Faxi


Faxi - 01.03.1983, Blaðsíða 23

Faxi - 01.03.1983, Blaðsíða 23
VÍSITALAN Framhald afbls. 65 frumvarp þess efnis, að vísitölu- uppbót á laun yrði greidd um næstu mánaðamót samkvæmt nýrri vísitölu, en varaði við sjálf- virkum vísitöluhækkunum þann tíma, sem áhrif gengislækkunar- innar væru að koma fram og því hefði verið ákveðið, að nema úr lögum öll önnur fyrirmæli um vísitölubætur á laun. Forsætisráðherra vék þá að fundi miðstjómar A.S.Í., sem haldinn hafði verið þá um dag- inn, og spurði hvað hefði verið ákveðið þar. Hannibal reis þá úr sæti sínu, gekk til forsætisráð- herra, þar sem hann var í ræðu- stól, og afhenti honum béf frá A.S.Í. til ríkisstjórnarinnar, sem forsætisráðherra las síðan upp, en þar kom fram að A.S.Í. hefur mælt með þvf að boðuðum verk- föllum verði aflýst vegna yfirlýs- ingar ríkisstjórnarinnar. Vakti þessi atburður mikla athygli í þingsölum. Ný viðhof verkalýðs- hreyfingarinnar og áhrif þeirra Hér hafa verið nefnd tvö atvik, þar sem vísitalan hækkaði af ástæðum sem ríkisstjórnin gat ekki við ráðið og verkalýðshreyf- ingin sýndi skilning og brást rétt við. Enda varð árangurinn eftir því. En tímar liðu og verðbólgan óx með ári hverju. Hinn 1. maí 1977 lagði A.S.Í. bann við yfir- vinnu, næturvinnu og helgidaga- vinnu. 16. maí gerðu hafnar- verkamenn í Reykjavík skyndi- verkföll og næstu daga gerðu hafnarverkamenn í Hafnarfirði, Njarðvíkum og Keflavík skyndi- verkföll svo og mjólkurbílstjórar í Reykjavík og hlaðmenn á Reykjavíkurflugvelli. Hinn 3. júní 1977 hófust eins dags alls- herjarverkföll á ákveðnum svæð- um. Þann dag var allsherjarverk- fall í Reykjavík og á öllu svæðinu til Suðurnesja, 6. júní á Suöur- nesjum og Suðurlandi, 7. júní á Norðurlandi, 8. júní í Vestur- landskjördæmi 9. júní á Vest- fjörðum og Austfjörðum, 13. júní hófust svo starfsgreinaverk- föll og stóð hvert þeirra einn sól- arhring. Stóðun þau næstu daga en þá var gert hlé á þeiim sum- staðar. 21. júní var gert verkfall í Alverksmiðjunni í Straumsvík. Hinn 14. júní voru gerðir sér- samningar milli Alþýðusam- bands Vestfjarða og atvinnurek- enda þar. Yfirvinnubanni var af- létt víðast hvar 20. júní. Hinn 22. júní voru undirrit- aðir nýir samningar, hinir nafn- kenndu Sólstöðusamningar milli Alþýðusambands íslands og Vinnuveitendasambands ís- lands, og skyldu þeir gilda til I. des. 1978. Samkvæmt þeim skyldu mánaðarlaun hækka um 18CXK) krónur þegar í stað, um 5000 krónur 1. des. 1977, um 5000 kr.. 1. júní 1978 og um 4000 l.sept. 1978. Lægsta kauphækk- aði um 26% við undirritun samn- inganna, en hærra kaup hækkaði minna. Þá var og samið um nýtt verðbótakerfi á laun í sambandi við vísitölu framfærslukostnað- ar. Hinn 15. júlí voru undirrit- aðir samningar milli Bandalags háskólamanna og ríkisins, og hækkaði kaup þeirra um 10%. Hinn 11. okt. 1977 hófst verkfall Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, og lamaðist þá eða lagðist niður margvísleg starfsemi. Var þetta fyrsta verkfall opinberra starfsmanna á íslandi, og tóku þátt í því um 13000 manns. Utan- landsflug, útvarp, kennsla á lægri stigum skólanna og margt annað lagðist að mestu leyti niður. Verkfalli þessu lauk 25. október, þó sömdu starfsmenn nokkurra kaupstaða fyrr. Kaup hækkaði um 10-21%. Bandalag háskóla- manna