Faxi

Árgangur

Faxi - 01.04.1983, Blaðsíða 17

Faxi - 01.04.1983, Blaðsíða 17
þessum vitleysingaspítala gæti ég aldrei orðið lengi, maður hlyti að gefast upp eftir vikuna. Þá var ég leystur af í mat, annar Kei Píari tók við svuntunni minni. Sá ég að hann fór allt öðruvísi aö en ég, enda leið ekki á löngu að óhreinu diskarnir komust ekki fyrir á borð- inu við vaskinn, en þá fékk hann líka aðstoðarmann. Þetta var ein- mitt lagið. Ég tók brátt eftir því að þótt allir virtust vera að flýta sér og reyna að afkasta sem mestu voru þeir alls ekkert að hugsa um af- köstin. Það fór líka svo hjá mér er tími leið, og ég vandist vinnunni, að ég fór bara að kunna allvel við mig á þessum stað. Svo var það einn morguninn er ég var að sulla í vaskinum að yfir- kokkurinn kallaði til mín og bað mig að tala við sig. Mér til mikillar hrellingar tjáði hann mér að þetta væri síðasti dagurinn minn á þessum stað því á morgun ætti ég að fara áGinkinn. Hefðu þeirverið að biðja um ,,Kei píara'* og því skyldi ég á morgun fara með bíln- um þangað. Það virtist lítið gagna fyrir mig að mótmæla þessu. Þar sem ég var þegar farinn að kunna allvel við mig á þessum stað var ég ekkert alltof hrifinn af þessum breytingum og ekki lag- aðist það þegar strákarnir komu og spurðu hvað kokkurinn heföi verið að segja við mig. - Hvað segir þú, áttu að fara á Ginkinn! Aumingja þú, slasmt er það hér, en Ginkurinn, það er sko hreinn Kleppur! Heldurfór þetta að lagast þegar strákarnir fóru að koma aftur til mín einn og einn og bjóðast til þess af hreinni manngæsku að fara þangað í minn stað. Þetta var þá ekki svo slæmur staður eftir allt. Morguninn eftir fór ég ekki úr bílnum við flugstöðina eins og áð- ur heldur hélt áfram þar til komið var að þessum margumtalaða Gink. Bíllinn renndi sér upp að þessari lágreistu braggabyggingu og stansaði ekki fyrr en við bak- dyrnar og þar fór ég einn úr bíln- um. Með hálfum hug gekk ég inn um bakdyrnar, inn eftir ganginum þar til ég kom í eldhúsið, sem var stórt og sérlega vistlegt. I eldhús- inu hallaði sér hvítklæddur kokkur fram á borðið, brosti góðlátlega til Greinarhöfundur Ingvar Guömundsson mín og bauð mér góðan daginn. Þetta var eldri maður, einkar við- kunnanlegur og sagðist hann heita Bamey. Bauð hann mérsæti og morgunmat. Ég hafði nú reynd- ar búist við að verða strax leiddur að vaski með heitu sápuvatni í, en svo varð nú ekki. Það var engu líkara en ég væri þarna gestur, fékk gómsætan morgunmat og rabb við kokkinn um hitt og þetta. Loksins sagði ég Barney gamla að ég hefði nú verið sendur hing- að til að vinna. - Ég veit það, sagði hann, taktu það bara rólega, ekkert liggur á. Nú komu framreiðslustúlkurnar fram í eldhús úr borðsalnum, en þar höfðu þær verið að ganga frá öllu fyrir morgunmatinn. Þær voru mjög smekklega klæddar í svört- um kjólum með hvítar svuntur og hvíta kappa á höfði. Þetta voru stúlkur úr Keflavík, er ég þekkti vel. Didda og Kiddý. Buðu þær mig velkominn og sögðu að hér mundi mér líka vel að vinna, enda kom það á daginn síðar. Þessi fyrsti dagur minn á hótelinu leið ósköp Ijúflega og miðað við minn fyrri vinnustað gat ég varla sagt