Faxi

Árgangur

Faxi - 01.03.1983, Blaðsíða 22

Faxi - 01.03.1983, Blaðsíða 22
Körfuknattleikur Áhuginn fyrir körfuknattleik er orðinn gífurlega mikill á Suður- nesjum og áhorfendaf jöldinn er að nálgast það meðaltal sem verið hefur á knattspymukappleikjum I-deildar hér í seinni tíð. Byggist hann mest á því að nú eru á Suður- nesjum tvö lið í Úrvalsdeildinni, UMFN, sem unnið hefur íslands- meistaratitilinn tvö seinustu ár og ÍBK, sem komst í undanúrslit Bik- arkeppni KKÍ og er í úrslitum í íslandsmótinu, Úrvalsdeildinni, þegar þetta er ritað. Má það teljast mjög góður árangur hjá ÍBK því aðeins eru liðin fimm ár frá stofn- un körfuknattleiksdeildarinnar og þeir eru nýliðar í Úrvalsdeildinni. ÍBK byrjaði mjög vel í mótinu, - vann alla sína leiki þar til Higgins, bandaríski leikmaðurinn og þjálf- arinn hvarf frá þeim mjög óvænt, án nokkurra skýringa. Brad Milley - eða Bárður Mjölnisson, - eins og félagar hans þýða nafnið, hefur tekist að rífa liðið upp úr deyfðinni sem kom yfir það eftir brottför Higgins og mótað eitt besta liðið í Úrvalsdeildinni. Njarðvíkingar áttu líka í erfiðleikum með sinn erlenda leikmann, en fengu ann- an, Bill Kottermann, sem hefur reynst þeim vel, en hann kom of seint til að þeir gætu varið titilinn. Aörir flokkar í flokkum pilta hefur árangur- inn verið sæmilegur. ÍBK, og Njarðvík bítast á um efstu sætin í 4. fl. bæði í Bikar- og meistara- keppninni, en ÍBK hefur þegar tryggt sér sigur í 4. fl. Njarðvíking- ar unnu svo Minniboltann, en það eru þeir yngstu sem þar keppa. Kvenþjóðin reynir að halda REYNISMENN í IIDEILD í HANDKNA TTLEIK KEFLVÍKINGAR STERKIR í KÖRFUKNATTLEIKNUM Innanhúsíþróttir hafa verið stundaðar af kappi á Suðumesjum í vetur, — bæði sem keppnisíþróttir — og einnig hafa menn æft ýmsar greinar sér til helsubótar og ánægju. Að þessu sinni skulum við aðeins beina sjónum að knattleikjum og árangri Suðumesjamanna í keppni landsmóta. Hver veit nema við getum eitthvað tjáð okkur um heilsu- ræktaríþróttir seinna en þær em í ömm vexti hér sem víða annars staðar á landinu. Meisuiraflokkur Keynis í Sandgerdi i handknaltleik, sem í síðustu viku tryggði 2. deildarsteti að ári medsigrum á Skallagrími, 34:21 og Ögra, 39:16. Keppninni í þridju deild erenn ekki lokid en Reynisstrákarnir hafa lokid leikjum sínum og lenda í I. og 2. sœti í deildinni og haja þarmed nád þeim árangri ad keppa í 2. deild á næsta keppnistimabili. I’etta eradeins þriöja árid, sem Reynismenn taka fxitt í landsmóti í handknattleik og þvi um örar framjarir ad rœda. A myndinni eru eftirtaldir t.f. v.: Gudmundur Arni Stefánsson, sem einnigþjálfar liðid, Danícl Einarsson, Páll Ketilsson, Heimir Morthens, fyrirlidi, Hólmþór Morgan, Kristinn Annannsson, Grétar Mar Jómsson, liðstjóri. Nedriröð frá vinstri: Gísli Eyjólfsson, Sigurdur Sumarlidason, Jóhann Gunnarsson, Sigurður Guðnason, Olgeir Andrésson, Freyr Sverrisson og Eiríkur Benediktsson. Á myndina vantar, Einar Benediktsson og Ólaf Óskarsson. merkinu á lofti og UMFN sigraði í II- flokki kvenna á íslandsmótinu, en ÍBK í III-flokki svo að tveir titlar eru þar í höfn. II-flokkur kvennaflokks ÍBK, keppir í úrslit- um við Hauka í Bikarkeppninni og hafa því komið nokkuð á óvart, með litla reynslu að baki. Grindvíkingar og Sandgerðing- ar iðka líka körfuknattleik og þeir fyrrnefndu eru í I-deiIdinni og gengur þar miðlungi vel, en eiga hins vegar nokkuð sterka yngri flokka. Reynismenn voru með tæmar á Il-deildinni, með sinn meistaraflokk, en vantaði herslu- muninn, sem kemur líklega næsta ár. Yngri flokkarnir lofa góðu, - þar eru efnilegir leikmenn en vant- ar meiri breidd. Handknattleikur Einna fréttnæmast af þeim vett- vangi er góð frammistaða Reynis í Sandgerði. Þeir urðu í öðru sæti í III- deildinni og leika því í Il-deild na^ta ár. Hefur liðið náð undra- verðum árangri undir stjóm Guð- mundar Árna Stefánssonar, fyrr- um FH-ings, sem leiðbeint hefur og spilað með þeim tvo vetur. Er fyllileg ástæða til að óska þeim til hamingju með þennan árangur. Pétur Bjarnason hefur þjálfað alla flokka ÍBK í handknattleik í vetur, bæði karla og kvenna og má telja árangurinn þolanlegan, þótt hvergi sé um sigur í landsmóti að ræða. Einna lengst komst meist- araflokkur kvenna, náði 3. sæti í Il-deild. III- og IV-flokkur karla stóð sig einnig nokkuð vel, en aðr- ir lakar. Að sögn Péturs háir aðal- lega naumur æfingatími, - yfirleitt ekki nema tvær æfingar í viku, sem er allt of lítið til að árangurs sé að vænta. emm. Þriðji flokkur kvenna ÍBK, íslandsmeistarar 1983. Aflari röð frá vinstri: Cuðhjörg Guðmundsdóttir, Bryndts Jónsdóttir, Fjólu Þor- kelsdóttir, Gunnhildur Hilmarsdóttir. Fremri röð frá vinstri: Anna Gunnarsdóttir, Björg Hufsteinsdóttir, íris Ástþórsdóttir og Anna María Sveinsdóttir. ÞjálfarannJón Kr. Gíslason vantar á myndina. (Ljósmynd Einar Falur) Annar flokkur kvenna UMFN, íslandsmeistarar 1983. Aftari röð frá vinstri: llulda Lárusdóttir fyrirliði, Halldóra Magnúsdóttir, Arný Þorsteinsdóttir, Katrín Eiríksdóttir. Fremri röð frá vinstri: Helga Friðriksdóttir, Ragnhildur Ingóifsdóttir, Brynja Ingólfsdóttir og Olöf Einarsdóttir. Þjálfarann Bill Kottermann vantará myndina. (Ljósmynd Einar Falur) adioasM, ididoí'

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.