Faxi

Árgangur

Faxi - 01.09.1983, Blaðsíða 9

Faxi - 01.09.1983, Blaðsíða 9
MINNING PÁLL S. PÁLSSON FÆDDUR 20. JANÚAR 1916 DÁINN 11. JÚLÍ 1983 Hinn 19. júlí s.l. var útför Páls S. Pálssonar gerð frá Dómkirkj- unni í Reykjavík, en hann lést eftir stutta legu, 11. sama mán- aðar. Páll Sigþór Pálsson, en svo hét hann fullu nafni, fæddist 20. jan- úar 1916 í Torfulækjarhreppi í Austur - Húnavatnssýslu. Foreldrar hans voru hjónin Páll Jónsson og Sesselja Pórðar- dóttir. Var faðir hans ættaður úr Húnavatnssýslu, en móðirin úr Svarfaðardalnum. Páll S. Pálsson stundaði nám í Héraðsskólanum í Reykholti veturna 1933-35. Lauk kennara- prófi frá Kennaraskóla íslands 1937. Stúdentsprófi lauk hann frá Menntaskólanum í Reykja- vík vorið 1940. Undir prófið hafði hann lesið utanskóla ásamt Guðrúnu Stephensen, sem síðar varð hans lífsförunautur. - Laga- prófi lauk Páll frá Háskóla ís- lands 1945 og varð hann héraðs- dómslögmaður árið eftir, 1946. Um Pál S. Pálsson, voru á út- farardegi hans, ritaðar margar minningargreinar, sem allar bera vott um hvílíkur dugnaðar- og mannkostamaður hann var. Hann braust ungur til mennta, las oft utanskóla og vann þá fyrir sér meðan á náminu stóð. Hér er ekki rúm til þess að rekja starfssögu Páls, en hann hefur komið víða við á starfs- braut sinni, frá því hann var barnakennari í Keflavík 1940-41, til þess að verða eftirsóttur lög- maður, þar sem honum voru fal- in mikilvæg og vandasöm störf í þágu lands og þjóðar, á hinum ýmsu sviðum þjóðlífsins. Við Keflvíkingar nutum oft lögmannsstarfa hans. Til hans var oft leitað, er vandasöm mál bar að höndum og tókst honum ávallt að leysa þau á farsælan hátt. - Höfum við þá nokkru hér við að bæta? Jú, svo sannarlega. Hingað til Keflavíkur kom Páll haustið 1940 og verður hér kenn- ari við barnaskólann. Einnig kenndi hann við unglingaskól- ann hjá séra Eiríki Brynjólfssyni. Málfundafélagið FAXI hafði þá verið stofnað árið áður, 10. okt. 1939 með 7 félögum, og voru félagar orðnir 11 í lok starfs- ársins. A fyrsta fundi félagsins haustið 1940 gekk Páll í félagið og varð þannig 12. félaginn, en sú tala er síðan hin lögfesta há- markstala félaga í MÁL- FUNDAFÉLAGINU FAXA. Á þessu sama hausti hóf blaðið FAXI göngu sína og kom fyrsta blaðið út 21. des. 1940. Par lagði Páll sitt lóð á vogarskálina. Hann skrifaði aðalgreinina í það blað, sem hann nefndi „Eigum við að stunda íþróttir?" Þar brýnir hann Keflvíkinga til þess að stunda íþróttir og hvetur þá til að stofna íþróttafélag. í þriðja tölublaði FAXA birtir Páll fróðlegt viðtal við Bjarna Einarsson, skipa- smíðameistara í Innri-Njarðvík. Bjarni Einarsson er þá nýtekinn við störfum framkvæmdastjóra og yfirsmiðs stöðvarinnar. Er Bjarni þarna að lengja vélbátinn Birki frá Eskifirði og stækka skipið, sem var 48 tonn, í 70 tonn. Er þetta samtal hið fróð- legasta og gefur okkur glögga innsýn í störf manna á þessu sviði, og fleirum, er þá voru að- steðjandi vegna styrjaldarinnar. Nú líður nokkur tími. Páll er fluttur frá Keflavík til Reykja- víkur. Hann er nú í sveit stúdenta að berjast fyrir byggingu nýs stúdentagarðs í stað hins gamla, sem herinn hafði þá tekið til sinna nota. í maí-júní blaði FAXA 1941, ritar hann grein, þar sem hann skorar á Suður- nesjamenn og þá sérstaklega Keflvíkinga, að leggja máli stúd- enta nú lið, að byggja nýjan stúd- entagarð. í lok greinarinnar segir Páll: „íslenskir stúdentar hafa verið rændir heimili sínu, GARÐI, og það er metnaðarmál þeirra sjálfra og allrar þjóðarinn- ar að reisa nýjan og veglegan Garð, sem talandi tákn þess, að þrátt fyrir allt ósjálfstæðið, ann íslenska þjóðin enn menningu og frelsi." Árið 1945 kvæntist Páll eftir- lifandi konu sinni Guðrúnu Stefaníu Stephensen. Varð þeim átta barna auðið og eru þau öll á lífi. Þau eru þessi: Stefán, hæsta- réttarlögmaður í Reykjavík, Sesselja, búsett í Bandaríkjun- um, Páll Arnór, hæstaréttarlög- maður í Reykjavík, Signý, leik- hússtjóri á Akureyri, Þórunn, kennari í Reykjavík, Sigþrúður, vinnur að myndlist í Reykjavík, Anna Heiða, við verslunarstörf í Reykjavík, og ívar, sem stundar nám í viðskiptafræðum við Há- skóla íslands. Áður en Páll kvæntist eignaðist hann einn son, Gísla Hlöðver, sem búsettur er í Bandaríkjunum. Hann erdoktor í stjörnufræði og prófessor við Michigan University. Móðir hans er Kristín Gísladóttir frá Keflavík, nú búsett í Bandaríkj- unum. Þótt Málfundafélagið FAXI leggi ekki neinar kvaðir á félaga sína, hvorki pólitískar eða trúar- legar, þá hefur liðinn tími sýnt okkur að vissar taugar tengja Faxafélaga þótt leiðir skilji, og menn flytji búferlum í önnur byggðarlög eða segi sig úr félag- inu af öðrum ástæðum. Þannig ■var því varið með Pál. Á fyrstu árum FAXA voru árvissar skemmtanir á vegum félagsins, Miðsvetrarhóf og Sumarfagnað- ur, voru þær nefndar. Páll og kona hans komu þá stundum og tóku þátt í þeim með okkur. Á síðastliðnu sumri bar fund- um okkar Páls skyndilega saman, er ég mætti honum á götu í Kefla- vík. Ég náði honum heim með mér, þar sem við ræddum saman um daginn og veginn, yfir kaffi- bolla. Meðal annars ræddum við um Faxafélagið, og ég minnti hann á fyrsta fund félagsins á komandi hausti, og var það þá fastmælum bundið, að við hitt- umst á afmælisfundinum 10. október n.k. „Maðurinn upphugsar sinn veg, en drottinn stýrir hans gangi.“ Páll er horfinn sjónum okkar. Við söknum góðs félaga, sem var sterk stoð á fyrstu árum blaðsins FAXA, hans munum við lengi minnast. Með hluttekningarkveðju til eftirlifandi konu og bama. Ragnar Guðleifsson. strandarhrepps gekk formlega í Mjólkurfélag Reykjavíkur sem Vatnsleysustrandardeild félagsins. Verð á mjólk fór Iækkandi á þessum árum, eftir því sem fram- boð jókst fór meiri mjólk til vinnslu. Var svo komið, að í mars 1926 var útborgað verð pr. lítra, kr. 0,40, og átti þó eftir að lækka meira. Þessir voru þeir fastráðnu menn sem óku mjólkurbílnum: 1. Eiríkur Þ. Sigurðsson (kallaður Bergur) frá 1. okt. 1921 til 20. okt. 1925. í 4 ár. 2. Jón Gestur Benediktsson frá 20. okt. 1925 til 1. okt. 1928. í 3 ár. 3. Sveinn Pálsson frá 1. okt. 1928 til 1. okt. 1934. í 6 ár. 4. Guðmundur Björgvin Jónsson frá 1. okt. 1934 til 1. okt. 1939. í 5 ár. 5. Stefán Ingimundarson frá 1. okt. 1939 til þess tíma er ferðir bílsins lögðust niður 1959. f 20 ár. Samtals óku þessir menn í 38 ár. Þegar flutningar bflfélagsins á mjólk lögðust niður var mjólkur- salan orðin mjög lítil. Tók þá Mjólkursamsalan að sér flutning- ana þangað til mjólkursala lagðist alveg niður. Tekið saman árið 1983, af Jóni G. Benediktssyni, Suðurkoti. Heimildir: Fundagerðarbækur, Mjólk- urfélags Vatnsleysustrandarhrepps, Bifreiðafélags Vatnsleysustrandar- hrepps og Mjólkurfélags Reykjavíkur. FAXI-177

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.