Faxi

Árgangur

Faxi - 01.04.1983, Blaðsíða 18

Faxi - 01.04.1983, Blaðsíða 18
kominn lítill naggur snarvitlaus og meir en lítiö taugabilaöur. Var hann sem betur fer fljótlega látinn fara. Þessi náungi hét Al og nokkru eftir aö hann kom varvon á mjög háttsettum manni í kvöld- verö, var þaö sjálfur Marshall hershöföingi. Allan daginn var mannskapurinn á þönum viö aö undirbúa komu hershöfðingjans og þar sem Al var yfirmaðurinn í eldhúsinu var allt aö því tauga- veiklun, sem ríkti í eldhúsinu. Eitt sinn sagði hann mér aö ná í ost- dós fram í búr. Þetta voru nokkuð stórar háar dósir með mjög góð- um osti, sem var sterkgulur á lit. Var mér nú sagt aö ná ostinum úr dósinni og gekk þaö vel. Þama stóö nú ostsívalningurinn á borö- inu og beið eftir meistaranum, sem hugðist nota hann til skreyting- ar á matarboröið. Hann ætlaði að skera út stjömu þar sem um mat- arborð fyrir hershöfingja var að ræöa. Skar hann nú geira úr sí- valningnum, en ekki leið á löngu þar til allir viöstaddir sáu að þetta gæti aldrei oröiö stjarna, ekki einu sinni hálfmáni. Þá var mér sagt að ná í aðra dós, en allt fór á sömu leið og osturinn lenti í rusladallin- um. Ég bar nú hverja dósina af annarri inn og aö lokum kom aö því að ég varö aö segja Al aö ekki væru fleiri dósir í búrinu. Voru þá einar sex eöa sjö dósir komnar í rusladallinn og aldrei fékk Mars- hall aö sjá ostastjörnu. Þaö var fleira sem við strákarnir áttum að gera en aö hjálpa til í eldhúsinu. Viö áttum aö þrífa sal- ernin, bóna borösalinnog ryksuga teppið í setustofunni. Þetta verk var venjulega unniö nokkru eftir morgunmat, en þá vom minnstar líkur á að gestir væru á ferö. Eitt sinn er ég var aö ryksuga frammi í setustofu kom nokkuö skemmtilegt atvik fyrir. Jonni, sem ekki var á minni vakt og var því ekki aö vinna, kom inn og meö honum strákur í vinnugalla og var sá langt frá því aö vera hreinn, en þessi kunningi Jonna mun hafa verið aö vinna í nágrenninu viö steypuvinnu. Jonni leiddi þennan kunninga sinn aö rafmagnsorgel- inu og setti þaö í gang. Paul hótel- stjóri var venjulega ekki viö á þessum tímadags. Þessi kunningi Jonna kunni svo sannarlega aö spila, dillandi músik fyllti nú setu- stofuna og ekki leiö á löngu aö fólk fór aö tínast út úr herbergjum og áöur en varöi var kominn allstór hópur fólks sem klappaöi lista- manninum lof í lófa eftir hvert lag, sem hann lék. Fannst mér þetta alveg stórkostlegt enda haföi ég aldrei áöur heyrt í þessu hljóð- færi. En allt í einu birtist Paul hótelstjóri. j fyrstu varöhannundr- andi á svipinn en þegar hann kom nær og sá aö listamaðurinn var grútdrullugur náungi kominn beint úr steypuvinnu varö svipurinn allt annaö en vingjarnlegur. Slökkti hann á hljóðfærinu. Skipaði hann Jonna aö koma sér hiö snarasta út með manninn, þrátt fyrir mótmæli gestanna. Eftir að þeir voru farnir hurfu gestirnir aftur inní sín her- bergi og ég varö einn eftir meö ryksuguna. Næst þegar ég hitti Jonna spurði ég hann hver þessi náungi heföi verið sem heföi spilað svona frábærlega vel. - Þetta var hann Maggi Pé., sagði Jonni, en ég var engu nær. í dag þekkja sjálfsagt allir Magnús Pétursson eftir aö hafa hlítt á hans frábæra undirleik viö morgunleik- fimi Valdimars Ömólfssonar. Margt spaugilegt geröist á þess- um tíma er ég vann á Ginknum. Eins og áöur sagði var þaö verk okkar strákanna aö annast þrif á bööum og salernum. í hægri álm- unni var karlasalerni en k\anna- salerni í vinstri álmu. Þannig hátt- aöi til á þeim aö er inn á þau kom var baöklefinn til vinstri og á veggnum þar var spegill alveg niöur aö gólfi í kvennabaðinu. Eitt sinn er vinur minn Siggi var að fara til aö þrífa til á kvennabaðinu átti sér staö spaugilegt atvik. Hann var meö fulla fötu af vatni í annarri hendinni og þvottakúst í hinni. Þannig hlaöinn þvottagræjum ýtti hann upp hurðinni á kvennasal- eminu og fór innfyrir. Svo óheppi- lega vildi til aö ung og glæsileg flugfreyja var rétt komin úr baði og stóð hún fyrir