjóri telur Kára nafninu of- aukið. ■’S- ' v* '- i -o. - Það bar til tíðinda á konudaginn að forseti íslands frú Vígdís Finnbogadóttir kom óvænt á þorrablót Styrktarfélags aldraðra á Suðurnesjum sem fram fór í Stapa. Mánaðarlegar skemmtisamkomur fé- lagsins eru ávallt vel sóttar, enda margt til skemmtunar. Heimsókn forsetans mun þó vera kóróna á félagsstarfinu í vetur og verður mörgum eftirminnileg- ur dagur því að frú Vigdísi er einkar lagið að veita hlýju og yl til þeirra er hún umgengst og greinilega ekki síður þar sem eldri borgarar eiga í hlut. Henni er það jafn Ijúft að smeygja hendi undir handlegg Stebba gamla á Hlévangi eins og undir handlegg for- setans í Hvíta húsinu í Bandaríkjun- um. Frú Steinvör Kristófersdóttir Nafn prestsfrúarinnar á Útskálum féll út af myndatexta í síðasta blaði á blaðsíðu 44, þar sem verið er að segja frá vígslu skálabyggingar St. Georgs- skáta í Keflavfk. Frú Steinvör er lengst til hægri og situr við hlið manns síns Séra Guðmundar Guðmundssonar. Á fáum góðviðrisdögum sem Vetur konungur hefur leyft okkur að halda upp á sól og blíðu var mikiö um dýrðir í skíðalöndum, því að oftast var nægur snjór. Meira að segja var oft margt fólk í Svartsengi. Ungiroggaml- ir komu þangað með skíði, sleða og ýmis önnur leiktæki, sem hentuðu við þær aðstæður sem Svartsengi býður upp á. Þar eru hæfilegar brekkur fyrir byrj- endur og ungir drengir sáust stökkva af lágum palli er þeir höfðu ýtt upp og sýndu þeir furðu mikla leikni. Þeir djörfustu komu þjótandi efst úr gil- dragi og það léku jafnvel 8-9 ára snáð- ar. SÖLUKÓNGUR FAXA Magnús Hlynur Hreiðarsson, Kirkjugerði 7 í Vogum, varð sölukóng- ur að síðasta Faxablaði. Magnús er 13 ára og á að fermast í vor. Hann hefur selt Faxa í Vogunum síðan hann var á sjöunda ári og alltaf staðið sig vel þó að ekki hafi hann orðið sölukóngur fyrr, enda stærð sölusvæðis hans ekki gefið tilefni til þess fyrr. GOLFFLISAR Ótrúlegt slitþol. Henta hvar sem er. Virka eins og steinflísar en eru úr P.V.C Vinyl. Litur: Steingrátt. Eldtraustar - Hljóðeinangrandi. r jdiopinn Hafnargötu 80 - Keflavík - Sími 2652 FAXI-81

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.