Faxi

Árgangur

Faxi - 01.03.1983, Blaðsíða 24

Faxi - 01.03.1983, Blaðsíða 24
Er skynsamlegt að sameina sveitarfélög á Suðumesjum? ---------------------------------------------------------------Framhald afbls. 67 Hvernig voru hreppamörk hér á Skaganum áður fyrr? Sennilegast er, að í upphafi hafi aðeins verið þrír hreppar á þessu svæði, Grindavík, Rosmhvalsnes- hreppur og Vatnnsleysustrandar- hreppur. Hafnahreppur hefur nokkuð fljótlega orðið sérstakt framfærsluumdæmi innan Rosm- hvalsneshrepps, skv. áðurnefndu ákvæði Grágasar, og svo síðar orð- ið sjálfstæður hreppur, en ekki er vitað hvenær það varð. Fram til ársins 1596 munu Njarðvíkur hafa tilheyrt Rosmhvalsneshreppi, en það ár voru þær lagðar til Vatns- leysustrandarhrepps. Mörk Grindavíkur hafa nánast ekkert breyst fram á þennan dag. Sama má segja um mörk Hafna- hrepps. Skipting Rosmhvalsneshrepps Miklar breytingar hafa hinsveg- ar orðið á Rosmhvalsneshreppi, sem nú er reyndar enginn til með því nafni. Fyrst kvarnaðist Hafna- hreppur og síðan Njarðvíkur út úr honum. Þrátt fyrir það var hrepp- urinn orðinn mjög fjölmennur á síðari hluta 19. aldar og auk dreifðrar byggðar voru margir þéttbýliskjarnar í hreppnum, en Keflavík þá orðin fjölmennust þeirra. Árið 1886 var hreppnum skipt í tvennt. Orsakir þess eru ekki full- ljósar, en þó má gera ráð fyrir að sveitarþyngsli hafi að einhverju ráðið. í Suðurnesjaannáli er þess t.d. getið að ómagaframfæri hafi mjög vaxið í hinum miklu harðind- um, sem gengu yfir um og eftir 1880, og þá einkum meðal þurra- búðarmanna í Keflavík. Ekki er ósennilegt að einhver átök hafi einnig verið um stjómun svo víð- lends og fjölmenns hrepps, sam- göngur voru þá með öðrum hætti en nú er. Þó ekki væri um fjallveg að fara, þá voru heiðarnar kenni- Ieitalitlar og mjög villugjarnar, svo að margur maðurinn varð þar úti. En hverjar sem orsakimar voru þá var hreppnum skipt 1886 í Rosm- hvalsneshrepp nýja, sem náði yfir Keflavík og púverandi Gerða- hrepp (Leiru, Inn- og Út-Garð) og Miðneshrepp. Miðneshreppur hefur haldist nánast óbreyttur síð- an. Rosmhvalsneshreppur nýi átti sér hins vegar ekki langa sögu. Árið 1908 er Keflavíkurkauptún, sem vaxið hafði upp beggja vegna marka Rosmhvalsneshrepps nýja og Njarðvíkurhrepps, gert að sér- stökum hreppi ásamt með Njarð- víkurhreppi og hlaut hinn nýi hreppur nafnið Keflavíkurhrepp- ur. Rosmhvalsneshreppur nýi, að Keflavík undanskilinni, verður áfram sjálfstæður hreppur, en heitir nú og síðan Gerðahreppur. Gerðahreppur hefur haldist að mestu óbreyttur síðan, að því frás- kildu að árið 1966 var landspilda úr hreppnum lögð til Keflavíkur- kaupstaðar. Keflavíkurhreppur skiptist hinsvegar aftur 1942 í Njarðvíkurhrepp og Keflavíkur- hrepp. En báðir hafa þessir hrepp- ar síðan öðlast kaupstaðarréttindi. Eins og áður var getið voru Njarðvíkur sameinaðar Vatns- leysustrandarhreppi árið 1596. í Njarðvíkum vom og em enn tvö byggðahverfi, Innri- og Ytri- Njarðvík mun svo hafa verið mjög lengi. Árið 1885 búa íNjarðvíkum 260 manns. Árið 1889 var Vatns- leysustrandarhreppi skipt og Njarðvíkurhreppur stofnaður. Vatnsleysustrandarhreppur hefur verið óbreyttur síðan að mestu, en samtvinnuð saga Njarðvíkur- hrepps og Keflavíkurhrepps hefur þegar verið rakin. Hér hefur aðeins verið stiklað á stóm. Það er athygli vert hversu margháttaðar breytngar á