framan spegilinn í Evuklæöun einum, sjálfsagt að dást aö sínum vel skapaða líkama. Vini mínum Sigga varð svo mjög um þessa sjón aö hann kom ekki upp neinu hljóði, hann bókstaflega fraus þar sem hann stóð og bara starði. En skyndilega sér flugfreyjan aö bak viö hana stendur karlamaöur og starir á hana. Verður henni svo mikið um að hún rekur upp skaðræðisöskur og sveipar sig handklæði er hékk þar á snaga. Viö þetta æöis- gengna öskur vaknar Siggi vinur minn til lífsins aftur, rekur upp tarzan-öskur, fleygir frá sér föt- unni og kústinum og tekur ásprett út. Stúlkutetrið hefur þá vafalaust séð hvemig í öllu lá, því ekki kæröi hún þetta fyrir hótelstjóranum, en mikið höföum við gaman af þessu á eftir og ekki var laust viö að viö strákarnir öfunduðum Sigga af þessu ævintýri hans. Annað spaugilegt atvik geröist á salerninu og enn var þaö Siggi sem var í aðalhlutverki. Hann var þá hinumegin á karlasaleminu. Var hann aö bóna gólfið þar. Ekki voru þá komin fljótandi bón heldur notað hnausþykkt vaxbón, sem mjög erfitt var að vinna. Þetta hnausþykka bón var Siggi nú bú- inn aö bera á allt gólfið og var hann aö byrja aö nudda þaö niður meö tusku, því erfitt var aö koma fyrir bónvélinni á þessum staö. Nú skeður það aö Paul hótelstjóri á erindi á salerniö. Snöggur í hreyf- ingum, flautandi lagstúf vippar hann sér inn fyrir dymar og fellur á rassinn og brunar inn eftir gólfinu og stoppar ekki fyrr en hann hefur Sigga í fanginu. Siggi sem heyrði dynkinn lítur við og sér þá sjálfan hótelstjórann sitja flötum beinum fyrir aftan sig. Bregður honum aö sjálfsögöu mikið og bjóst nú viö miklum reiöi- lestri og jafnvel brottreksti en þess í stað skellihlær hótelstjórinn af óförum sínum. Síðan sagði hann Sigga aö þetta mætti hann aldrei gera aftur, þaö er aö bera á allt gólfiö í einu og ennfremur aö hann skyldi ekkert vera aö minnast á þetta óhapp viö neinn. Á þessum frábæra vinnustað var alltaf eitthvaö skemmtileg aö ske enda allir vinnufélagarnir sér- lega skemmtilegir. Það fór ekki á milli mála að hér var um aö ræöa fyrsta flokks hótel. Vel var fylgst með því að allt starfsfólkiö væri mjög snyrtilega til fara, meira aö segja við strákarnir sem annars vorum í skítverkunum fengum vinnuföt, sem ávallt urðu aö vera tandurhrein. Kurteisi og tillitssemi viö náungann var í heiðri höfö og aldrei mætti maöur svo gesti aö ekki væri boðinn góöur dagur eöa gott kvöld. Það var meö nokkrum söknuði að ég yfirgaf þennan góöa vinnu- staö um haustið þar sem ég var þá aö fara á skóla. Ekki veit ég meö vissu hvenær síðustu gestimir fór frá Hótel de Gink og síður veit ég hve margir gestir gistu þennan staö, en eitt þykist ég vita og þaö er aö allir sem þar gistu munu hafa farið þaðan mjög ánægöir meö þá frábæru þjónustu sem þar var veitt, enda ekkert til sparað að gera dvöl þeirra þar sem þægileg- asta. Ekki langt frá þeim staö sem Hótel de Gink stóö forðum daga og fiskhjallarnir trjóna nú stendur til aö reisa hina margumraeddu flugstöð. Er vonandi aö hún verði þreyttum farþegum eins þægileg- ur og ánægjulegur staður og Ginkurinn foröum, hvort sem hún verður stór eða lítil og vonandi veröur umhverfi hennar jafn snyrtilegt og þaö var umhverfis gamla góða Ginkinn. *»l Keflavík Keflavíkurbærvill ráöa starfsmann við íþróttavellina. Um sumarstarf er að ræða. Umsóknarfrestur er til 22. apríl. Allar nánari upplýsingar veitir yfirverkstjóri, Ingvar Frið- riksson í síma 1552. íþróttaráð Keflavíkur ÚTBOÐ Bæjarsjóður Keflavíkur óskar hér með eftir tilboðum í uppsetningu girðingar, lagningar kantsteins með hlaupabrautum o.fl. verkefna á frjálsíþróttasvæði bæj- arins. Útboðsgagna má vitja á afgreiðslu tæknideildar frá og' með þriðjudeginum 19. apríl n.k. kl. 14, gegn 500 kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu bæjartæknifræðings mánudaginn 25. apríl kl. 11, að bjóðendum viðstöddum. Bæjartæknifræðingurinn í Keflavík 106-FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.