Faxi

Árgangur

Faxi - 01.04.1983, Blaðsíða 23

Faxi - 01.04.1983, Blaðsíða 23
ámað heilla... ámað heilla... ámað heilla... ámað heilla... ámað BJÖRN FINNBOGASON ÁTTRÆÐUR Sunnudaginn 3. apríl s.l. vard Björn Finnbogason í Gerdum átt- ræður. Þó engum vœri boðið, litu margir inn hjá honum sem vænta mátti og bárust honum rnargar kveðjur og gjafir. Björn er fæddur í Gerðum 3. apríl 1903. Foreldrar hans voru Finnbogi Lárusson sem þá rak verslun, útgerð og btlskap í Gerð- um og Björg Bjarnadóttir kona hans. Arið 1906 selur Finnbogi jörðina Gerðar, verslunina og útgerðina til Milljónafélagsins sem svo var kall- að og flyst að Búðum á Snæfells- nesi. A Búðum rak Finnbogi mikla verslun og útgerð og hafði að auki stórt bú. 1914 hætti Milljónafélagið rekstri sínum í Garðinum og keypti Finnbogi þá jörðina aflur. Ári síð- ar 1915 deyr Björg kona hans, og flutti luinn j>á aftur að Búðum sem hann hafði ekki selt. Með honum fóru börn [>eirra en þau voru: Bjarni, Hólmfríður, Guðrún, Björn, Auður, Þórður, Jón, Guðmundur og Ingólfur. Gerðarnar selur hann ári síðar Eiríki Þorsteinssyni, er síðar seldi Jörðina Sveini Magnússyni. Finn- hogi byrjar að versla í Ólafsvík árið /925 en hafði áfram búskap og verslun að Búðum. Björn Finn- bogason vinnur lijá föður sínum v‘ð búskap og verslun á Búðum. Einn vetur 1919-1920 er hann við nám hjá sr. Friðriki Rafnar að Utskálum og næsta vetur í Flens- Ólafur Ingibersson og fjölskylda. Fremri röð frá vinstri: Ólafur Ingibers- son, Hjördís, Hulda og Marla. Aftari röð frá vinstri: Ingiber Marinó, Eiríkur Gunnar, Reynir Jens, Albert, Ólafur Már, Jóhann Ellerl, Sverrir og Stefán. * borgarskóla í Hafnarfirði og fer síðan afturað Búðum. Sumarið 1929 vinnur hann í verslun föður síns í Ólafsvík en um haustið ræðst hann til Isfélags Gerða, sem útgerðarmenn í Garð- inum áttu ásamt fleirum. Sá rekstur var í húsinu j>ar sem nú er niður- suðuverksmiðja, gamla íshúsinu. Tveim árum síðar kaupir hann sína fyrstu húseign. Það var gattila skólahúsið sem byggt var 1872 og síðar samkomuhús setn stúkan átti. Þetta htis var löngum kallað ,,Gamli templarinn". 1 þessu húsi byrjaði Björn að verka fisk. Seinna keypti hann líka Sighvatarhúsið í sama skyni. Þegar Sveinn Magnús- son seldi Gerðarnar árið 1937 keypti Björn af hotmm og hóf verslun og btískap. Björn rak fiskverkun fram til 1950 og verslunina til 1979 að und- anskildum árunum 1956-1958 en j>á leigði hann ,, Verslun Notma og Bubba“ verslunarhús sitt. Þar til 1955 verslaði Björn í gamla versl- unarhúsinu í Gerðutn en þá flytur hann í nýtt verslunarhúsnœði á horni Garðbrautar og Gerðavegar. Björn var urnboðsmaður Bruna- bótafélags lslands í 50 ár eti því starfi hætti hann í vetur. Arið 1934 er Björn kosinn í hreppsnefnd Gerðahrepps. Odd- viti var Guðtnundur Þórðarson. Eftir kosningarnar 1938 deyr Guð- mundur. Þá var kosittn oddviti Þórður Guðmundsson en hatin neilar að taka við og sömuleiðis Þorlákur Benediktsson. Björn fellst j>á á að taka við oddvitastarf- inu en var þá ákveðinn í að hœtta alveg afskiptum af hreppsmálum eftir j>að kjörtímabil. Honum fannst fara í það of tnikill tími. Samt fór svo, að hann var oddviti til 1974. Kona Björns erAuður Tryggva- dóttir, en jxtu gengu í hjónaband 1937. Foreldrar hennar voru hjón- in Tryggvi Matthíasson bótuii og smiður á Skeggjastöðum og Kristín Þórðardóttir bæði ættuð úr Kjós- inni. Tryggvi var fyrsti smiðurinn í Garðinutn tneð löggild réttindi t sinni iðn. Börn Björns og Auðar eru Björg og Finnbogi. Jón