Faxi


Faxi - 01.03.1983, Blaðsíða 28

Faxi - 01.03.1983, Blaðsíða 28
Ljúfur konsert Pað mun hafa verið fyrir tæpum tuttugu árum að Karlakór Kefla- víkur var eitthvað síðbúinn með konsert eins og gengur. Kom þá upp sú hugmynd að fara þess á leit við nokkrar músíkalskar konur í bænum að æfa með Karlakóm- um nokkur lög og var það gert með ágætum árangri. Enginn vissi þá að þetta tiltæki ætti eftir að fæða af sér Kvennakór Suðurnesja. Sam- starf þetta stóð með blóma í ein þrjú ár, m.a. var farið til írlands undir stjóm Póris Baldurssonar. Síðan skildu leiðir og konurnar stofnuðu Kvennakór Suðumesja, sem hefur starfað nær óslitið síðan eða í fimmtán ár. Að sjálfsögðu hefur margt á dagana drifið á þessum fimmtán árum og mikið verið æft og púlað, sungið og skemmt sér og öðrum. Arið 1974 var farið á gamlar slóðir, til írlands, og stóð kórinn sig þar með mikilli prýði. Kalda- lónsprógrammið fræga, farið með það til Austfjarða ásamt Gunnari M. .Magnúss. rithöfundi, Kanada- ferðin glæsilega, sungið í íslend- ingabyggðuin um Kanada þvert og endilangt (1977) o.s.frv. og nú var komið að fimmtán ára afmælistón- leikum. Þeir vomn haldnir í Njarðvíkurkirkju dagana 10. og 11. mars sl. Byrjað var á lagi eftir Herbert H. Agústsson sem hafði stjórnað kómum fyrstu tíu árin, og var það vel til fundið. Lagið, sem heitir , ,Söngur“, að sjálfsögðu mjög gott og flutningur góður. Síðan tók hvert eymagullið við af öðru, flutningur laganna hófsamur og ljúfur. Einsöngvarar stóðu sig með stakri prýði, Hlíf Káradóttir söng Viljasönginn eftir Lekar og Vöggukvæði Emils Thoroddsens, Jón M. Kristinsson söng Lindina eftir Eyþór Stefánsson í útsetningu Siguróla Geirssonar og þeir Sverr- ir Guðmundsson og Steinn Erl- ingsson sungu dúetta. í hléi leið undirrituðum mjög vel, og hafði á orði við kunningja að þetta væri ,,Ijúfur konsert“. Eftir hlé tók allt að lyftast. Byrjaði með stórgóðum söng Hlífar Kára- dóttur sem hafði gert Viljasöngn- um góð skil fyrir hlé. í Puccini- aríunni „Omio Babbino Caro“, þar sem unga stúlkan biður föður sinn um að fá að eiga piltinn, sem hún elskar, sýndi Hlíf stórgóðan söng, röddin mikil og ræður yfir blæbrigðum m júkum og hárfínum. Konan er í stöðugri framför. Skemmtisöngvar í glúrnum útsetn- ingum eru oft vel fallnir til að lyfta upp húmornum og tókst það vel þetta marskvöld. „Meistari Jakob“ í skemmtiútsetningu var gaman að hlusta á, lipurt sungið. Menn hafa leikið sér lengi að Bach gamla með misjöfnum árangri, þetta sem við fengum að heyra rann átakalítið. Lögin hans Bern- steins „To night“ og „America" eru erfið í flutningi og voru þau ekki nógu vel æfð til að ég nyti þeirra. Sverrir söng „Þú ert aldrei einn á ferð“ mjög vel að vanda. Við komu karlmannanna níu breyttist kórinn mikið, sem von- legt er, og var eins og allur kórinn lyftist og tók að syngja með meiri þrótti og af meira öryggi. Söngur Steins Erlingssonar hreif mig og kórinn með sér og síðan komu Madrígalamir sem voru hápunktur kvöldsins bæði sem tónlist og í flutningi. Söngskráin endaði á fögrum trú- arlegum lofsöng sem átti vel við, þar sem við sátum í kirkju. Aukalagið er orðið svolítið þreytt, ég hefði heldu kosið að fá að heyra aftur madrígalinn eftir Thomas Morley „Springtime Mantleth Every Bough“. Sú sem bar hitann og þungann af þessu öllu var söngstjórinn Krist- jana Ásgeirsdóttir, leysti hún hlut- verk sitt með miklum ágætum. Undirleikari var Ragnheiður Skúladóttir. Hlutverk hennar var stórt þetta kvöld og leysti hún það af öryggi og músíkaliteti. Að sjálfsögðu vonast ég til að heyra Kvennakór Suðurnesja syngja að fimmtán árum liðnum. Til hamingju. Eiríkur Ámi Sigtryggsson. MANNASKIPTIISTJORN SPARISJÓÐSINS ÍKEFLAVÍK Marteinn J. Arnason. Á aðalfundi Sparisjóðsins í Keflavík, sem haldinn var 18. mars s.l., baðst Marteinn J. Ámason, formað- ur sjóðsstjómarinnar, undan endurkosningu. Jón Eysteinsson, bæjarfógeti var kosinn í stjórn Spari- sjóðsins í stað Marteins. Þegar þetta er skrifað er ekki vitað hvernig stjómin skipar með sér verkum. Marteinn var kosinn í aðalstjómina árið 1976 og árið eftir var honum falin formennskan. Fundarmenn þökkuðu Marteini ágæta forustu á liðnum stjórnar- ámm hans. Jón Eysteinsson. 84-FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.