og ríkið sömdu 18. nóv., og hækkaði kaup þeirra á svip- aðan hátt og félaga í B.S.R.B. Vísitalan var 840 stig í árslok 1978. A vinnumarkaðnum 1978 A árinu 1978 var nokkuð um verkföll, einkum fyrri hluta árs- ins. Blaðamannaverkfall hófst 17. febr. og stóð til 24. s.m. í febr. voru samþykkt á Alþingi lög um nýjar ráðstafanir í efna- hagsmálum og var þá dregið tals- vert úr verðbótum á laun frá því, sem ákveðið var í kjarasamning- um, og snertu þessar aðgerðir aðallega hærri laun fyrir ofan laun verkamanna. Vegna þess- ara efnahagsaðgerða ríkisstjórn- arinnar, skoruðu Alþýðusam- band íslands, Bandalag starfs- manna ríkis og bæja, Bandalag Háskólamanna og fleiri laun- þegasamtök á launþega að gera allsherjarverkfall 1. og 2. mars. Verkfallið var háð, aðallega í Reykjavík með kröfunni: „Samningana í gildi“. Þegar þetta bar ekki árangur hófust bönn við útskipun á útflutning- vörum. Var fyrsta bannið fram- kvæmt 13. apríl og síðan næstu daga. Voru bönn þessi fram- kvæmt í Reykjavík og Vest- mannaeyjum. Félögin á Suður- nesjum og á Vestfjörðum tóku ekki þátt í þessum bönnum, enda var hér um að raeða algjöra lög- leysu, í raun og veru uppreisn gegn lögum í landinu, og hefðu gert mikið tjón, ef þeim hefði verið haldið áfram mikið lengur. Þó héldu Vestmannaeyingar þessum óspektum áfram fram á sumar. Hinn 24. maí setti ríkisstjórnin bráðabirgðalög um ráðstafanir í efnahagsmálum. Var þá ákveðið að greiða fulla vísitölu á lág laun, en minna í hærri flokkun- um. Laun hækkuðu yfirleitt um 7-9% l.sept. 1978. Ef við lítum yfir framvindu vinnumála, kaupgjalds og verð- Iags á árunum 1967 og ’68, þegar fella varð gengi ísl. krónunnar vegna óviðráðanlegra áhrifa er- lendis frá, og hvernig þá var brugðist við af hálfu verkalýðs- hreyfingarinnar af skilningi og réttsýni, og lítum síðan á viðhorf sömu aðila til mála á árunum 1977 og ’78, þá er þar mikill mis- munur á, hvernig staðið var að málum. Einkum kemur þessi munur fram í „Sólstöðusamn- ingunum“, svonefndu. En þeir samningar eru upphaf ógæfunn- ar, sem við íslendingar eigum nú við að stríða í kaupgjalds- og efnahagsmálum. En hvað er þá til ráða? Um það eru að sjálfsögðu skiptar skoðanir. En tvímælalaust þarf að draga úr víxláhrifum vísitölunn- ar á kaup og verðlag landbúnað- arafurða eða jafnvel afnema þau. En í stað kaupgjaldsvísitöl- unnar mætti taka mið af þjóð- hagsvísitölu við gerð kjara- samninga og greiðslu launa. Þá mætti einnig skoða verð- lagningu innfluttrar vöru, sem stöðugt fer hækkandi, - í Ijósi þess. sem verðlagsstjóri skýrði frá í sjónvarpi fyrir nokkru. En þar skýrði hann frá því, að farið hefði fram samnorræn rann- sókn á innkaupsverði erlendrar vöru til Norðurlandanna og komið hefði í ljós, að innkaups- verð til íslands var um 25% hærra, en til hinna Norðurland- anna. Var mál þetta rætt við nokkra innflytjendur, en svör voru óljós og veittu engar upp- lýsingar. Ragnar Guöleifsson. Viö frásögn vinnumála á árunum 1977 og '78 hcfi ég stuöst viö Árbækur Þjóövina- félagsins og ,,OIdina okkar“. Einnig mikiö úrval af gull- og silfurskart- gripum til fermingargjafa. SENDUM GEGN PÓSTKRÖFU UM ALLT LAND GEORG V. HANNAH Ura- og skartgripaverslun Hafnargötu 49 - Keflavik FAXI - 79

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.