Faxi


Faxi - 01.03.1983, Blaðsíða 14

Faxi - 01.03.1983, Blaðsíða 14
ÞORRABLÓT STYRKTARFÉLAGS ALDRAÐRA Á SUÐURNESJUM: „GLEÐUR MIG AÐ SJÁ ÁRANG URSRÍKT STARF“ — sagði Vigdis Finnbogadóttir, forseti íslands, sem heiðraði samkomuna með nærveru sinni Styrktarfélag aldraðra á Suðumesjum hefur gengist fyrir myndarlegri dagskrá fyrir fólk sitt í vetur. Kennir þar margra grasa og hefur þátttaka verið með besta móti í föndri og spilum, leirvinnu, smíðavinnu, sundi og leik- fími, hárgreiðslu, fótsnyrtingu, í kirkjudegi aldraðra, opnu húsi og verður vafalaust mikil á vorfagnaðinum sem fyrirhugaður er í Festi í Grindavík 23. apríl. Eins og ráða má af því sem að framan er talið hefur starfið verið fjölbreytilegt, en hápunkturinn var þó þorrablótið í Stapa, sunnu- daginn 20. febrúar, þegar forseti íslands, Vigdís Finnbogadótti, birtist í salnum og eyddi síðan deg- inum með samkomugestum. Vakti koma hennar og nærvera mikla hrifningu enda blandaði hún geði við svo að segja hvern og einn hinna rúmlega 300 þátttakenda Forsetinn í heimsókn hjá öldruðum á Suðurnesjum. Frá vinstri: Matti Ó. Áshjörnsson, formaður Styrktarfélaf’s aldraðra á Suðurnesjum, Soffía Magnúsdóttir, urnsjónarkona með ibúðaheimili aldraðra við Suðurgötu í Keflavík, Vigdís Finnhogadóttir, forseti og lengsl til hœgri Halldót Reynisson, forsetaritari. --------------------------------------------------------------------------- Pakkarávarp Eg þakka ykkur öllum, sem sýndu mér heiður og sœmd rneð nœrveru ykkar ú bókmenntakynningu, sem haldin var í Keflavík, laugardaginn 5. rnars 1983. Leikfélagi Keflavíkur, sem t sarnráði við bœjar- oghéraðsbókavörð Hilrnar Jónsson rithöfund hafði forgöngu um þetta. Andrési Kristjánssyni, sem flutti erindi um ritstörf rnín. Karlakór Keflavíkur, sern söng hið ágæta kvœði eftir Olínu örnrnusystur rnína urn Suðurnesjamenn, og öllum þeim er lásu upp úr verkurn rnínum. Fulltrúum frá Sarnbandi sveitarfélaga á Suðurnesjurn er fluttu ávörp og fœrðu rnér Skarðsbók, og gerðu mig að auki heiðursborgara í heimasveit rninni. Fyrir stórkostlega gjöf ogmikinn heiður mérsýndan vil égaf hrœrðtt hjarta fxtkka öllu þessu indcela fólki og stjrírnandanurn Hilmari Jónssyni rithöfundi. Guð og gæfa fylgi ykkur öllurn. Jón Thorarensen V___________________________________________________________________________/ þorrablótsins, auk þess sem hún ávarpaði samkomuna á sinn við- felldna hátt og talaði m.a. um þorrann og góuna. Það voru þau Matti Ó. Ás- björnsson formaður félagsins og Soffía Magnúsdóttir formaður skemmtinefndar sem tóku á móti Vigdísi fyrir utan Stapann og gengu með henni í salinn ásamt Sigfúsi Kristjánssyni sem var sam- komustjóri, en undir borðum lék Baldur Þórir Guðmundsson. Sig- fús bauð forsetann velkominn, eft- ir að Matti Ó. Ásbjörnsson hafði sett blótið með ávarpi. Síðan rak hvert atriðið annað á milli þess sem menn gæddu sér á þorramatn- um frá Axeli í Veizluþjónustunni. Gísli Sigurbjömsson, kenndur við Grund, en hann var gestur blóts- ins, ræddi um starfið á Suðurnesj- um í málefnum aldraðra, sem hann átti sinn þátt í að móta í upp- hafi. Var Gísli mjög ánægður með þann árangur sem náðst hefur og lofaði Suðurnesjamenn fyrir dugn- aðinn. Leikarar úr Leikfélagi Reykja- víkur skemmtu með gamanmálum í bundnu og óbundnu máli, en það voru þau Sigríður Hagalín, Hanna María Karlsdóttir, Guðrún Ás- mundsdóttir og Kjartan Ragnars- son, en Einar Einarsson lék á gítar sígild verk. Að lokum var stiginn dans eftir hljómfalli harmoniku Rúts Hannessonar og trommum Jóhannesar Eggertssonar og voru það ýmist polkar, rælar og valsar og mátti sjá marga kasta ellibelgn- um þegar þeir svifu út á gólfið og tóku sporið. En áður höfðu þau Steinn Erl- ingsson, Sverrir Guðmundsson og Ragnheiður Skúladóttir, skemmt með söng og hljóðfæraslætti. Vigdís Finnbogadóttir forseti sagði áður en hún kvaddi í þorra- blótslok, að það gleddi hana inni- lega að sjá hve heillaríkt starf væri unnið fyrir aldna á Suðumesjum og þetta væri með ánægjulegustu stundum sem hún hefði átt í sínu starfi. Skemmtikraftar og starfsfólk Stapans gaf alla sína vinnu og lagði því fram drjúgan skerf í þágu aldr- aðra á Suðurnesjum. emm.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.