Faxi


Faxi - 01.03.1983, Blaðsíða 8

Faxi - 01.03.1983, Blaðsíða 8
i 1 Ingunn Óskarsdóttir við þvolt á kökuformum. Eyjólfur Hafsteinsson að sprauta rjótna á hollur. heimsótt kollega í Bandaríkjunum og Kanada, einnig í Noregi, Sví- þjóð, Þýskalandi, Luxemborg, Hollandi og Belgíu. Ekki beint til að læra, en oft sér maður eitthvað, sem vert er að gefa gaum og flytja heim - ýmist hugmyndir eða hag- kvæmar vélar. Síðastliðið ár keypti ég t.d. milli 15 og 20 vélar - ýmist til endurbóta á því sem til var eða nýjungar. Eins er nauðsynlegt að lesa fag- blöðin, því margt er hægt af þeim að læra. Sumt af þeim nýjungum, sem ég hef reynt að færa mér í nyt hefur heppnast, annað ekki. Varst þú ekki fyrstur með grófu brauðin? Það má segja að Heilsubrauðin hafi ýtt af stað þeirri skriðu 1975, sem komst á grófu brauðin. Fyrir þann tíma var brauðmarkaðurinn fátæklegur, varla nema fransk- brauð, rúgbrauð og normalbrauð. í fyrra var haldin sýning í Reykja- vík og komu þar fram um 100 teg- undir brauða og var þó ekki allt tíundað. Þetta mikla brauðaúrval hefur leitt til stóraukinnar brauð- notkunar ásamt breyttum matar- Adalheiður Rósinkarsdóllir og Fanney Hjartardóttir hafa starfað í bakaríinu frá 1968. Prjónakonur Kaupum fallegar vel prjónaða sjónvarps- sokka, 60 cm langa. Móttaka miðvikudagana 6. og 20. apríl kl. 13 — 15 að Iðavöllum 14b, Keflavík. SÍSLENZKUR MARKADUR HF. venjum, t.d. fækkar óðum þeim heimilum, sem eru með heitan mat í hádeginu og er þá gripið til brauðmatar í einhverri mynd. Heilsubrauðin verða þá sjálfsagt oftfyrir valinu? Já. Heilsubrauðin hafa verið mér mikilvæg söluvara. Þó sel ég líklega meira af niðursneiddum ristabrauðum, en brauð þessi selj- ast jafnt og þétt allt árið. Érit það kannski þessi vísitölu- bruuð? Nei. það eru gömlu fransk- brauðin, sem eru næstum hætt að sjást, einfaldlega vegna þess að það er ekki hægt að framleiða þau - verðákvörðun ríkisins nægir varla fyrir efninu í þau. Annars eru vísitölubrauðin kapítuli útaf fyrir sig, sem hægt væri að ræða í heilli grein. Hér ert þú tneð tölvubúnað, er hann eitthvað í sambandi við vinnsluna, vigtun eða skurð á brauðum? Nei, ekki er það nú. Við höfum viljað gera skila á verksmiðjufram- leiðslu og iðngrein. Þess vegna er handbragðið líkt og áður var. Hins vegar er hagkvæmt að hafa tölvu þegar töluleg vinna er orðin svo mikil sem raun er á. Það þarf mikið og nákvæmt kontról þegar viðskiptavinir eru margir og það þjónar hag þeirra ekki síður en mínum að hafa fljótvirkt og gott yfirlit yfir viðskiptavini og sam- skipti við þá. Einltvern tíma heyrði ég talað um að vintui í bakaríum vœri óholl - hvað getur þú sagt mér um það? Það kann að hafa verið það hér áður fyrr. Það var talin erfið vinna og mikill burður. Til gamans má geta þess að í þá daga var talið að bakarar væru handsterkari en járnsmiðir. Tæknin kann að hafa breytt þessu. En svo þótti vinnu- tíminn leiðinlegur, farið á fætur á miðjum nóttum, og enn fara bak- arara snemma á fætur - þeir byrja að vinna kl. 5. En Suðurnesjafólk er ekki óvant því að vera snemma á fótum. Það fara margir til vinnu kl. 6, auk þess er það kannske ver- stöðvarvani frá gamalli tíð að ýta árla úr vör. j.x. / kleinudeild starfa Kristín Magnúsdóttir, Kolbrún Sigurðardóttir ogJóhunna Her- mannsdóttir. Heimir tók forsíðumynd og flestar myndir með greininni. 64-FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.