Faxi

Árgangur

Faxi - 01.04.1983, Blaðsíða 24

Faxi - 01.04.1983, Blaðsíða 24
BRÉFTILFAXA Kærar þakkir fyrir FAXA-blöðin, sem ég hefi fengið með góðum skilum og haft ánægju af að lesa. Greinar Ragnars Guðleifssonar um samvinnu- mál á Suðurnesjum hafa t.d. brugðið upp annarri mynd af þessum málum og mönnum, sem að þeim störfuðu en ég hafði áður þekkt, og fleira mætti til nefna úr efni blaðanna en er ekki ástæða til hér. Þegar ég las um andlát og útför Helga S. þá rifjaðist margt upp fyrir mér frá æskuslóðunum og skóla- og skátastarfi þar. E.t.v. get ég ekki sagt að ég hafi þekkt Helga, en af kynnum okkar og lestri eftirmæla um hann þá finnst mér helst að hann hafi verið gæddur svipuðum eðlisþáttum og sum- ir þeir menn, sem leiddu þjóðir Afríku til sjálfstæðis og urðu fyrstu leiðtogar þeirra frjálsra. Þeir náðu jafnt tilbama og fullorðinna. Nú, en ástæðan til að ég minnist á þetta er sú, að við þessa upprifjun þá datt mér í hug, að þegar ákafinn hjá mér var sem mestur í skátastarfinu, þá hefði manni ekki þótt ónýtt að fá meiri innsýn í umhverfi og persónur frum- PENNAVINUR Sautján ára stúlka Inger Marie Kær- gaard, hefur skrifað Faxa. Hún óskar eftir pennavin. Hún er 17 ára. Hún les og skrifar ensku og þýsku auk dönsku. Ahugaefni hennar eru margvísleg, - lestur, hljómlist, pennavinir, list, saga, íþróttir, alþjóða stjómmál og margt fleira. Hún óskar eftir pennavini héð- an sem upplýsir um aldur, kyn, áhuga- mál o.fl. sem slík samskipti varðar. Utanáskrift hennar er: Inger Marie Kærgaard Fjordkær 106 V. Jölby DK-7950 Erslev Denmark. Sigurður Jónsson. kvöðlanna. Svo vill til, að hér í Nyeri dvaldist upphafsmaður skátahreyfing- arinnar Lord Baden-Powell síðustu æviár sín og er hann ásamt konu sinni grafinn hér. Nyeri er því n .k. Mekka skáta, og árlega koma skátar víðs veg- GLÆSILEGUR ÁRANGUR Fimmtudaginn 14. apríl var aðal- fundur haldinn í Krabbameinsfélagi Suðurnesja. í skýrslu formanns Ey- þórs Þórðarsonar kom fram að félags- tala hefur aukist úr 41 félaga 1979 í 1042 félaga - eða tuttugu og fimmfald- ast. Frá aðalfundi félagsins 1980 hefur verið unnið skipulega að því að ná þessum glæsilega árangri, sem hefur farið langt fram úr glæstustu vonura. Heiður sé öllum þeim sem berjast gegn Krabbameininu - þeim voðalega vá- gesti sem tekur nú líf ungra sem gam- alla oft með afar erfiðum hætti. Félag- ar í Krabbameinsfélagi veita viðnám með þáttöku sinni og félagsgjöldum, sem notuð eru til varnaraðgerða með fjölda skoðunum og rannsóknarað- gerðum. ar að hingað. Fæðingardagur þeirra hjóna, sem er 22. febrúar er líka tilefni minningarathafnar og skrúðgöngu hér árlega, og koma skátar víða úr landinu þá til Nyeri. Eg smellti því filmu í myndavélina og fór í leiðangur til bústaðar Baden- Powell sem og út í kirkjugarð, og safn- aði nokkru myndefni sem ég vona að sé sæmilegt að gæðum og e.t.v. not- hæft til prentunar. Hugmyndin var sú að senda þér þetta ásamt fáeinum lín- um, ef Faxi eða skátar í Keflavík hefðu áhuga á að nota efnið á einhvem máta. Pví miður hef ég engar bækur eða ann- að um þennan ágætismann, Baden- Powell, og man nú ekki lengur til að fara með þau ágrip af sögu hans sem ég lærði fyrrum. Eg þykist þó vita að þið eigi auðvelt með að fylla í þær eyður, sem mig vantar, enda er ekki endilega nauðsynlegt í öllum tilvikum að rekja slíka sögu til hlítar. Eg vonast til að ljúka filmunni fljótlega og setja hana í framköllum, svo væntanlega gæti ég sent þér myndimar í byrjun apríl. Manni finnst ætíð þegar maður sest niður til að skrífá bréf að það sé ekki fullkomnað fyrr en eihverjar fréttir hafa verið sagðar. Enda þótt ég hafi ekki neinar sérstakar fréttir héðan, þá má ég til að geta um viðbrögð vinnu- konunnar við Faxa. Hún hefur 10 ára menntun og talar og skrifar vel ensku, en er hún fletti blöðunum þá skildi hún auðvitað ekki textann og myndefnið var það eina sem hún skildi. Ég sá að hún var eitthvað hugsandi og fletti febrúarblaðinu tvisvar. Er ég spurði um ástæðuna þá varð hún dálítið vand- ræðaleg, en spurði mig svo af hverju allir væri svona alvarlegir og ekki einu sinni bömin brostu. Hvemig svarar maður svona spumingu? Ég greip til þess ráðs að skoða dagblaðið og sem betur fer birtust myndir af alvarlegum stjómmálamönnum á síðum þess þennan dag svo og ein af fjölskyldu í brunarústum húss síns. Með þetta að vopni sem og þá skýringu að margt fólk yrði alvarlegt þegar því væri stillt upp fyrir framan myndavél, þá komst ég þokkalega frá þessu, en með sjálfum mér vissi ég auðvitað að athugasemd stúlkunnar var rétt, og skýringar mínar stæðust ekki nánari skoðun. Prátt fyrir efnaleysi, þá er lífsgleði fólks hér al- mennt mun meiri en við getum sagt um okkur heima á Fróni. Kær kveðja, Sigurður Jónsson. Sigurður man hugtakið: Einu sinni skáti, ávallt skáti: Hann sendir því öll- um skátafélögum í Keflavík skátahug- Ieiðingu sumardaginn fyrsta eins og áður. Petta var eUiheimili Baden-PoweU hfónanna, eins og fram kemur i frásðgn Sigurðar. AÐVÖRUN til bifreiðareigenda í Keflavík, Njarð- vík, Grindavík og Gullbringusýslu Álagður þungaskattur árið 1983 með gjalddaga 1. janúar sl., féll í eindaga 1. apr. 1983. Ef þungaskatturinn verður ekki greiddur fyrir 30. apríl n.k. verða reiknaðir dráttar- vextir frá og með 1. janúar 1983 til greiðsludags. Lögreglustjórinn í Keflavík, Njarðvík, Grindavík og Gullbringusýslu 4 PAXTU 4 THIS COTTAgI WAS BUILT FOR J LORD BADEN-P0WELL OF CILWELL O.M., G.C.M.C., G.C.V.O., K.C.Ð., FOUNDER 0F THE BOY SCOUT M0VEMENT WHO LIVED HERE FR0M OCTOBER I938 UNTIL HIS DEATH ON 8** JANUARY I94I Skilti á verönd hússins. 112-FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.