Faxi

Árgangur

Faxi - 01.09.1983, Blaðsíða 12

Faxi - 01.09.1983, Blaðsíða 12
Jón Sæmundsson: Hverjar eru hinar sönnu hetjur? Ég er einn af þeim mönnum, sem ver töluverðu af frítímamínum ílestur blaða og reyni með þeim hætti að fylgjast með framvindu mála, bæði í minni heimabyggð, sem og annars staðar, eftir aðstæðum hverju sinni. Ekki fer á milli mála að sífellt er orðið erfiðara að fylgjast með því, sem raunverulega skiptir máli í þjóðfélaginu, vegna þess að aukaatriðin sitja greinilega í fyrirrúmi. Sem dæmi um þetta vil ég nefna, að í mörgum dagblöðum eru 2-4 íþróttasíður á hverjum degi, og 1 - 2 blaðsíður um helstu listaviðburði vikunnar, svo fátt eitt sé nefnt. A sama tíma er nánast lítið fjallað um, að bolfiskafli hefur dregist saman um 30% það sem af er þessu ári. Það er furðulegt hve lítið hefur verið fjallað um það mál í fjölmiðlum og sýnir betur en flest annað við hvað er átt hér að framan. Mönnum virðist ganga illa að skilja að lífsskilyrði okkar ráðast fyrst og fremst af því hvort við drögum fisk úr sjó eða ekki. Ég leyfi mér að fullyrða, að ef þorskurinn hættir að veiðast þá verða ekki 2-4 síður í dagblöðunum af lista- og íþróttaviðburðum daglega. Þetta er ekki þannig meint, að ég telji menningarh'f okkar einskis virði, síður en svo, en ég held því hins vegar fram að verði það aðalatriðið og atvinnuvegir okkar auka- atriði, þá munum við sigla inn í hnignunartímabil, sem erfitt yrði að ná sér Dagmæður og aðrir er starfa við dagvistun barna 1. nóvember hófst 5 vikna námskeið á vegum Fé- lagsmálaráðs Keflavíkurbæjar fyrir starfandi dag- mæður og aðra þá er vinna við dagvistun barna. Þeir sem ætla að starfa við daggæslu barna eru hvattir til að sækja námskeiðið. Allar upplýsingar eru veittar á skrifstofu félagsmála- fulltrúa, Hafnargötu 32, sími 1555, og fer innritun fram á sama stað. Félagsmálaráð Keflavíkurbæjar út úr, en það er margt í fari okkar íslendinga nú í seinni tíð sem bendir til þess að svo gæti farið. Þessar síðustu fréttir um minnkandi bolfiskafla boða gífurlegan vanda, ekki síst fyrir okkur Keflvíkinga, einfaldlega vegna þess að atvinnumál okkar standa mjög höllum fæti, þó ekki sé meira sagt. Þrátt fyrir það hittir maður varla nokkum mann, sem gefur þessu gaum, utan þeirra sem em í þessari atvinnugrein. Hugsanlegt er að stór hluti bæjarbúa líti á Kefla- víkurflugvöll sem nafla heimsins í atvinnumálum. Það er að vísu skiljan- legt að fólk sæki þangað sem vinnan er létt, þrifaleg og e.t.v. best borguð, en hollt er að minnast þess að það er fleira svikult en sjávarafli. Það er hálf ónotalegt að hugsa til þess að Keflavík eigi e.t.v. eftir að verða svefnbær út frá Keflavíkurflugvelli, en margt bendir til að svo verði, þegar fram líða stundir. Þegar fyrstu hauststormarnir komu upp að ströndum landsins vorum við áþreifanlega minnt á, að þrátt fyrir alla tækni nútímans erum við mennirnir agnar smáir í samskiptum okkar við náttúruöflin, ef því er að skipta. Þar á ég við þegar fiskibát hvolfdi við innsiglinguna á Eyrarbakka og tveir bræður drukknuðu en þriðji bróðirinn komst naumlega af. Það eru senni- lega fáir sem gera sér grein fyrir því, hve þessi ungi maður sýndi mikla hetjudáð. Það sýnir og sannar mikið þrek, bæði andlegt og líkamlegt, að veltast í grunnbroti fram og aftur í heila klukkustund og halda h'fi. Það fyrsta sem þessi ungi maður sagði þegar honum var bjargað var: ,,Hvað varð um bræður mína?“ Við getum varla gert okkur í hugarlund hugsanir unga mannsins, þegar björgunarmennimir leiddu hann í allan sannleikann um afdrif þeirra. Það er hægt að meta gæði mannanna með mismunandi hætti, en það læðist að manni sá gmnur að hinar sönnu hetjur séu ekki á íþróttavöllum eða í ræðustólum, jafnvel ekki í sölum Alþingis, heldur á fiskimiðunum við strendur landsins. Saga okkar Suðurnesjamanna er saga um hafið, þangað höfum við sótt bjargræði okkar um aldir.Líf sjómannsins hefur oft verið bæði þrældómur og strit, en það hefur verið þrá hans að lifa eins og maður. Lífskjör hans og dagleg störf, þessi eilífa barátta við óblíða veðráttu hér norður við heims- skautsbaug hafa sett á hann sérstakan svip. Kannski er nú þannig komið fyrir Keflvíkingum að þessi stétt manna hverfi hægt og sígandi, en hvað kemur í staðinn? Gamait máltæki segir: Spyr sá sem ekki veit. Sumarkveðja Ég fæ þér lítið, en þó lipurt ess, * sem lætur undan taumi vel og rómi, sem býður þér á hlaupum hægan sess, svo hvílt þig getur eins og vilt í tómi. Þig mun það geta borið bæjarleið á björtum og á heiðum sumardegi, og runnið sporin með þig góð og greið, á grundum sléttum og á mjúkum vegi. Og sjálfur kem ég til þín við og við og verð hjá þér, þá litla stund í einu. Láttu þá hjartað vera fullt með frið °g fjötrast lát ei sálina afneinu. M.K. frá Kollsvík. * ess = hestur k______________________________________________________J 180-FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.