Faxi

Árgangur

Faxi - 01.04.1983, Blaðsíða 5

Faxi - 01.04.1983, Blaðsíða 5
r Æviminningar ÞorgrímsSt. Eyjólfssonar m/ VIÐTAL PÉTUR PÉTURSSON ÞULUR v -4. HLUTI ÞORSTEINSBÚÐ, Hafnargötu 18, Keflavík, eins og verslunarhúsið leit út, þegar Þorgrímur St. Eyjólfsson var jmr starfandi. Við ættum að halda áfram með Keflavík því þú hefur komið mikið við sögu í uppbyggingu staðarins hér, Þorgrímur. Tekið virkan þáttí margs konar félagsmálefnum og umsýslu, bceði kaupsýslu og í stjórn Sparisjóðsins og rnargra fé- laga hér, en mig langar til þess áður en við förum lengra út í það, að biðja þig um að rifja eitthvað upp frá fyrri tíð í sambandi við versl- unarhætti, og eitthvað sem frásagn- arvert er frá þátttöku þinni þar, og kannski því sem þú manst frá því sem var áður en þú byrjaðir að taka virkan þátt í þessu. Þetta breyttist nú með árunum að nokkru, en allt fram að þeim tíma er ég fór að starfa hér við verslun þá var það nú þannig, að menn sem unnu við sjó unnu við báta hér á vertíðum, þeir fengu sitt afskammtaða uppeldi ef að mætti nota það orð. Þetta mörg hundruð krónur fyrir vertíðina til úttektar sem útgerðarmaðurinn sá svo um að greitt yrði í vertíðarlokin. Það var algengt 500 kr. Sérstaklega er mér nú minnisstætt mjög mann- margt heimili og þaðan var komið svo að segja dagiega í verslunina, þar sem ég var, og þar var verið alla vertíðina að taka út þessar 500 kr. Það var ekki mikið tekið út af fatnaði, en það var tekið það al- nauðsynlegasta sem þurfti til hnífis og skeiðar. Þetta heimili komst af þannig, að ég vissi aldrei að það fengi neina aðstoð frá því opin- bera. Það þóttu afar þung spor í þá daga að leita til þess opinbera um aðstoð. Það var ekki gert fyrr en í ýtrustu neyð. Sumir lögðu það hart að sér, að jafnvel létu þeir sjálfa sig svelta heldur en að fara þau spor ef nokkur von var að úr mundi rætast á næstunni. Þú minnist á verslun sem þú starfaðir við. Eg sé hér mynd af Þorsteini Þorsteinssyni kaup- 'nunni. Það var Þorsteinsbúð sem þú vannst við hvað lengst? Já, ég starfaði hvað lengst við hana. Ég var þar fyrst við verslun- arstörf hjá Þorsteini í nokkur ár. Síðan gerðist ég meðeigandi hans í versluninni, og var þar meðan hans naut við. Eftir hans dag urð- um við Elías, sonur hans, eigendur að þessari verslun. Það var ákaf- lega góður skóli fyrir mig að vera með svo ágætu fólki eins og það fólk var, og ég tel það eitt af mínu lífsláni að hafa kynnst og umgeng- ist það fólk. Lífið býður nú upp á það fyrir marga, að það eru atvik sem ráða því oft hver örlög manna verða í lífinu. Mín örlög hafa, held ég, ráðist við það að komast í sam- band við þessa fjölskyldu. Lífs- starf mitt byggðist eiginlega upp eftir að ég fór að vinna þarna í samvinnu við þessa fjölskyldu. Fyrst í versluninni með Þorsteini og svo þegar ég og Elias, sonur Þorgrímur St. Eyjólfsson í húðinni, sem setl var upp á sýningu vegna 25 ára afmælis Keflavíkurbœjar. - Peningakassin er úr Þorsteinssbúð, og ýmsir fleiri munir og áhöld sem sjást á myndinni. hans, ásamt Þórði Péturssyni, hóf- um hér frystihússrekstur, og störf- uðum að því áratugum saman. Þetta er í stórum dráttum mín saga sem starfsmanns. Þama má náttúr- lega margt segja, en það er betra að láta aðra greina frá því heldur en mig. Þú gætir nú rifjað upp einhver atvik úr Þorsteinsbúð, eða úr við- skiptalífinu hérna. Eða verslun hér á Suðurnesjunum almennt. Um verslun hér á Suðumesjum almennt í þá daga get ég sagt það, að það vom nú ekki stærri umsvif- in heldur en það að hér þekkti maður hvem einasta mann. Ég held að vel flestir af þeim mönnum sem héma þurftu á einhverju að halda hafi nú komið í verslunina til okkar á þeim tíma. Maður þekkti ekki eingöngu fólkið í Keflavík heldur þekkti maður meiripartinn af fólkinu hér á Suðurnesjum sem var á annað borð á faraldsfæti og kom í kaupstað. Þetta er orðið mjög breytt núna. Nú er það þann- ig, að maður þekkir ekki nema eitt og eitt andlit af þeim sem maður hittir hér á götum í Keflavík. Ég tala nú ekki um það hvað maður þekkir lítið af fólki sem býr hér í kringum mann á Nesinu. Margt af þessu fólki var indælt fólk. Innan um þetta vom sérstæð- ir persónuleikar eins og gerist og gengur og hefur alltaf gerst með okkur. Maður var nú ekki alltaf hrifinn. Menn fengu sér stundum í staupinu í þá daga eins og núna, og það kom fyrir að í þröngum húsa- kynnum, þá komu menn þama við og vom þá við skál. Það var ekki frítt við að það færi um mann geig- ur, því að þetta var heldur þröngt, og ef menn hefðu hugsað sér eitt- hvað til hreyfings, að eitthvað myndi þá hnjóta um hjá manni. En þetta fór í flestum tilfellum nokk- uð blessunarlega, því jafnræði var svo mikið með ribböldum, að þeir þorðu varla að ráðast hver á ann- an. Það bjargaði hugleysingjunum frá því að vera nokkuð að skipta sér af málunum. Það hefur nú verið sukksamt á vertíðinni stundum. Hingað hefur komið fjöldi aðkomumanna? Já, það var nú sukksamt, en það bar nú ekki svo mikið á því hvers- dagslega í verslunum. Hitt er ann- að mál að þegar lokadagurinn kom þá urðu margir góðglaðir, og þá bar nokkuð á því, því þá voru menn við skál á öðmm tíma heldur en venjulega. Þegar dansleikir vom og skemmtanir þá bar nokk- uð á því að menn væm nokkuð uppivöðslusamir, og gat þá slegið í brýnu. En hversdagslega bar lítið á drykkjuskap í þá daga nema þegar nálgaðist lok. Utan einn og einn maður sem drakk, að kallað var. FAXI - 93

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.