Faxi


Faxi - 01.03.1983, Blaðsíða 10

Faxi - 01.03.1983, Blaðsíða 10
TÓMAS TÓMASSON: Er skynsamlegt aö sameina sveitarfélög á Suðumesjum? Hinn 10. mars s.l. gekkst félagsmálaráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga fyrir ráðstefnu í Reykja- vík um sameiningu sveitarfélaga. Fulltrúar sex lands- hlutasamtaka fluttu þar framsöguerindi. Af hálfu Sam- bands sveitarfélaga á Suðumesjum flutti Tómas Tómas- son, forseti bæjarstjómar Keflavíkur, erindi það sem hér fer á eftir. Ættarsamfélagið Einn helsti grundvöllur þeirra samfélaga, sem landnámsmenn- irnir íslenzku voru runnir úr, var ættin. Hún var aðalbakhjarl ein- staklinganna, til hennar leituðu menn um vemd, um hefnd og um framfærslu. En við landnám í stóru landi, sem víða var torsótt yfirferð- ar og var og er enn dreifbýlt, þá losnaði mjög um hin rótgrónu ætt- artengsl. Að vísu var frændgarður mikilsverður á íslandi til foma, en ættin varð ekki jafntraustur hlífi- skjöldur manna hér og verið hafði í fornum heimahögum landnáms- manna. Hér varð annað að koma til, og landnámsmenn, eða fyrstu afkom- endur þeirra, fundu lausnina. Eitt af því merkasta í þjóðveldislögum okkar, er einmitt skipting landsins í framfærslusvæði, hreppa. Löghreppar verða til í tveimur köflum Grágásar er fjallað sérstaklega um sveitar- stjórnarmálefni. Par segir m.a. „Löghreppar skulu vera á landi hér. En það er löghreppur er 20 búendur eru í eða fleiri“. Par er og Notar þú tvenn gleraugu? VARILUX GLERID sameinar þau íein GLERAUGNAVERSLUN KEFLAVÍKUR HAFNARGÖTU 27 - SÍMI 3811 Tómas Tómasson. heimilað að skipta hreppi í enn minni einingar eða umdæmi til matgjafar og tíundar. Einnig er ákvæði er sýna að mörk hreppa hafa verið staðarleg, en engin merki sjást þess, að þeir hafi verið háðir goðorðaskipan. Einnig segir í Grágás ,,. . .skulu svo hreppar allir settir sem nú eru“. Þetta sýnir að hreppaskipan hefur verið kom- in þegar þessi Iagaákvæði voru sett, eða fyrir ritunartíma laganna. Uppruni hreppanna er að vísu óviss, en ljóst er t.d. af tíundarlög- gjöfmni frá 1096, að þá er föst skipan komin á þessi mál, því þar er hreppunum fengið það verkefni að innheimta og skipta tíund. Þessi skipan mun vera einsdæmi um öll[ nálæg lönd, nánast allsstaðar var slíkt í höndum kirkjunnar. Hreppaskipan hlýtur því að hafa verið fastmótuð þá, því ella hefði hreppnum ekki verið falið jafn- þýðingarmikið verkefni. Sennilegt má telja að hreppa- skipanin hafi komist á nær miðri 10. öld, án fyrirmyndar erlendis frá, og að rætur þeirra skipunar hafi verið í fátækraframfærslunni, þó hreppar yrðu fljótlega sam- vinnuhéruð á fleiri sviðum, t.d. um fjallskil, ferjuhald, refaveiðar o.fl., og snemma á 12. öld merki- legt samábyrgðarfélag, en ákvæði þjóðveldislaga um það vekja einna mesta athygli nútímamanna. Enn síðar, með lögtöku lögbókanna, Jámsíðu og Jónsbókar, urðu hreppamir svo sérstök dómsagn- arumdæmi. Hreppsbúar réðu sjálfir stjórn mála sinna. Bændur kusu úr sínum hópi 5 sóknarmenn, hreppstjóra, til þess að fara með stjórn hrepps- mála. Ég læt nú lokið þessum sundur- Iausu orðum um uppruna hreppa, en bendi á hina merkilegu tilurð þeirra og tilgang og að þeir em elsta samfellda stjórnsýslueiningin á sviði framkvæmdavaldsins hér á landi. Árið 1703 voru alls 163 hreppar hér á landi og það er hald fræði- manna að fjöldi þeirra hafi lítið breyst frá því á þjóðveldisöldinni og til þess tíma. Árið 1872 eru þeir orðnir 169. Þá hafði Reykjavík verið gerð að sérstöku lögsagnar- umdæmi, og Akureyri og ísafjörð- ur orðið sérstök sveitarfélög. Síð- an fjölgar tölu sveitarfélaga svo að um s.l. aldamót voru þau 190 og árið 1951 229, en síðan hefur þeim aftur farið fækkandi, og eru nú tal- in 224 sveitarfélög í landinu, 22 kaupstaðir og 202 hreppar. Sveitarþyngsli leiddu oft til skiptingu hreppa Allt fram undirsíðustu aldamót, mun skipting hreppa m.a. hafa átt rætur að rekja til ótta um aukin sveitarþyngsli, og á harðindatím- um virðast menn hafa litið svo á, að fámennir og litlir hreppar stæðu betur að vígi fjárhagslega, heldur en stórir og fjölmennir. Það væri auðveldara fyrr lítinn hrepp að ráða við þann vanda, sem bágindin sköpuðu fólki, bæði að ráða við vandamálið sjálft, svo og að hafa yfirsýn og sporna gegn aukinni framfærslu hreppsins. Þetta var hinn forni ótti, sem endurspeglast í ákvæði Grágásar um að skipta megi hreppi til matgjafar og tíund- ar. Einnig varð meiri hætta á slíku vandræðaástandi og auknum sveitarþyngslum í þeim hreppum þar sem lítil og vanmátta sjávar- pláss skutu rótum, eftir að byggða- þróun hér á landi tók þá stefnu, enda ekki ótítt að þangað safnaðist fólk, sem flosnað hafði upp í sveit- 66 - FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.