Faxi


Faxi - 01.03.1983, Blaðsíða 6

Faxi - 01.03.1983, Blaðsíða 6
Man ég ekki rétt ad brauð þín voru seld á Austurlandi? Jú. Það er rétt. Ég sendi vörur þangað, einkum á Neskaupstað. En flugsamgöngur við Egilsstaði voru ekki nógu pottþéttar og þó kannske frekar samgöngur þaðan og niður á firðina. Pökkun vör- unnar var ekki nógu fullkomin og varan var því stundum ekki í því formi, sem hún þurfti að vera í og ég lagði mikið upp úr að hún væri í, svo ég hætti að senda brauðvöru austur að sinni. Nú er hins vegar að opnast möguleiki á að taka það viðskiptasamband upp aftur þar eð ný tækni á pökkun og geymslu brauða er nú að koma til sögu. Ég er þessa dagana að taka nýja pökk- unarvél í notkun, hún pakkar í al- gjörlega loftþéttar umbúðir og eiga því brauð að geta geymst óskemmd a.m.k. í mánuð. Þessi eina vél kostar uppkomin fast við eina milljón krónur. Geymsluaðferð jtessi hlýtur að opna ykkur bökurum mikla mögu- leika og jafnvel aukna fjölbreytni. Eru fleiri nýjungur í sjónmáli? Maður er að sjálfsögðu alltaf með opin augu fyrir nýjungum, sem að gagni mættu koma. Pað má þó segja að í meginatriðum er bakstur og brauðgerð með hefð- bundnum hætti, höldumokkur við formkökurnar, sem alltaf seljast vel og tertur ásamt kleinuhringjum og kleinum, sem hafa verið afar vinsælar - kleinumar eru núna 3. | söluhæsta vörutegundin hjá mér. Hvaða vörutegundir eru þáno. I °g 2? N úmer eitt er ristabrauð - og nr. tvö er rúllutertubrauð. Það er gaman að geta þess að rúllutertu- brauðin eru keflvísk uppfinning. Konan mín, sem hefur gaman af ýmsum nýjungum í matargerð og hefur auk þess unnið mikið með mér í fyrirtækinu, gerði uppskrift að brauðinu og síðan löguðum við þetta í sameiningu og hófum fram- leiðslu á því 1970. * Síðan er það brauðaframleiðsl- an. Þar á nýja pökkunarvélin að geta komið að góðu gagni og er ég nú þegar farinn að framleiða fleiri brauðategundir en áður, í skjóli bættra geymslumöguleika, sem hún skapar. Við það opnast mögu- leikar á að senda vöruna víðar og koma fyrir nokkmm lager á sölu- bestu stöðunum. Fróðlegt vœri að heyra hvernig vinnutilhögun er í svona stóru bakaríi? Það er strangari vinnudagur en hjá flestum öðrum vinnustéttum. Bakararnir mæta flestir kl. 5 að morgni og sumt af kvenfólkinu mætir þá líka. Þannig teljum við að vinnudagurinn byrji kl. 5, þó að einhverjir séu hér við störf allan M sólarhringinn. Fram til kl. 4 (16) er unnið að kökum, pylsubrauðum, kringlum, hamborgarabrauðum og þess háttar, en kl. 4 kemur brauðvaktin og vinur hún til kl. 12 á lágnætti. Svokölluð skurðarvakt kemur kl. 11 og vinnur til kl. 5 - 6 að morgni eftir þörfum. Ilvað ertu með nuirgt fólk í öll- um þessum störfum? í desember voru 49 manns á launaskrá en í janúar 46. Það hægir alltaf svolítið á fyrst eftir áramótin. Ég er með tvo bakarasveina og 5 lærlinga - tveir af þeim útskrifast í vor. Ég er með ágætan kjarna af starfsfólki, 10 manns hafa verið hjá mér í 8 til 15 ár — sumt næstum frá því að ég byrjaði með Ragnars- bakarí, og er það mikilvægt við matvælaframleiðslu að hafa þjálf- A að og gott fólk í ábyrgðarstöðum. Ilvað er framleiðsla þín seld á mörgttm útsölustöðum ? Þeir eru núna hátt á 3. hundrað, nákvæma tölu er ég ekki með í kollinum. Ég hélt að það yrði mjög erfitt að þjóna þessum stóra mark- aði, en það hefur gengið vonum framar. Klukkan 7 á morgnana fer hlaðinn bíll af nýjum brauðum og kökum til Reykjavíkur, dreyfir þar á útsölustaðina, í flugvélar, skip og áætlunarbíla, sem flytja vöruna áfram, auk þess sem við erum með einn bíl á Suðurnesja- markaðnum. Síðastliðið ár var60- HJA OKKUR NA GÆÐIN IGEGN Við hjá Ramma h.f. í Njarðvík notum eingöngu úrvals við frá Norður-Kirjalalandi (Karelia) í Finnlandi. A svo norðlægum slóðum vaxa trén hægt. Arhringir trjánna liggja því þétt — viðurinn verður betri en annars hefði orðið raunin. I sögunarmillu Nurmeksen Saha er viðurinn flokkaður eftir gæðum og útliti. Við kaupum af þeim eingörtgu I. flokk. Og við notum ekkert annað timbur. Kröfur okkar eru því mun meiri en þær sem gerðar eru samkvæmt íslenskum staðli IST 41. Þar ná ákvæðin aðeins til þeirra flata sem eru sýnilegir. Hjá okkur ná gæðin i gegn. *NURMES* I. FLOKKUR NUR*MES 2. FLOKKUR NURMES 3. FLOKKUR HMii M « lurðaverksmiðja NJARÐVÍK Simi 92-1601 Pósthólf 14 Söluumboð í Reykjavik: IÐNVERK H.F. Nóatúni 17, sími 25930 og 25945 62 - FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.