Faxi

Árgangur

Faxi - 01.09.1983, Blaðsíða 23

Faxi - 01.09.1983, Blaðsíða 23
Jón H. Jónsson, forstjóri, taldi að byggingaframkvaimdir hefðu hafist í mars/apríl og reiknað með að verkið tæki eitt ár. En horfureru áað því ljúki í febrúar. Tveir leigjendur taka allt húsið á leigu, - en það eru Duus h.f., húsgagnaverslun, sem nú er að Hafn- argötu 36 og Dropinn, málningarvöru- verslun, sem er að Hafnargötu 80. Gert er ráð fyrir að þær geti flutt sig í þetta glæsilega verslunarhús í mars n.k. Nýr doktor í skurð- lækningum Einar Ólafur Ambjörnsson læknir varði 14. júní sl. doktorsritgerð við læknadeild háskólans í Lundi í Sví- þjóð, en ritgerðina skrifaði hann á ensku og fjallar hún um botnlanga- aðgerðir og botnlangabólgu. Einar Ólafur er fæddur 27. ágúst, sonur Ambjöms Ólafssonar og Fjólu Einarsdóttur. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1969 og námi í læknisfræði frá Háskóla ís- lands 1975. Hann hefur stundað nám við háskólann í Lundi og starfar nú sem deildarlæknir við barnaskurð- lækningadeild háskólasjúkrahússins í Lundi. Kona Einars er Runa Kerstin Arnbjörnsson stjórnunarfræðingur og eiga þau einn son, Sven Arnbjöm Ein- arsson. 3% ARÐUR Keflavík og Njardvík: Á skrifstofu kaupfélagsins og í sælgætissölunni í Samkaupum. Grindavík: (verslun staðarins. Sandgerði: í verslun staðarins. Skorað er á þá sem ekki em félags- menn að láta skrá sig sem fyrst, svo sem flestir fái arð. Björgunarsveitin Stakkur kölluð út Að kvöldi laugardagsins 22. október sl. kom ósk um það til björgunarsveit- arinnar að taka þátt í leit að týndri rjúpnaskyttu. Það er orðin árviss uppákoma að kallað sé út fjölmenni á dýrum farartækjum til að leita að rjúpnaskyttum. Þetta er dýrt sport þegar reiknað er vinnuframlag leitar- manna, sem oft skipta hundruðum, ökutækjakostnaður, fjarskiptaþjón- usta o.fl., svo ekki sé metin sú sálar- kvöld er aðstandendur þess týnda líða og heima bíða örvæntingarfullir. Að þessu athuguðu hlýtur maður að spyrja hvort ekki sé hægt að gera ráðstafanir til að draga verulega úr þessum vandræðum t.d. með því að hafa aðhald með leyfisveit- ingum til þessa sports og gera strangar kröfur til útbúnaðar og þjálfunar. Þá ættu þessir menn að vera með lítil tæki sem hægt væri að miða og staðsetja til að einfalda og flýta fyrir leitarmönn- um, því vitanlega geta menn brotið sig eða lent í öðrum vandræðum og þurft á hjálp að halda, sem að sjálfsögðu er veitt af ágætu og fórnfúsu hjálpar- sveitafólki. Útvarp Keflavík Félag ungra sjálfstæðismanna í Keflavík, Heimir, hóf vetrarstarf sitt þann 17. sept. s.l. þegar félagið hélt aðalfund sinn. Á þessum fundi var Sig- urður Garðarsson kosinn formaður. Sigurður og hin nýkjöma stjóm Heimis hafa skipulagt mikið vetrar- starf og er það starf hafið. Þremur vik- um eftir aðalfundinn var haldinn fyrsti fundurinn af svokölluðum kappræðu- þjálfunarfundum, sem haldnir verða á þriggja vikna fresti í vetur. Gekk þessi fundur mjög vel, og lofar hann góðu um framhaldið. Frjálst útvarp. Þann 25. okt. s.l. var síðan haldinn fundur um frjálst útvarp, undir yfir- skriftinni: - Á tímum mannréttindabrota - Skert tjáningarfrelsi = Ríkisútvarp Tjáningarfrelsi = Frjálst útvarp Frummælendur á fundinum vom Gísli Baldur Garðarsson lögmaður, Ólafur Hauksson blaðamaður og Sveinn Jónsson rafeindavirki. Gísli Baldur sagði í erindi sínu frá lagalegri hlið útvarpsmála, vék að því að Ragnhildur Helgadóttir mennta- málaráðherra mundi á næstu vikum leggja fram útvarpslagafrumvarpið, sem útvarpslaganefnd samdi. Taldi Gísli stóran löst á því frumvarpi. Hann væri sá að það bæri yfir sér vinstri- mennsku, enda væri það málamiðlun úr pólitískri nefnd. Sagðist hann ekki skilja hvers vegna menntamálaráð- herra breytti ekki frumvarpinu í átt til meira frelsis, áður en hún legði það fram. Ólafur Hauksson ræddi um rekstur