Faxi

Árgangur

Faxi - 01.09.1983, Blaðsíða 10

Faxi - 01.09.1983, Blaðsíða 10
MATTHÍAS HALLMANNSSON íKRÖGGUM Á SIGLÓ - FYRRI HLUTI - Helgi hét maður. Hann var Nikulásson, kallaður Helgi nikk. Helgi var sagður hafa kvenhylli meiri en flestir menn og þóttu fym mikil, því maðurinn var síður en svo glæsilegur, en hann hafði gott lag á konum fram yfir aðra. Um Helga nikk var þetta kveð- ið: ,,Veit ég engan verri gikk, vífin spenna klónum, en helvítið hann Helga nikk, sem heyir afla úr sjónum.“ Helgi var lengst af sjómaður, eitthvað mun hann hafa fengist við útgerð en allt rann það út í sandinn. Hann varð ekki gamall maður og dó úr ókenndum sjúk- dómi. Þegar ég las bókina ,,70 ár á sjó og landi“, sem er minningabók um fyrirtækið H.B. & Co á Akra- nesi, sá ég nafn Helga þar á lista yfir skipstjóra sem hafa stýrt bát- um og skipum þeirra feðga í 70 ár. Eftir því að dæma, hefir Haraldur Böðvarsson haft álit á honum. En gárungar sögðu að Helgi þekkti ekki á kompás. Guðjón Bjarnason af Gerðar- bakka, sem var vélstjóri hjá Helga á Stíganda, sagði stundum sögur af Helga. Ein var á þessa leið: Helgi kallar og segir, gefðu henni gott spark Gaui. Þá þótti Helga ekki nógur gangur á bátnum. Guðjón fór og minnkaði skurðinn á spöð- um. Vélin gekk þá hraðar en skil- aði minna afli og báturinn gekk minna, en Helgi sagði: ,,Det er bra“ Gaui. Helgi hafði það starf um mörg ár, að ráða sunnlenska menn á síldarskip Ásgeirs Péturssonar. Hann vildi helst sunnlenska menn á skip sín. Kannski hefur það verið sérviska hjá karlinum. Nú var það vorið 1927, eftir vetrarvertíð, að mér datt í hug að biðja Helga Nikk að ráða mig á síldarskip hjá Ásgeiri Péturssyni. Eftir nokkra daga koma skilaboð frá Helga þess efnis að ég sé ráðinn á m/s Sandvé, 28 tonna bát sem Ásgeir átti. Að komast á síld, á snurpu, það var draumurinn. ,,Sigló“ varævin- týralandið, langt í burtu. Nú hafði sá draumur ræst að nokkru. Um mánaðamótin júní-júlí fór ég norður með e/s íslandi. Það var danskt skip frá Sameinaða skipa- félaginu í Kaupmannahöfn. Ekki veit ég hve margir farþegar voru með, en sjálfsagt hafa þeir skipt hundruðum. Drykkjuskapur var mikill um borð, enda var sagt að með skipinu væru nokkrir menn sem væru vel birgir af brjóst- birtu og væru með í för, í þeim eina tilgangi að selja vín. Fátt þekkti ég af þessum fjölda, en þó. Eg þekkti einn, enda var hann fljótur að koma þegar hann sá mig, en ég var ekki aflögufær, þó gaf ég honum 1 kr., en honum mun hafa áskotnast eitthvað meira því seinni partinn þennan dag var hann orinn blindfullur ogfarinn að slangra um allt skip. Þessi maður hét Björn Gríms- son, oft kallaður Bjössi á sokka- leistunum. Þá voru menn upp- nefndir, þó að þeir hefðu ekki til þess unnið. Þegar ég var barn innan við tíu ára aldur var Bjössi vinnumaður í Vörum hjá þeim hjónum Krist- jönu Kristjánsdóttur og Halldóri Þorsteinssyni og var þá ýmist í landi við ýmis störf eða á sjónum með Halldóri, en hann var for- maður á áraskipi og seinna á mótorbát sem hann átti og hét Gunnar Hámundarson. Greinarhöfundurinn Matthías Hall- mannsson. Ef ég væri svo ritfær að geta sett saman dálítinn þátt um þau Vara- hjón, þá ættu þau það margfalt skilið. Kannski læt ég verða af því ef mér endist ævi til þess. En ég var næstum búinn að gleyma því að ég var á leiðinni til Siglufjarðar með ,,íslandinu“. Á fsafírði var stoppað í tvær klst. og snemma morguns var lagt að bryggju á ,,Sigló“. Næst var að leita uppi ráðamenn hjá Ásgeiri Péturssyni og athuga með skip- rúmið. Eftir nokkra snúninga, fann ég loks aðalmanninn hjá fyrirtækinu. Þá kom það í ljós að Helgi hafði sagt ósatt, engan mann vantaði á bátana. Aftur á móti vantaði mann á planið, sem Ásgeir átti ,,Undir Bökkum“ sem kallað var. Verkstjórinn á því plani hét Anton Ásgrímsson, góður og vel liðinn yfirmaður. Hann sagði mér að söltun byrjaði hjá sér eftir tvær vikur eða svo, en ég gæti fengið vinnu í Sundinu hjá Konna gamla á meðan. Um tuttugasta júlí hófst svo söltun hjá Tona Undir Bökk- um. Það mun hafa verið um tíunda ágúst sem Toni sagði okkur, pilti úr Héðinsfirði og mér, að nú væri vinnan að verða búin hjá sér. Þessi piltur hét Árni. Toni sagði okkur einnig að vanta myndi fólk á ,,Bakka“ hjá Oskari Halldórssyni og hann bauð okkur einnig að tala við Óskar um þetta og við tókum því að sjálf- sögðu með þökkum. Var ég nú ráðinn í þriðja staðinn til vinnu á þessu flækingssumri. Ekki fannst mér eftirtekjan beys- in, eitthvað varð að lagast til að ég ætti fyrir farinu heim. Eg kunni vel við mig á Bakka, verkstjórinn og allt starfsfólkið var viðkunnanlegt. En hann ,,Adam“ var ekki lengi í Paradís. Eftir 8-9 daga var okkur tilkynnt að nú væri Suomi Suomi postulíniö frá Rosenthal á sér fáa líka, enda er lögð ótrúleg vinna í framleiðslu þess. Suomi er hannað af Timo Sarpaneva. í raun og veru er ekkert postulín fullkomið. En Suomi er það postulín, sem listamenn Rosenthal telja einna fullkomnast. Suomi er gljáð í handavinnu, því vélar skila ekki nsegilega fínlegri vinnu. Hluti af framleiðslu Suomi er valinn til skreytingar með gulli og hvítagulli af heimsfrægum lista- mönnum. Hafir þú hug á að eignast Suomi matarstell á jólaborðið, þá er ráðlegt að gera pöntun fljótlega. Innnömmun SuDunnesjn VATNSNESVEG112 KEFLAVÍK SÍMI3598 178-FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.