Faxi


Faxi - 01.03.1983, Blaðsíða 20

Faxi - 01.03.1983, Blaðsíða 20
MINNING: Pórdís Torfadóttir Keflavík DÁIN 16. JANÚAR 1983 FÆDD 22. MAÍ1895 Þórdís Torfadóttir, ein af elstu borgurum Keflavíkur, kvaddi okkur 16. jan. sl. Þórdís var fædd 22. maí, 1895 að Asparvík í Kald- rananeshreppi, Strandasýslu. Foreldrar hennar voru hjónin Anna Bjarnadóttir og Torfi Björnsson frá Hlíð í Kollafirði. Þau h jón eignuðust 8 börn og eru 5 þeirra á lífi, það elsta er 94 ára og yngsta 79 ára. Það þarf engan speking til að segja sér að oft hefur veri harð- sótt til að metta alla þessa munna, en hjónin voru samhent og börn- in gátu treyst því að máltíð væri til næsta dags. Faðir Þórdísar fellur frá þegar hún er 9 ára og neyðist þá Anna til að leysa upp heimilið, yngsta barnið var þá nokkurra mánaða, en það elsta 17 ára. Bömin tvístruðust sitt í hverja áttina. Við getum gert okkur í hugarlund þá angist sem þessi hópur varð að þola að ógleymdri móðurinni. Einstæð móðir á þessum tíma hafði ekki úr miklu að velja. Þórdísi var komið fyrir á Skarði í Bjarnar- firði hjá frændkonu sinni, Val- gerði Bjarnadóttur, og manni hennar Bjarna Jónssyni, þar dvelst hún til tvítugs, en upp frá því ræður hún ferðinni sjálf. Arið 1922 er Þórdís komin suður á land í atvinnuleit, þá kynnist hún manni sínum, Stef- áni Jóhannessyni sjómanni, ætt- uðum héðan frá Keflavík. Aftur ber sorgin að dyrum hjá Þórdísi, en hún missti mann sinn árið 1930, er hann fórst í lendingu í Stokkavörinni í Keflavík, ásamt þrem öðrum mönnum af mótor- bátnum Baldri. Þá stendur Þór- dís ein uppi með þrjú ung börn, en þau eru Astríður Guðný, Guðný Nanna og Torfi, sem öll eru búsett í Keflavík. Þá er Þór- dís orðin einstæð móðir sjálf og mitt á kreppuárunum. Við þessar hörmulegu aðstæð- ur kom best í ljós sú hetjulund, sem þessi munaðarlausa stúlka norðan af Ströndum haföi. Hún var ákveðin í því að börnin henn- ar þrjú skyldu alast upp hjá henni og hvergi annars staðar. Til að halda hópnum sínum saman þrælaði hún nótt sem dag. Þetta tókst henni með heiðri og sóma og var þar að auki fyrirvinna heimilisins. Hún bað aldrei um hjálp, ef eitthvað vantaði var bara unnið meira. Börnin hennar bera þess merki að móðirin var heiðarleg og harðdugleg, því þau eru öll atoikufólk, sem hefur sett sér og sínum það fordæmi, sem móðir þeirra sýndi. Árið 1939 eignaðist Þórdís sitt fyrsta barna- barn, Stefán Þór, sem hún ól upp þar til hann giftist. Þetta er í ör- fáum orðum lífshlaup Þórdísar Torfadóttur. Undirrituð þekkti Þórdísi vel, en með okkur myndaðist vinátta fyrir meira en 30 árum. Þórdís var afar greind og stálminnug, draumspök var hún með afbrigð- um. Það var unun að sitja með henni og hlusta á hana segja frá liðnum dögum þegar allt var svo ólíkt því sem nú er að við sem erum á miðjum aldri þekkjum það aðeins af lestri bóka. Hún hreif menn með sér í frásögnum sínum og var það fáu líkt sem ég hef upplifað. í huganum sá ég firðina hennar fyrir vestan, fjöll- in og mannlífið allt. Sumt var að vísu ekki fallegt, því fátækt al- mennings á þeim tíma kom víða við. Ungu fólki á þeim árum, sem hafði hæfileika til menntun- ar, voru allar bjargir bannaðar. Þórdís var verðugur fulltrúi þessa fólks