útvarpsstöðva, skýrði frá kynnum sín- um á slíkum rekstri erlendis frá og einnig rekstri „Kanaútvarpsins". Auk þess sýndi hann myndir af aðstöðu út- varps og sjónvarps á Keflavíkurflug- velli, og vék m.a. að því að þar þyrfti aðeins einn mann til að stjóma útsend- ingu á fimm sjónvarpsrásum og tveim- ur útvarpsrásum. Sagði hann að út- sendingarbúnaðurinn væri hannaður af íslendingum og notað sem fyrir- mynd í öðrum stöðvum á vegum bandaríska hersins. Starfsmenn stöðv- arinnar væm aðeins tuttugu, og fannst honum gaman að bera það saman við starfsmannafjölda RUV, sem væru vel yfir hundrað talsins. Sveinn Jónsson vék að hinni tækni- legu hlið útvarpsmála og áætlaði kostnað við tækjakaup í útvarpsstöð. Taldi hann að útvarpsstöð með vem- lega góðum gæðum kostaði í kringum tvær milljónir króna, reiknað miðað við núverandi tollalöggjöf. Þó væri að sjálfsögðu hægt að láta hana kosta mikið minna og líka mikið meira, og ylti það á gæðakröfum. Friðrik Sophusson, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, sem var gestur fundarins, tók næstur til máls. Skýrði hann m .a. frá því að hann myndi leggja frani breytingartillögur við útvarps- lagafmmvarpið, til að lagfæra það. Tók hann sem dæmi að í frumvarpinu væri gert ráð fyrir að sjö manna póli- tískri útvarpsréttarnefnd, en breyting- artillaga hans væri sú að nefndin yrði fimm manna og ópólitísk, þ.e. skipuð af hagsmunaaðilum í stað alþingis- manna. Eftir stutt kaffihlé, spilaði Magnús Þór Sigmundsson nokkur lög, við góð- ar undirtektir fundarmanna. Síðan voru fyrirspumir leyfðar og umræður. Mest bar á, hjá fundarmönnum, áhuga fyrir ,,leynistöð“, og komu margar fyrirspurnir um viðurlög við slíkum rekstri. Gísli Baldur sagði að ríkis- valdið hefði heimild til að gera allan útbúnað í kringum slíka útvarpstöð upptækan, en þó væri það hefðin að aðeins sendirinn væri gerður upptæk- ur. Hilmar Jónsson, bókavörður og rit- höfundur, sagði álit sitt á frjálsum út- varpsrekstri, sem hann væri fylgjandi. Hvatti hann menn til að stofna samtök um frjálsan útvarpsrekstur, og far a af stað með undirskriftasöfnun til að hafa áhrif á sveitarstjórnarmenn og alþing- ismenn. Taldi hann að það myndi hafa mest áhrif og ntiklu meiri áhrif en rekstur „leyniútvarpsstöðva". Hér verður ekki farið nánar út í um- ræður þær, sem á fundinum urðu. En segja má að fundurinn hafi í alla staði tekist mjög vel. Er vonandi að hann skapi áframhaldandi umræður um þessi mál og einnig að fundarmenn verði við óskum Hilmars Jónssonar og stofni samtök um frjálst útvarp. Birgir Þór Runólfsson. til félagsmanna af öllum stað- greiðsluviðskiptum til 24. des. Samþykkt hefur verið nýtt form á arðhlut til félagsmanna Kaupfélags Suðurnesja á þessu ári. í stað þeirra afsláttarkorta sem hingað til hafa verið gefin út, koma nú arðmiðar (stimplað- ar kassakvittanir). Útborgun arðs fer þannig fram að félagsmenn fá 3% af öllum stað- greiðsluviðskiptum sem þeir eiga við Kaupfélag Suðurnesja endurgreitt í formi innleggsnótu sem hægt er að versla fyrir í öllum búðum félagsins eft- ir 12. des. og2. jan. Nánari upplýsing- ar er að finna í versiunum félagsins bæði hjá starfsfólki og á þar til gerðum auglýsingaspjöldum. Fyrra arðtímabil verður frá 16. sept. til 11. des. Innleggsnótur fyrir það tímabil verða gefnar út frá 12. - 15. des. Síðara arðtímabil verður frá 12. des. til 24. des. Innleggsnótur fyrir það tímabil verða gefnar út frá2. -6. jan. Innleggsnótur verða gefnar út á eftirtöldum stöðum: SUÐURNESJAMENN NÚ FER í HÖND SÁ ÁRSTÍMIÞEGAR ALLRA VEÐRA ER VON. ALMANNAVARNANEFND SUÐURNESJA HVETUR HÚSEIGENDUR OG UMSJÓNAR- MENN FASTEIGNA TIL ÞESS AÐ GANGA SEM BEST FRÁ ÖLLU UTAN DYRA SEM FYRST, OG DRAGA ÞANNIG ÚR HÆTTU Á Á VEÐURSTJÓNI í HAUSTOG VETUR. Almannavarnanefnd Suðurnesja FAXI-191

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.