Faxi


Faxi - 01.03.1983, Blaðsíða 15

Faxi - 01.03.1983, Blaðsíða 15
FRÁBÆR FJÖLSKYLDUHÁTÍÐ t’œr heita Lovísa Ólafsdóttir og Kristín Margeirsdóttir og sýndu tnedal annars nýjustu fötin frá Fatavali ásamt mörg- um öðrum. <Ljósm. Heiðar fíaldursson) Glens og gaman var yfirskriftin á fjölskylduhátíðinni sem hand- knattleiksfólk ÍBK gekkst fyrir undir forustu þeirra Magnúsar Bjamasonar og Ragnars Marínóssonar, í íþróttahúsinu í Keflavík, þann 6. mars s.l. Heppnaðist skemmtunin með fádæmum vel, nema hvað þátttaka hefði mátt vera meiri, en góða veðrið úti dró marga burt úr bænum, eftir mikla ótíð og svo var innanhúsmót í knattspyrnu í Reykjavík, þar sem fjöldi Suðumesjaliða keppti og þar vom margir meðal þátttakenda sem ella hefðu komiö á hátíðina. Gimsteinn varmeð allan sinn útbúnað á fjölskylduhátíðinni og Þórir Baldursson þar að auki. en hann sést í bakgrunni myndarinnar ásamt Hrólfi Gunnarssyni trommu- leikara, en fremstur á myndinni er Laddi að flytja sín gamanmál. (Ljósm. Heiðar Baldursson) Þorgeir Ástvaldsson stjórnaði hátíðinni og lagði líka sitt af mörk- um af skemmtiefni í samvinnu við Magnús Ólafsson hinn góðkunna leikara. Ekki spilltu þeir Laddi og Jörundur með sínum uppátækjum og eftirhermum. Dansstúdió Sól- eyjar og Júdófólkið sýndi listir sín- ar við góðar undirtektir áhorf- enda. Tískusýningin á vegum Fatavals heppnaðist líka dávei og sýndi eins og haft var við orð þegar talað var um slíka sýningu að við þyrftum ekkert að sækja slíkt fólk út fyrir bæinn og það sannaðist þarna. Hvert atriðið öðru betra og flíkin annarri fallegri - og eigu- legri. Katla María söng nokkur lög með sinni ágætu röddu og var al- deilis ófeimin við hljóðnemann og samkomugestina. Steinn Erlings- son og Sverrir Guðmundsson tóku lagið við undirleik Ragnheiðar Skúladóttur. Haukur Morthens kom svo í lokin, ásamt Eyþóri Þor- lákssyni gítarleikara og Guðmundi Steingrímssyni trommuleikara og spiluðu þeir og sungu nokkur lög af æskufjöri þótt þeir séu komnir af allra léttasta skeiði. Gimsteinninn á samkomunni var svo Geimsteinn sem lék milli atriða og við sáum ekki getur en að tónsnillingurinn Þórir Baldursson legði þar gjörva hönd á plóginn líka. Skipulagning og framkvæmd dagskrárinnar tókst með afbrigð- um vel, - allt gekk vel og liðugt fyrir sig, - og meira að segja engin bilun í hljóðflutningskerfi, sem er viss fylgikvilli slíkra hátíða, úti sem inni. Eiga þeir Ragnar og Magnús og aðrir þeir sem stóðu að hátíðinni, heiður skilið fyrir sín störf. emm. ,Tlf. . . jermmgarajafa Snjóboltinn frá Kosta Boda InnRömmun SUÐURftCSJfl Vatnsnesvegi 12 - Keflavík Simi 3598 „Bögglaöi bréfpokinn" Verð frá kr. 583,00 ,,Koddinn“ Úrvals postulínsvörur frá Rosenthal. Sendum í póstkröfu um allt land. Verð frá kr. 526,00 Vinsælar fermingargjafir fyrir stúlkur. Verð kr. 166,00 FAXI - 71

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.