Faxi


Faxi - 01.03.1983, Blaðsíða 19

Faxi - 01.03.1983, Blaðsíða 19
«MS á Islandi - alþjóðleg fræösla og samskipti - Kæri lesandi. Okkur langar til að vekja athygli þína á félaginu AFS á íslandi. AFS á Islandi er sjálfstœtt félagsem leggur áherslu á menningárleg samskipti og tengsl milli þjóða heims. Það vill auka skilning og virð- ingu millifólks afólíkum uppruna og þannigstuðla að friði í heiminum. AFS á íslandi er aðili að alþjóðlegum samtökum sem heita AFS International Intercultural Pro- grams. Auk Islands, standa að þessum sæntökum um 60 þjóðlönd í öllum heimsálfum. Til þess að koma á auknum kynnum milli fólks afólíku þjóð- erni, er ungu námsfólki gefinn kostur á að dvelja í eitt ár, eða í 2 mánuði, hjá annarri fjölskyldu í öðru landi. Ungt fólk hefur góða aðlögunarhœftleika, er oftast fordómalausara en þeir fullorðnu og vill gjarnan kanna nýjar slóðir, reyna eitthvað nýtt. Með því aðfara sem skiptinemar, gefst því kostur á að kynnast afeigin raun annarri menningu, öðr- um siðum, venjum og lífsviðhorfum. Þau tengjast varanlegum vináttuböndum og snúta heim margs fróðari, víðsýnni og reynslunni ríkari. Augit þeirra liafa opnast fyrir því sem er sameiginlegt öllum mönnum, hverjar svo sem stjórnmálaskoðanir eru, trúqrbrögð eða litarháttur. Á hverju ári sendir AFS á Islandi mun fleiri ungmenni til annarra landa en það tekur á móti. Við menntum unga fólkið okkar, upplýsum þttð um aðrar þjóðir og gefum því ómetanlegt tœkifœri til aukins þroska, en þegar kemur að okkur að gjalda líktt líkt og gefa erlendum ungmennum tceki- fœri til að sœkja okkur heitn og frœðast wn íslenska menningu og þjóð, þá er eins og áhuginn minnki. Fólk hikar, telur sig illa í stakk búið til að taka við erlendum nema inn á heimilið, telur það of mikla fyrirhöfn o.fl. o.fl. Þœr fjölskyldur sem þegar hafa reynt þetta og opnað heimili sín fyrir ttngu og fróðleiksfúsu fólki af öðru þjóðerni, hafa komist að raun um að þetta er ekki svo vandasamt eða erfitt. Það er miklu fremur einstaklega ánœgjuleg og sérstök lífs- reynsla, sem það hefðisíst viljað vera án. Góðir Suðurnesjamenn, látið ekki ykkar eftir liggja. Gefið ungu áhugsömu fólki kost á að koma til Islands og biía hjá ykkur í 2 mánuði í sumar eða eitt ár og ganga í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Þannig leggið þið vkkar að mörkum til að auka kynni og tengsl milli einstaklinga og þjóða ogstuðla að auknum friði, skilningi og réttlœti í heiminwn. f.h. AFS á íslandi, Sólveig Karvelsdóttir, framkvæmdastjóri. isferð þarna úteftir og það hreif mig þá, hvað fólkið þarna var kátt og skemmtilegt og þess vegna langaði mig til að fara að vinna þarna í jólafríinu. Þegar ég var að vinna urðu mér á mörg mistök, t.d. missti ég bakka fullan af flök- um á gólfið og í annað skipti sprautaði ég alveg óvart vatni beint framan í konuna sem er verkstjóri, en hún bara hló og sagði að þetta væri allt í lagi. En ég hélt auðvitað að hún yrði vond og ræki mig. Svo á jólunum fékk ég jólapakka frá Baldvini og í honum var jólasilfurskeið. Hittir þú aðra skiptinema? Fyrstu vikuna sem ég var hér hittumst við allir skiptinemend- urnir daglega í Reykjavík, þar sem fólk frá AFS hafði námskeið fyrir okkur, einkum í íslensku og AFS reglunum. Við vorum þarna 12 skiptinemar, en eftir þessa viku dreifðumst við um landið, og síðan hittumst við 6-7, sem erum í Reykjavík og nágrenni. í nóvem- ber var svonefnd menningarhelgi og þá hittumst við öll, líka krakk- arnir utan af landi. Hvað verður þú lengi hér og hvað tekur við þegar þú kemur heim? Ég fer heim 5. júlí. Það mun verða erfitt að slíta sig frá öllu hér og ná aftur sambandi við foreldra og vini. Ég byrja í skólanum heima í september. Hefurðu ákveðið framhalds- nám? Já, ég ætla í háskólanám. Ég stefni að því að verða læknir. Heldurðu að þú eigir eftir að koma aftur til Islands. Já, auðvitað kem ég aftur Þegar unglingur er aðeins 17ára og fer að heiman í eitt ár, þá mun honum alltaf finnast að hann eigi tvennt af öllu, tvö ættlönd og tvær fjölskyld- ur. Helga S. Pétursdóttir. Magnús Gíslason skrífar: Hvergi veikan hlekk aö finna hjáLitía leikfélaginu Snemma í mars sýndi Litla leik- félagið í Garðinum danska barna- leikritið Hvað er í kassanum? Efn- ið er í aðalatriðum það að nokkrir krakkar stelast upp á háaloft og komast þar í kistu með margs kon- ar fatnaði sem gefur ímyndunarafl- inu lausan tauminn, en svo illa eða vel vill til að hurðin læsist og þau komast ekki út og sofna. Þá fara á kreik ýmsar furöuverur sem hús- vörðurinn fær að kljást við rétt eins og hinar ntennsku. Alls stóðu að þessari ágætu sýn- ingu og jafnframt 14. verkefni LL á rúmunt fimm árum nærri 40 manns, allt frá leikstjórn til förö- unar og var hvergi veikan hlekk að finna. Með aðalhlutverkin, krakk- ana, fóru Karl Finnbogason, Helgi Steinsson, Eygló Eyjólfsdóttir, Gunnrún Theódórsdóttir, Egill Egilsson og Sigríður Brynjarsdótt- ir, öll hin hressustu og lifðu sig vel inn í hlutverkin. Rósir, jólasvein- ar, indíánar, draugar og dans- kennari ýmist liöu eða geystust unt sviðið í viðeigandi klæðnaði en af og til mundaði húsvörðurinn kúst- inn, en hann var mjög skemmtileg- ur í meðförum B jarna Kristinsson- ar. emm. FAXI - 75

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.