Faxi

Árgangur

Faxi - 01.09.1983, Blaðsíða 7

Faxi - 01.09.1983, Blaðsíða 7
JÓN G. BENEDIKTSSON anna var keyptur Ford vörubíll 3/4 tonn. Var hann keyptur af Eiríki Þ. Sigurðssyni bílstjóra í Hafnar- firði, var hann jafnframt ráðinn bílstjóri frá 1. október 1921. Urðu þá Vogarnir endastöð mjólkur- flutninganna úr Vatnsleysustrand- arhreppi til Reykjavíkur. Pessi fyrsti bíll, H.F. 14, sem kostaði um kr. 2,500.00, var með venjulegu vörubílshúsi, í því var eitt sæti fyrir farþega hjá öku- manni. Við umskráningu hlaut bíllinn einkennisstafina G.K. 9. MJÓLKURFÉLAG VATNS- LEYSUSTRANDARHREPPS [>aö var árið 1920 þann 21. mars, að níu bændur í Vatnsleysustrand- arhreppi, nánar tilgreint frá Auðn- um að Hvassahrauni, hófu mjólk- ursölu til Hafnarfjarðar. Settu þeir upp m jólkursölu í bænum og seldu einnig í bakarí. Flutning mjólkurinnar annaðist Jón Ólafsson til heintilis að Bjargi. Var mjólkin flutt á hestvagni. Var þetta vísirinn að Mjólkurfélagi Vatnsleysustrandarhrepps. Á þessum tíma var verð mjólk- urinnar hátt, útsöluverð pr. lítra var kr. 1.00. Til glöggvunar má geta þess, að tímakaup var kr. 0.75, sem jafngilti þremur pelum af mjólk. Árið 1921 komst mjólkursalan í fastara form, var Mjólkurfélag Vatnsleysustrandarhrepps þá formlega stofnað. Stofnendur voru 14 bændur frá Auðnum að Hvassahrauni sem allir voru farnir að selja mjólk. Með aukinni mjólkursölu lækkaði verðið, var það í ágúst komið niður í kr. 0.70. Frá 21. mars til 30. september voru seldir 23.271 lítri. Reyndist það full mikið fyrir markaðinn í Hafn- arfirði. Þetta tímabil annaðist Bjöm Jónsson í Norðurkoti flutningana sem fram fóru á hestvagni. Ekki þótti gerlegt, að flytja mjólkina sunnar af Ströndinni en frá Auðn- um með þessum hætti. Flutningar með hestvagni lögðust því niður 30. september 1921. Hafði þá ver- ið stofnað Bifreiðafélag Vatns- leysustrandarhrepps með al- mennri þátttöku mjólkurframleið- enda í hreppnum. Var þetta hlutafélag og var einn hlutur fyrir hverja kú. Tilgangur félagsins var að sjálfsögðu að flytja mjólk fyrir bændur. Til flutning- Gamli Ford 1926. Á myndinni eru Ámi Hallgrímsson, bóndi Austurkoti og mæðgur úr Reykjavík. Hér stendur Jón Benediktsson framan við mjólkurbílinn. Vinstramegin er Magnea Jónsdóttir en hin er Halldóra Sigurðardóttir, sem báðar vom starfs- stúlkur Mjólkurfélags Reykjavíkur. Um haustið var sett tjald yfir vöru- pallinn og bekkur fram við húsið fyrir farþega. Næsta ár var byggt nýtt hús á bílinn, svonefndur hálf kassi. Voru þá sæti fyrir 6 farþega. Þess skal getið að bíll bílfélags- ins var fyrsti bíll sem flutti mjólk til Reykjavíkur rekinn á félagslegum grundvelli. Petta framtak, að selja mjólkina og hafa samgöngutæki til allra flutninga, var ómetanleg búbót fyrir hreppsbúa, sem þeir kunnu vel að meta. Farið var daglega á milli hvernig sem viðraði, nema fjóra hátíðisdaga á ári. í snjókomu og ófærð fóru bændur með bílnum til að moka snjó og ýta bílnum gegnum skaflana, fyrst og fremst til að koma mjólkinni á sölustaði. Pó gerðist það, í febrúar 1928, að snjóþyngsli voru svo mikil, að vegurinn lokaðist allri bflaumferð frá Suðurnesjum. Var þá gripið til þess ráðs að flytja mjólkina með trillubáti til Hafnarfjarðar. Ingvar Helgason á Neðri-Brunnastöðum annaðist þessa flutninga á nýjum trillubáti sem hann átti. Bfllinn hafði teppst í Reykjavík í allri ófærðinni, en var nú brotist á hon- um til Hafnarfjarðar að sækja mjólkina og flytja hana til Reykja- víkur. í þessari ófærð, sem stóð í eina viku, var lítið um að menn reyndu að brjótast á bflum milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur, enda stöðvuðust mannflutningar bflastöðvanna Steindórs og BSR. Mjólkurfélag Vatnsleysustrand- arhrepps leigði búðir í Reykjavík sem önnuðust sölu á mjólkinni var þar ennfremur brauðsala. Einnig seldi félagið mjólk í búðir sem aðrir aðilar ráku. Þá var og haldið áfram mjólkursölu í Hafn- arfirði í sama formi og í upphafi FAXI-175

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.