og megi margir af henni læra. Þórdísi var gefin góð heilsa mestan hluta ævinnar, en árið 1962 varð hún að hætta útivinnu vegna heilsubrests. Þá tók við prjónaskapur og önnur handa- vinna. Fyrir fáum árum síðan dapraðist sjón hennar mikið og þá gat hún ekki lesið meira, en dóttir hennar las fyrir hana fréttir og bækur, því ekki mátti missa af því sem var að ske hjá okkur eða úti í heimi. Hún fylgdist alla ævina með heimsfréttum og á seinni árum varð útvarpið vinur hennar. Hún las kynstrin öll af góðum bókum um ævina og miðlaði okkur hinum af þeim lærdómi. Það gustaði oft um Þór- dísi, því landsmálin voru heldur ekki afskipt, en hún hafði sínar fastmótuðu skoðanir alla ævina og lét þær óspart í ljós við vini sína og sína nánustu, þá var held- ur ekki komið að tómum kofun- um. í þessum fátæklegu línum hef ég reynt að draga fram þá mynd af Þórdísi sem margir þekktu, en ég hygg nú samt að fáir hafi vitað um það ljúfa hjarta sem undir sló. Hún fann ætíð til með þeim sem áttu um sárt að binda, enda skildi hún mannlífið betur en margur annar og var vinur smæl- ingjans. Henni er þakkað fyrir þá visku, manngæsku og tryggð sem hún átti í svo ríkum mæli. Guðbjörg Þórhallsdóttir. Ég hef ekki miklu við að bæta við frásögnina hér að ofan, um lífsstarf hinnar mætu konu, Þór- dísar Torfadóttur. En ég vil hér með fáum orðum þakka henni samstarf á löngu liðnum árum. Ég kynntist Þórdísi ekki fyrr en eftir að við gengum í Verka- lýðs- og sjómannafélag Keflavík- ur. En það mun hafa verið á fundi í félaginu 2. júní 1933, að samþykktar voru 19 inntöku- beiðnir og vorum við þar á með- al. Hlaut ég nr. 76 en Þórdís nr. 77. I fyrstu voru konur tregar að ganga í verkalýðsfélagið. Var það að sjálfsögðu ekki óeðlilegt. Félagið var stofnað af karlmönn- um. Þeir voru þar fjölmennastir og réðu þar mestu. Þannig var einnig tíðarandinn þá, að viss störf þóttu ekki samboðin karl- mönnum að vinna. Mörg þeirra voru erfið og óþrifaleg. Má þar nefna fiskþvottinn, oft við erfið- ar aðstæður, sem þá var stór þátt- ur í störfum kvenna, og unnin voru á vorin. Fyrst framan af var fiskurinn þveginn úti, meðan enn- þá var frost um nætur. Þurfti þá oft að hefja starfið með því að brjóta klakann á þvottakörun- um. Einnig var öll vinna kvenna við frystingu og söltun sfidar erf- ið. Síldarsöltunin var ákvæðis- vinna og náðu þar duglegar stúlkur oft góðum tekjum, þegar sfld var nóg. En oft var þessi at- vinna stopul þegar síld var treg, og varð þá sumaratvinnan oft lítil eða engin, því kauptrygging var oftast engin. Á fyrstu árum verkalýðsfélags- ins voru þar fáar konur. En er síldveiðar hófust í Faxaflóa og söltun hófst hér, fjölgaði konum í félaginu og var þá stofnuð Verkakvennadeild innan félags- ins. Var Þórdís lengi formaður deildarinnar og var þar röggsöm í starfi. Þórdís hélt áfram trúnaðar- störfum fyrir félagið, svo lengi, að ég var þar viðloðandi, og tókst henni ávallt að leysa ágreinings- málin, er upp komu, með lagni, á farsælan hátt. Fyrir þetta samstarf og góð kynni, eru nú innilegar þakkir fluttar að leiðarlokum. Með samúðarkveðjum til ættingja og annarra aðstandenda. Ragnar Guðleifsson. 76 - FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.