hreppa mörkum haf orðið innan hins elsta Rosmhvalsneshrepps, þannig að á rústum hans eru nú 5 sveitarfélög, með um 11.300 íbúa. Þessar marg- víslegu breytingar hafa í gegnum tíðina verið taldar skynsamlegar af íbúum svæðisins. En nú er manni spurn hvort ekki sé jafnskynsam- legt að snúa þessari skiptingarsögu við, og endurreisa hið forna sveit- arfélag, ef slík sameining ætti ekki að ná til allra sveitarfélaganna sjö á Suðurnesjum með um 14 þúsund íbúa. Samstarf sveitarfélaga á Suðumesjum er mikilvægt Ég ætla ekki hér að rekja allt það margvíslega samstarf, sem tekist hefur nú síðustu árin milli sveitarfélaganna á Suðurnesjum um hin ólíkustu málefni byggðar- laganna, ég nefni þó hitaveitu, sorpeyðingarstöð, sjúkrahús, heilsugæslu, dvalarmál aldraðra, fjölbrautaskóla, brunavarnir, landgæslu, svo nokkuð sé nefnt. Okkur hefur verið það ljóst að slíkt samstarf hefur gert kleift að leysa ýms vandamál, sem hvert sveitarfélagana, eitt og sér, hefðu ekki haft bolmagn til að leysa, eða flýtt því að árangur næðist. Ég full- yrði að þetta samstarf hefur frá öndverðu verið heilt og undir- ‘ hyggjulaust, en hagsmunir svæðis- ins látnir sitja í fyrirrúmi. Ég tel að slík samstarfsþróun sé mikilvægur undanfari þess, að sveitarfélög, sem hafa órofa sameiginlegra hagsmuna að gæta, sameinist. Og ég tel raunar, að sameining sveit- arfélaganna hljóti nánast að veröa nauðsynlegur endapunktur á slíkri víðtækri samstarfsþróun, einfald- lega vegna þeirra mikilvægu fjár- hagslegu ákvörðun sem taka verð- ur og hlýtur að þurfa að hverfa undir einn og sama stjórnarhatt ef stjórnunin á að verða fljótvirk og árangursrík. Það er mín skoðun að þróun í átt til sameiningar sé heppilegri heldur en stjórnvalds aðgerð að ofan, þó slíkt hafi verið gert í nágrannalöndum okkar. Það hefur oft verið bent á að ' stærri og fjölmennari sveitarfélög væru betur í stakk búin til að taka við auknum verkefnum, og slíkt væri nánast nauðsynlegur undan- fari þess að slík valddreifing gæti átt sér stað sem fólgin væri í því að sveitarfélög fengju aukna tekju- stofna en tækju jafnframt að sér aukin verkefni úr hendi ríkisvalds- ins, en með því fengi fólkið í land- inu aukin íhlutunarrétt um málefni Auðvitað geri ég mér ljóst að margur vandi hlýtur að verða á vegi sameiningarmála, en þyngst gæti ég trúað að yrði á metunum ótti um hvar þungamiðja stjóm- unarinnar lenti. Ég vil að lokum undirstrika að sjálf sameining sveitarfélaga er auðvitað ekki markmið, og síst af * öllu í mínum huga, ef slíkt beindist einkum að því að auka þrýstihóps- kraft slíks stækkaðs sveitarfélags gegn sameiginlegum sjóðum þjóð- félags okkar. Ég legg á hinn bóginn áhersluna á það, að sameining sveitarfélaga, við skynsamlegar aðstæður, getur tvímælalaust verið rétt leið að markmiðinu, því markmiði, að skapa íbúum sveitarfélagsins bætt skilyrði til andiegrar og efnahags- legrar starfsemi, að færa þeim vax- andi hagsæld, aukið öryggi, auð- ' ugra mannlíf og meiri lífsham- Frá Almannatiyggingum í Keflavtk, Grindavík, Njarðvík og Gullbringu- sýslu. Mjög áríðandi er að tilkynna emb- ættinu strax breytingu á heimilis- fangi, til að komast hjá erfiðleik- um í útsendingu bótamiða. Bæjafógetinn í Keflavík, Grindavík og Njarðvík. Sýslumaðurínn í Gullbríngu- sýslu ingju. sín. 80 - FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.