að ég hefði difið hendi í heitt vatn. Maðurvarekki lengi að kynnast starfsliðinu enda var það mjög skemmtilegt og elskulegt fólk sem þarna vann. Hótelstjórinn varmið- aldra maður nokkuð stór og mjög feitur. Hann hét Paul og virtist ávallt vera í besta skapi. Brunaði hann um bygginguna á eftirlits- ferðum sínum, brosandi með ýstr- una út í loftið. Var hann gjarnan flautandi lagstúf ef hann vissi að gestir voru ekki nálægir. Kokkarnir voru tveir, Barney gamli og Sid. Voru þeir báðir hin mestu Ijúf- menni. Við vorum fjórir hjálpar- kokkarnir, eða Kei Píarnir, og gengum á tvær vaktir. Á vakt með mér var Siggi, en Jonni og Maggi voru á hinni vaktinni. í borðsalnum voru þær Kiddy og Didda. En nú er ekki úr vegi að lýsa húsaskipan nokkuð. Þegar komið var framan að þessari bragga- byggingu sást að hún samanstóð af tveimur nokkuð löngum braggabyggingum, sem voru samtengdar með þverbyggingu. Aðalinngangurinn var í þessa þverbyggingu. Þar var fyrst komið inn í forstofu nokkuð mmgóða. Innaf henni var komið í vel rúm- góða og vistlega setustofu, sem búin var þægilegum húsgögnum. Voru þarsófarog djúpirstólarog á lágum borðum vom lampar er gáfu skemmtilega lýsingu. í einu horninu var rafmagnsorgel. Þama var einnig gestamóttökuherberg- ið. Öll var setustofan vel máluð að innan, smekkleg gluggatjöld voru fyrir gluggum og þykkt teppi á gólfi. Þegar gengið var úr setu- stofunni yfir i vinstri hótelálmuna var fyrst fyrir lítill gangur og sinn hvoru megin við þann gang voru tvö herbergi ætluð gestum, var annað ætlað til bréfaskrifta. Þar voru skrifborð og þægilegirstólar. Hitt herbergið var nokkurs konar viðræðuherbergi búið þægilegum húsgögnum. Þar gátu gestir verið út af fyrir sig með sína gesti og rætt við þá í ró og nasði. í hvorri hótelálmu voru ein tíu rúmgóö herbergi. Þau vom búin smekk- legum húsgögnum og teppivoru á gólfum. ívinstri álmunni varsnyrti- herbergi karla en kvenna í þeirri hægri. í hvoru snyrtiherberginu voru fjórar sturtur auk annarrar hreinlætisaðstöðu. í miðálmunni innaf setustofunni var stór og rúm- góð borðstofa og þar innaf var eld- hús og matvælageymslur. Ekki var hægt að sjá á þessu matarbúri að það væri í eigu þjóðar, sem stæði í stríði. Allar hillurnar bók- staflega svignuðu undan dýrindis matvælum. Ég minnist þess t.d. aö þarna stóð stóreflis tunna og í henni var sykur og á þessari tunnu var venjulega lok til að forða óhreinindum frá sykrinum. Ein- hverju sinni kvartaði einn gestur- inn um að sykurinn væri ekki hreinn sagðist hafa fundið salt- bragð af honum. Lítill saltbaukur hafði dottið í tunnuna og ekki var það látið nægja að taka gott borð af tunnunni heldurvarokkurstrák- unum sagt að fleygja öllum sykrin- um úr tunnunni. Þarna fóm einir fimm eða sex sykurpokar í súginn fyrir einn lítinn saltbauk, sem í ógáti hafði dottið í tunnuna. Annað dæmi man ég um herfilega sóun á matvælum á þessum stað. Þá var Barney gamli farinn og í hans stað Sparísjóðurinn í Keflavík ÓSKUM VIÐSKIPTAVINUM OG STARFSFÓLKI OKKAR FARSÆLDAR Á KOMANDISUMRIOG ÞÖKKUM SAMSTARFIÐ Á LIÐNUM VETRI. aq07 - 19qj FAXI-105

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.