Olafsson ÓLAFUR INGIBERSSON SJÖTUGUR I þrjá fjóra áratugi fylgdust Suð- urnesjamenn og þó einkum Kefl- víkingar og Njarðvíkingar tneð Ólafi Ingiberssyni, bifreiðar- stjóra. A hverjum virkum degi ók hann vörum milli Keflavíkur og Reykjavíkur, birgði verslanir upp af varningi og útréttaði stórt og smátt fyrir marga hér syðra, sem ekki gáftt sér tírna frá önn dagsins til að skjótast í Hafnarfjörð eða Reykjavík ef hjá því varð komist og />að var æði oftsem jmð tókst vegna öruggrar og auðsóttrar fyrir- greiðslu Óla Ingiberssonar og vin- semdar hans. Okkur fannst alltaj Ólafur vera á miðjum aldri. Hann byrjaði ævistarfið ungur. I æsku og á unglingsárum snérust öll vinnu- brögð Itans utn útgerð og fisk- vinnslu ttieð föður síntttn ogfrænd- um, setn allir voru athafnamenn í jteirri atvinnugrein. Síðar fór hann á Flettsborgarskólann í Hafnar- firði, en ekki lá leiðin lengra út á langskólabrautina. Hann ályktaði að í litla sjávarjyorpinu suður tneð sjó biði hans ætlunarverkið. Ilann var tengdur traustum bötulum for- tíð fólksins sem jxtr bjó og jxtr mundu niðjar hans eiga frjómold. Þar var líka hans góði lífsföru- nautur, Marta Eiríksdóttir, að taka út sinn æskuþroska og kannske hefur hennar aðdráttarafl átt drjúg- an jxítt í að laða sveininn unga aftur vestur á bóginn. Brátt eignaðist hann börn og buru og bú á loftinu að Hafnargötu 24 í Keflavík. Hann átti líka stóran vörubíl og hafði ábyrgðarstarf með höndum. Hann var og er traustur og trúverðugur borgari, sem við lítum upp til. Allt jxtta setti hann á bekk tneð mið- aldra mönnum jx> enn væri hann raunar kornungur. Bráðefnilegum börnum fjölgaði ört og með hverju árisem leið fjölg- aði Reykjavíkur-útréttingarferðum hans utn 300 — ekki mátti slá af þótt starfið væri þreytandi og færi illa með líkama og farartæki því lengst af var vegurinn nánast veg- leysa. En þó að aldur færðist yfir Ólaf eins og aðra, varð jxið ekki séð á honum. Hann var áfram mið- aldra maður í okkar augum, hans blíða viðtnót, létta lund og þjálfaða hugarfar leyndi okkur jteirri stað- reynd að á langri ævi og ótal ferð- utn um Ódáðahraun íslenskra þjóðvega — holótta og grýtta Reykjanesbraut — lét sterkur lík- ami hans sittátt og smátt undan hnjaskinu. Það eru því nokkur ár síðan að hann hætti atvinnuakstri af illri nauðsyn. En eins og fyrr segir á hann hóp yndislegra barna og barnabarna — alls eru afkom- endurnir nú 56, flestir hér í Kefla- vík, en aðrir víðs vegar um landið. Húsrýmið í risinu að Hafnargötu 24 var ekki mikið fyrir þessa stóru fjölskyldu — hjónin, 10 börn og vinnukonu. Þó tókst að bæta tveimur við fjölskylduna. Þegar Guðrún móðir Mörtu missti Eirík, nuinn sinn, flutti hún, ásatnt Sveini 7 ára dóttursyni sínum sem var í fóstri hjá henni, á loftið til Mörtu og Ólafs. Sveinn ólst svo upp lijá jx’im til fullorðinsára en Guðrún var hjá jjeim í35 ár— jxir tilað hún dó í hárri elli. Ólafur og Marta urðu oftast að vinna langan og strangan vinnudag til að sjá far- borða jx’ssu stóra heimili, en fxið gerðu jxiu af myndarskap og reisn. Nti njóta þau ávaxtanna af því starfi með heimsóknum og stund- ardvöl hjá börnunum, njóta að sjá hvernig jxárra ungi gróður dafnar vel í mannlífinu umhverfis jxiu. Ólafur varð sjötugur 5. apríls.l. Eg er einn úr þeim stóra hópi setn />akkar Ólafi samfylgdina, lipurð- ina, Ijúfa viðtnótið og hlýja hlátur- inn á liðnum áratugum. Ég óska honum og fjölskyldu hans til luim- ingju með afmælið. J.T. FAXI-111

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.